Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Page 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS
f 580
NÝTT SIGLINGAT/EKI
FARIÐ er að nota nýtt siglingatæki,
sem nefnist „Decca", sem er í sambandi
við þrjá eða fjóra radiosendara, og má
nota það bæði i skipum og flugvjelum.
Danir hafa tekið þetta siglingatæki i
notkun og bygt fyrir það fjórar radio-
sendistöðvar. Aðalstöðin er á Sámsey,
en hjálparstöðvarnar eru á Mön, hjá
Höjer og Hirtshals. Skip, eða flugvjel-
ar, nota venjuleg sjókort, en á þau eru
prentaðar boglínur, rauðar, grænar og
fjólubláar. Decca-tækið er í sambandi
við móttökutæki farkostsins og á því
eru þrír mælar, sinn fyrir hvern „lit“,
eða sinn fyrir hverja stöð. Með því að
lesa á mæla þessa og bera tölurnar
saman við línurnar á sjókortinu, má
þegar sjá hvar menn eru staddir. Ef
mælarnir sýna t. d. rautt A 15.14 og
grænt F 33.9, þá er farkosturinn stadd-
ur í þeim stað, þar sem þessar línur
skerast i kortinu.
Til skýringar er hjer kort af Dan-
mörk og dönsku sundunum. Skip er
statt úti í Kattegat. Stýrimaðurinn not-
ar útsendingu aðalstöðvarinnar, en
einnig „fjólubláu“ sendinguna frá
Hirtshals og rauðu sendinguna frá Mön.
Mælarnir á Decca-tæki hans sýna rautt
D 9.60 og fjólublátt I 80.30, og með því
að bera þetta saman við línurnar á
sjókortinu, sjer hann að þessar línur
skerast nokkuð fyrir norðan Anholt, og
hann veit að skipið er statt þar, og að
staðarákvörðuninni getur ekki skeik-
að nema um nokkra metra. — Decca-
tækið er sjálfvirkt og vísarnir á mæl-
unum færast því sjálfkrafa eftir því
sem skipinu miðar áfram, og altaf er
hægt að fylgjast með því hvar það er
statt
4/ 4/ 4/ ^
AGNES LINKLATER heitir kona, sem
á heima á Bressay eyu, sem er ein af
Hjaltlandseyum og rjett hjá Leirvik.
Þessi kona varð nýlega 104 ára. Þá
fóru blaðamenn á fund hennar og með-
al annars vildu þeir fá að vita hvernig
á því stæði að hún hefði náð þessum
háa aldri. Kerlingu varð ekki fátt um
svör. Hún sagði að það væri vegna þess
að hún hefði altaf forðast menninguna.