Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS :x *" 575 Bertrand Russel: istök komnmnisiiDans INÍokkrar athugasemdir við „Guðinn, sem brást' i GREIN þessi er eftir liinn heims- 1 [ fræga rithöfund og heimspeking Bertrand Russell, en hann hefur nýlega verið sæmdur Nobeisverð- laununum. Grein Bertrand Russells fjallar um hina merku bók, „Guðinn, sem brást“, þar sem sex víðfrægir andans menn og fyrverandi fylg- ismenn kommúnismans gera grein fyrir fráhvarfi sínu. „Guðinn, sem brást,“ er nýkomin út í íslenskri þýðingu. . ---- ■ ■ ■ .■ - ■ ' ■ ■■ ■ Á HINUM myrku dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar birtist rúss- neska byltingin eins og skyndileg- ur, gullinn morgunroði á austur- himni. Bandalag vestrænu þjóð- anna og harðstjómar keisarans, er staðið hafði síðan 1907, hafði hvílt þungt á samvisku allra framsæk- inna og mannúðlegra hugsandi manna. Nú virtist loksins sem meta -skál sögunnar myndi sveigjast í vil hugsjóna okkar undan ægi- þunga Rússlánds. Híð blinda og lygafulla hatur, sem afturhaldið sýndi Rússlandi þá, gerði það auð- velt að úrskurða hverja gagnrýni sem hreinan áróður. Þegar mjer var það ljóst 1920, að markmið og leið- ir sovjetstjómarinnar samrýmdust ekki skoðunum mínum í stjórn- málum, var jeg fordæmdur af vinstrisinnuðum vinum mínum sem níðingur. En smám saman hef- ur tala þeirra, sem hafnað hafa kommúnismanum, aukist æ meir. í hinni stórfróðlegu og merku bók „Guðinn, sem brást“ hafa sex mikilsverðustu „trúvillingarnir“, — Arthur Koestler, Ignazio Silone, Richard Wright, André Gide, Louis Fischer og Stephen Spender, — skýrt frá ástæðunum, erb-sönnun- arkraft þeirra, — enda þótt þær sjeu frábrugðnar innbyrðis, — gæti enginn dregið í efa annar en blind- ur kenningatrúarmaður. í öllum bessum tilfellum urðu vonbrigðin í rjettu hlutfalli við einlægni og dýpt hinnar upprunalegu trúar. Maður ætti að reyna að ímynda sjer Jóhannes skírara, fluttan fyrir kraftaverk til hirðar Alexanders páfa sjötta, og hugsa sjer, að hann hefði orðið að vera vitni að laun- morðunum við þá hirð og sjá, hvernig páfinn — í nafni frelsar- ans, sem Jóhannes boðaði — eggja son sinn Cesar Borgia til hinna hryllilegustu glæpa. Svipaðar and- legar þjáningar hafa þessir sex höfundar liðið síðustu þrjátíu ár Auðvitað brutu vcnir þeirra í bág við alla skvnsemi því að hvorki Lenin eða Marx gátu flutt boð- skap, sem stuðlaði verulega að vel- ferð mannkynsins. Það er ekki hægt að uppskera þrúgur og þistla á sama akri, og rit Marx og Len-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.