Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ar. Tryggvi, er síðar varð lands- kunnur framkvæmdamaður, gift- ist Kristínu Halldóru, dóttur síra Þorsteins. Er sagt að hún hafi verið „fríðleikskona mikil og ein af ment -uðustu konum þessa iands.“ Sfra Gunnar giftist Valgerði, systur hennar, er síðar varð forstöðukona kvennaskólans að Laugalandi í Eyafirði fyrstu 19 ár skóians. Hin- ar dætur síra Þorsteins voru þær Sigríður, kona Skafta ritstjóra Jós- efssonar og Hólmfríður, kona Arn- ljóts Óiafssonar, prests og alþingis- manns. Haustið 1869 fekk síra Gunnar veitingu fyrir Svalbarði í Þistil- firði, i'luttist þangað vorið eftir og var skömmu síðar skipaður prófast -ur í Norður-Þingeyarprófasts- dæmi. 1873 hafði hann brauðaskiíti, fekk Lundarbrekku í Bárðardal og flutti fólk sitt og bú inn þangað á prestsetrið Halldórsstaði. í veik- indum tengdaföður síns þjónaði hann einnig Hálsprestakalli og Ljósavalnssókn. Þetta mikla starf varð honum oi'raun. Um sumarið veiktist hann hættulega og 21. október andaðist hann, rúmlega 34 ára gamall. Með konu sinni varð honum auð- ið sex barna, en þau dóu hvert eft- ir annað á fyrsta eða öðru ári, nema ein dóttir, sem fæddist síðast og enn lifir, Jóhanna ekkja sr. Theó- dórs á Bægisá. Síra Gunnari er svo lýst af nán asta vini hans, síra Birni Halldórs- syni, að hann hafi verið „hár mað- ur vexti, grannvaxinn nokkuð og þó eigi óþreklegur, lítið eitt lotinn í herðum, toginleitur, ljóseygur, járpur á hár og skegg, svipurinn höfðinglegur, en undir eins góð- mannlegur, og að öllu vænn ásýnd- um og vel farinn í andliti. Fram- koma hans var hin prúðmannleg- asta og einkar vei samboðin hans stóðu.“ «cOo—- SÍRA GUNNAR GUNNARSSON skilaði ágætu dagsverki þrátt fyrir stuttan starfstíma, ein sjö til átta ár, mikla vanheilsu og erfiðar heim -ilisástæður. Hans naut skamma stund við í síðasta prestakallinu. En svo hafði haiin getið sjer mikið álit hjá sóknarbörnum sínum Bárð -dælingum, að maður úr þeirra hópi skrifar að honum látnum, „að óvíst er að þeir hefðu kosið nokk- urn annan fremur, þótt þeir hefðu mátt kjósa um alla mertn. Því það munu og almæli í Þingeyjarsýslum, að eigi hafi þar, svo langt menn til muna, verið að baki að sjá nokkr- um þeim manni, er orðið hafi al- þýðu manna jafn harmdauði sem hann fyrir allra hluta sakir.“ Það var ekki síst á húsvitjúnar- ferðum sínum, að síra Gunnar á- vann sjer traust og kærleika sókn- arbarna sinna. Hann kom venju- lega öllum að óvörum til þess að íá sem sannasta mynd af háttum og högum heimilanna. Ilann kom sem umhyggjusamur og kærleiks- ríkur vinur, hagsýnn og áhúgasam- ur. Heilbrigðis og fræðslumál voru þá skamt á veg komin á landi hjer. Síra Gunnar reyndi að bæta úr brýnustu þörf í þeim efnum, að svo miklu leyti sem í hans valdi stóð. Hann gat ekki horft aðgerðalaus á það, að sjúkum væri engin Jíkn veitt sökum læknaskorls og erfiðra samgangna. Auk þess varð kunn átta og fordæmi föður hans og tengdaföður lionum hvatning til að kynna sjer lækningabækur og lita til sjúkra. Síra Björn í Laufási segir um síra Gunnar, að hann hafi ver- ið „ungmennafræðari flestum fremri“. Heimili hans varð ung- lingaskóli sókna þeirra, sem hann þjónaðL Strax ! Sauðanesi, sinu íyrsta prestakálii, stofnaði hanr. lestrarfjelag og bindiadisíjelag og " blS hvalti einkum fermingardrengi til að ganga í það. Fór í því að for- dæmi síra Þorsteins á Hálsi. Mikla alúð lagði hann við barnaspurn- ingar. Fermingarbörnum gaf hann jafnan annaðhvort Biblíu eða Nýa testamenti. Tvær greinir merkilegar á síra Gunnar í „Norðanfara“ um ung- mennafræðslu. Fyrri greinin, undir íyrirsögn- inni „Um helgidagatilsögn“, er upp -runalega samin sem umburðar- brjef og tillaga um stofnun eins- konar helgidagaskóla á hverju heimili, og er það stílað til „hús- bænda og húsmæðra“. — Prestar þurfa aðstoðar þeirra með í starfi sínu. Nauðsynlegt er að „foreldrar gangi börnum sínum og unglingum í prestsins stað og spyrji þau sjálf heima á helgidögum, þegar þau komast ekki til kirkju.“ Æskilegt er að þetta verði „almennt og lif- andi.“ — Andlaus fræðsla um and- leg efni, var ekki síra Gunnari að skapi. Ennfremur skrifar hann: , Hin veraldlega þekking er að auk- ast í landinu. Því er nauðsynlegt og sjálfsagt, að lagt sje að sama skapi meira kapp á hina andlegu upplýsingu en áður.“ Seinni greinina birtir blaðið þremur árum síðar, en síra Gunn- ar lá þá á líkbörunum. Greinin fjallar um „Ungmennafræðslu og meðhjálpara,“ og er skrifuð í til- eíni af biskupsbrjefi varðandi kosn -ingu meðhjálpara, er vera skyldu , prestinum lil aðstoðai'.... og einkum lita eftir bárnaspurningum með þeim.“ Síra Gunnar telur það vera tvöfalda skyldu meðhjálpara, bæði ki’istilega og embættislega, að taka að sjer slíka tilsögn í söfnuð- unum og vill, að þeir húsvitji á svipaðan hátt og prestarnir sjálfir. Segist hann hafa i því efni tveggja ára reynslu. „Meðlxjálparar yfir- heyrðu bcrnin 1 iestri óg kunnáttu, settu þeim fyrir og hvöttu þau til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.