Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 10
230 LESBÖK MORL. UN BLaÐSINS VARIST KALKSKORT Eftir Gayeford Hanser. VÍSINDAMAÐURINN Voit ól einu sinni dúfu í heilt ár á fæðu, sem ekkert kalk var í. Hann athugaði líðan dúfunnar daglega, en það bar ekkert á því að hún kendi sjer neins meins út af kalkskortinum. Svo slátraði hann dúfunni og rann- sakaði hana nákvæmlega. Kom þá í ljós að öll bein í henni voru orð- in mjúk og holótt. Það var duð- sjeð, að vegna þess að hún hafði ekki fengið neitt kalk í næringar- fcfnunum, hafði líkaminn orðið að sjúga til sín kalkið úr beinunum. Þannig fer öllum þeim, sem búa við kalkskort. Líkaminn dregur þá til sín það kalk, sem er í beinum, tönnum og æðaveggjum. Ef van- fær kona fær ekki nóg kalkefni í fæðunni til þess að barnið geti þroskast, þá verður hún að borga það með kalki úr beinum og tönn- um. Náttúran krefst þess að barn- ið fái nóg kalk, og hún tekur það frá móðurinni. Þess vegna er svo alvanalegt að vanfærar konur hafi tannpínu og fái skemdar tenn- ur. Aftur ruddust Þjóðverjar með ó- friði inn í Belgíu 1940. Belgar veittu fvrst hart viðnám, en gáfu svo upp vörn eftir skipan konungsins. Sú fyrirskipan mæltist mjög misjafn- lega fyrir, einkum í Frakklandi og Englandi. Konungur var fluttur til Salzburg. Þar kvæntist hann öðru smni og gekk að eiga Mary-Lillian Baels, en foreldrar hennar voru sagðir nasistar. Vakti það mikla gremju í Belgíu, og má vera að það sje ein af aðalástæðunum til þeirr- ar mótspyrnu, sem konungur hefur átt að mæta þar. öllum læknum er vel kunnugt um það hverja þýðingu kalkið hef- ir til þess að byggja upp líkam- ann. Það heldur beinunum sterk- um og tönnunum óskemdum. en auk þess hefir það mikil áhrif á starf vöðvanna og hjartans, stvrkir taugarnar og er nauðsynlegt í rjettu hlutfalli við Önnur steinefm í líkamanum. Kalkskortur leiðir til bein- skemda og getur haft mjög íllar afleiðingar fyrir vöðvakerfið og taugakerfið. Auk þess getur hann leitt til þess að æðaveggirnir verði þollausir og grautarlegir og getur það leitt til slæmra blæðinga. Enn- fremur geta menn fengið slæm sár og átumein. Rannsóknir hafa sýnt að tann- skemdir eru að lang mestu leyti kalkskorti og D-fjörefnaskorti að kenna, ásamt skorti á fosfór. Ef menn sjá sterkar og fallegar tenn- ur, þá geta þeir verið vissir um að viðkomandi hefir holt viður- væri. En þessar fallegu tennur geta farið forgörðum ef þeim berst ekki nóg af kalki um nokkurn tíma. En til þess að kalk og fosfór geti bvgt upp tennurnar, má ekki vanta . sól- skins“ fjörefnið D. Á sumrin getur líkaminn fengið nóg af þessu fjör- efni úr sólarljósinu, en það er líka hægt að fá það úr ýmsum fæðu- tegundum og einnig tilbúið í lvfja- búðum í sambandi við kalk og fos- fór í rjettum hlutföllum. Algengustu fæðutegundir, sem kalk er í, er mjólk, ostur, egg, hvít- kál, baunir og asparges, heilhveiti og heilhafrar. Minnist þess að hver maður verð ur að fá sinn skamt af kalki á hverjum einasta degi. Líkaminn safnar ekki kalki til notkunar síð- ar. Það, sem hann ekki notar þeg- ar fer forgörðum með öðrum ómelt um efnum. Ef maður fær ekki full- an skamt af kalki á hverjum degi, á hann á hættu að tennur hans skemmist og starf tauga og vöðva truflist. Fullorðinn maður þarf 10 grains á dag, vanfær kona, eða kona með barn á brjósti, helmingi meira. Það er einkennilegt að ríkasta þjóðin í heimi, Bandaríkjaþjóðin, iifir á kalksnauðari fæðu en nokkur þjóð önnur. Ýmsar aðrar þjóðir hafa alveg af sjálfsdáðum fundið kalkþörfina og bætt úr henni á ein- faldan hátt. Arabiskir hirðingjar hafa til dæmis leyst þetta vanda- mál með því að neyta geitamjólkur. Þeir láta hana í belgi og láta hana súrna þangað til hún er orðin eins og ostur, og borða hana svo, og af þessu mataræði eru konur þeirra einhverjar fallegustu konur í heimi. (Þessi góða fæða Arabanna, sem hjer er talað um, er nokkurs konar skyr, og það er varla nokkur vafi á því að skyrið hefur einnig bjarg- að íslendingum fram á þennan dag. Og ætli það sje ekki skyrinu að þakka hvað íslenskar stúlkur eru fallegar? Þær mættu að minsta kosti hafa reynslu arabisku stúlkn- anna í huga þegar þær eru að hugsa um að viðhalda fríðleika sínum). 4/ 4/ Húsasmiður nokkur sótti um að fú ríkisborgara rjettindi í Kanada. — En til þess verða menn að ganga undir nokkurs konar próf. Þeir verða að sýna að þeir þekki stjórnskipun lands- ins og helstu lagaböð. Nú var smiður- inn yfirheyrður og hann svaraði öllum spurningum hiklaust og rjett. Seinast var hann spurður: „Heldurðu að þú getir orðið forsæt- isráðherra í Kanada?“ „Nei“. „Hvers vegna?“ „Þið verðið að hafa mig afsakaðan — en jeg hefi alt of mikið að gera, til þess að mega snúast í því“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.