Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Page 1
45. tbL Sunnudagur 3. desember 1950 XXV, árgangur. Sigurlaug Bjarnadóítir frá Viguri í FRAKKLAMDI Dijon, katiphðllin off St. Michaels-kirkjan- ' ’dh* <. SlilUAR „Je sius fier d’étre Bourguignon“ — JEG ER stoltur af því að vera Bur- gund-búi, er viðlagið við nokkurs- konar þjóðsöng þeirra, er byggja þennan hluta Frakklands. Bóndinn, bograndi á vínakri sín- um raular hann ánægður fyrir munni sjer, þegar veðráttan er hon- um hagstæð og vel horfir með upp- skeruna. „Jeg fæddist dag einn undir blómlegum vínviði", er upp- hafið og hann endar á ósk um, að eftir andlátið verði sett á líkkist- una hans glas, fleytifult af góðu víni. Skólakrakkar syngja hann við raust og stíga við hátíðleg tækifæri fjörugan þjóðdans eftir hljóðfall- inu. Á þjóðvegunum kveður hann við úr aragrúa af allskonar far- artækjum, sem geysast áfram troð- full af ferðafólki, sem tekið hefir sumarleyfið til að heimsækja hið blómlega Burgund-hjerað, sem hinir innfæddu líta á sem sitt smærra franska föðurland. Mismunandi svör. En af hverju sprettur, verður okkur á að spyrja, þessi sjerstaka ást Eurgundbúa á heimkynnum þéirra og stolt af því að eiga þar heima? Svarið veltur eflaust mikið á því, hvern við spyrðum. Hittum við fyrir roskinn myndarbónda, myndi hann líklega telja til þess ágætis fyrst og fremst frjósemi þess, land- gæði og náttúrufegurð og því næst lofsyngja hin kostulegu Borgund- vín, sem hann og stjettarbræður hans brugga í vínkjöllurum sín- um og njóta alkunnra vinsælda og viðurkenningar um allan heim. Yrði fyrir svörum einhvéri s|er- lega matelskur náungi, sem hefði „magann fyrir sinn guð og hugann fastan við jarðneska muni“ myndi hann eflaust taka í sama streng- inn og skýra fyrir okkur með á- hrifamiklum orðum og ánægjubros á vörum, að Burgund, og þá sjer í lagi höfuðborg þess, Dijon, ætti hrós og heiður skilið fyrir sjer- hæfileika í góðum matartilbúningi fram yfir aðra hluta Frakklands. Hann myndi fyrst af öllu telja upp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.