Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLABSINS
577
innar urðu að lokum, — hvort sem
það var vegna andúðar á rúm-
fræði eða ástar á baunum, — and-
vígir honum, og hann varð að
flýja, Mikilvægara dæmi er mið-
aldakirkjan, sem þrátt fyrir það, að
hún var bygð á trú mannkærleik-
ans, gerði sjer ákaft far um að afla
trúarsetningum sínum gildis með
jafnandstyggilegum hlutum og
rannsóknardómstólunum. Hið púr-
ítanska veldi Cromwells var á
margan hátt svipað kerfi Lenins.
Frá því að hafa í byrjun hylt frelsi
og lýðræði, lauk því með því að
koma á fót hatursfullri hernaðar-
stjórn. Franska byltingin, sem í
upphafi bygðist á mannrjettindun-
um, framkallaði fyrst einn Robes-
pierre og síðan einn Napóleon, en
hvorugur sýndi nokkra sjerstaka
virðingu fyrir mannrjettindunum.
1 öllum þessum tilfellum skapaðist
iiið illa af blindri trú á eitt alls-
herjar meðal, — svo blind trú og
svo dásamlegt allsherjar meðal, að
maður áleit hverja grimd leyfilega
í þágu takmarksins.
í hverju þessara dæma, eins og i
Sovjetrússlandi, má finna .sálfræði*
leg mistök. Valdið er ljúft, það
verkar eins og eitur, sem menn
sækjast meira og meira í, eftír því
sem þeir venjast því. Sá sem hefur
tekið völdin í sínar hendur, þótt
það hafi skeð í hinu göfugasta
augnamiði, telur sjer fljótt trú úm,
að það sjeu góðar ástæður til þess
að sleppa þeim ekki aftur. Þetta
skeður því fremur sem valdhafarn-
ir álífa sig vera talsmenn gífurlega
mikilvægs málstaðar. Þeir skoða.
því andstæðinga sína fávísa þver-
höfða, og brátt kemur að því, að
þeir hata þá. Þeir hugsa um það
bil þannig: Hvaðan fær þetta
vesæla fólk rjett til þess að vera
í vegi fyrir Þúsund ára ríkinu?
Ef \dð neyðumst til að ofsækja
það, þá er það að vísu mjög leitt,
en þar sem heflað er, þar falla
spænir. Smám saman verða þessir
forvígismenn, eftir að þeir hafa
komið á veldi fárra, leystir af
hólmi í sjerrjettinda aðstöðu sinni
af hversdagslegu fólki, sem ekki
hefur svo sjerlega mikinn áhuga á
bví að stofna þúsundáraríkið. Þess-
ir nýu menn álíta það helsta hlut-
verk sitt að halda fast í voldín, en
þó ekki sem meðal til að skapa
paradís á jörðu. Og svo verður það.
sem eitt sinn var meðal, sjálfur til-
gangurinn: hið upprunalega tak-
mark hverfur í handraðann, og er
aðeins sótt þangað við hátíðleg
tækifæri. Þetta er gömul saga, sem
hverjum áetti að vera kunnug, en
samt hafa Lenin og aðdáendur hans
látið undir höfuð leggjast að draga
hina siðferðilegu ályktun af henni.
Auk þess eru heimspekileg mis-
tök með í leiknum. í hinni löngu
sögu mannlegrar fíflsku má finna
óteljandi kennisetningar, sem
seinna reyndust vera rangar, en
sem menn einu sinni trúðu svo
fast, að þeir álitu sig hafa rjett til
þess að ofsækja sjerhvern, sem ef-
aðist Menn voru sannfærðir um
að f jölkyngi, kukl og svarti galdur
væru framin, enda þótt slíkt værí
brotlegt. Óteljandi fómarlömb
urðu að deya kvalafullum dauð-
daga vegna þess að þau voru álit-
in sek um þessar syndir. Spönsk
stúlka var lögð á kvalabekkinn
vegná þess að hún hafði farið í
hrein föt á laugardegi og auk þess
látið þau orð falla, að hún gæti
ekki þolað flesk, — það nægði til
þess, að rannsóknardómstóllinn
skoðaði hana Gyðing. Kvekarar
voru ofsóttir, af því að þeir trúðu
á nýa testamentið, og fríhyggju-
menn, af því að þeir trúðu ekki á
það. Allar þessar ómannlegu fjar-
stæður fóru minkandi á 18. öld og
hurfu í rauninni algerlega á 19.
öld. En á okkar dögum hafa þær
verið endurlífgaðar. Trúarsetning-
ar hinnar rökrænu efnishyggju eru
nákvæmlega eins furðulegar og
þær, sem ríktu í Konstantinópel á
6. öld (en eins og kunnugt er hlaut
Justitianus keisari að áliti samtíð-
ar sinnar að hafna í helvíti sem
„aphtardoket“, þ. e. hann trúði því,
að líkami Krists væri óeyðandi).
Og refsingin fyrir villutrú í Rúss-
landi nútímans er eins ströng og
á nokkru öðru ofsóknartímabili. Og
alt þetta — ó, hámark mótsagn-
anna! — í nafni hins „vísindalega
sósíalisma."
Oft er rökrætt á þennan hátt:
við verðum að breyta eftir sann-
færingu okkar. Ágætt, en hvernig
eigum við að breyta, ef sannfær-
ingar okkar eru vafa undirorpnar?
Við þessu eru tvö svör. í fyrsta lagi
eru til mörg stig af óvissu, og vaf-
inn er í mörgum tilfellum sama og
núll. í öðru lagi valda sumar gjörð-
ir litlum skaða, enda þótt sú sann-
færing, sem á bak við þær Iiggur,
sje röng, þar sem aftur á móti aðr-
ar valda miklu tjóni, ef viðkom-
andi sannfæring er ekki alveg rjett.
Þegar einhver er tekinn af lífi eða
brendur á báli, vegna þess að hann
er ekki sammála yfirvöldunum í
einhverju smáatriði í kenningunm,
þá á sjer eingöngu ranglæti stað,
— ef til vill með þeim fyrirvara,
að yfirvöldin hafa að sínum dómi
ekki aðeins á rjettu að standa, held-
ur eru þau einnig skyldug að álíta,
að mistök viðkomandi í þessu efni
gætu haft örlagaríkar afleiðingar.
En ef einhver tekur sjer regnhlíf,
af því að hann heldur, að það muni
rigna, en svo reynist veðrið gott
áfram, þá er enginn meiri háttar
skaði skeður. Hin kommúnistíska
kenning varðandi einræðið telur,
að lokasigurinn sje öruggur, — svo
öruggur að hann rjettlæti a. m. k. í
ema kynslóð fátækt, þrældóm, hat-
ur, innbyrðis kærur, þvingunar-
vinnu, kúgun aílrar frjálsrar hugs-
unar og alþjóðlega þverúðsku-
pólitík gagnvart öllum ríkjum,