Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Qupperneq 12
624 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tína saman það fje, er við vorum búnir að finna og reka það til bygða. Þegar við litum út úr kofanum árla næsta morgun, sáum við að komin var þreifandi stórhríð. Þar sem ekki kom til mála að fara iengra, breyttum við áætluninni og ákváðum að reyna að tína sam- an þetta fje er við vorum búnir að finna og halda síðan til bygða, ef þess væri kostur, en full erfitt mundi það verða okkur í slíku veðri. Þetta tókst okkur samt, að því undanskildu, að við fundum aldrei tvær kindurnar. En með hinar átta heldum við til bygða og náðum þangað með harðneskju í vökulok um kvöldið, þreyttir og gegnblautir af svita. Við þóttumst hafa gert góða ferð eftif ástæðum. Það var ekki við betra að búast á þessum árstíma. Við gistum allir í Selinu, fremsta bænum í sveitinni. Þar fengum við forkunnar góðar viðtökur og hvíld- um okkur veL — Daginn eftir — 22. des. — var versta veður fram- an af degi. Upp úr hádegi fóru fjelagar mínir heim til sín, því ó- líklegt sýndist, að fært yrði að leita meira fyrir hátíðina. En jeg varð eftir í Selinu. Hvort það var af því, að mjer leist mæta vel á heima sætuna, eða að jeg gerði mjer ein- hverjar óljósar vonir um, að geta gert frekari leit fyrir hátíðina, verður ekki sagt með vissu. Ef til vill hefi jeg haft hvortveggja í huga. Á Þorláksdagsmorgun vaknaði jeg kl. fimm og leit til veðurs. Sá jeg þá að komið var bjartviðri og skein tungl í heiði. Var jeg þegar ákveðinn í því, að leggja af stað í leitina og tók að búa mig til ferð- ar. Heimafólkið vaknaði þegar við umganginn, fór á fætur, hitaði mjer kaffi og bjó mjer út nesti. Síðan festi jeg á mig skíðin og baut á stað suður á heiðina. Ferð- inni var heitið alla leið suður í Dimmudrög. Þar var gangnakofi, alræmdur fyrir draugagang, og í hor.um ætlaði jeg að liggja um nóttina. Á aðfangadagskvöld bjóst jeg við að koma aftur í Selið, hvað sem fyrir kæmi. En það fór á aðra leið. Á leiðinni suður heiðina fann jeg kindurnar tvær, sem við fjelagarn- ir hittum ekki í stórhríðinni tveim dögum áður. Þær voru á sömu stöðvum og fyrr, og leið vel, svo að við þær var ekkert að gera nema taka þær í heimleiðinni. Síðan helt jeg áfram og komst á leiðarenda eftir níu tíma gang. í Dimmudrögum faim jeg strax nokkrar kindur. Og þegar jeg hafði leitað vandlega í öllum giljum og leyningum, voru þær orðnar tíu að tölu. En þá var líka komið þreif- andi myrkur. Kindurnar skildi jeg eftir á hárri meltorfu, þar sem þær höfðu nóg að bíta. Síðan fór jeg að leita að kofanum og tókst að finna hann, þótt fátt væri þarna um ieiðarmerki. Þar var köld að- koma, því illa hafði verið gengið frá hurðinni um haustið, svo að nokkuð hafði snjóað inn. En í kof- ann hafði enginn komið í níu eða tíu vikur. Við Lappi minn skrið- um samt inn og svo kveikti jeg á kertisstubb, er jeg hafði meðferð- is. Síðan snæddi jeg vel af nesti mínu og gaf Lappa bitann sinn og að því loknu tókum við okkur hvíld. Fyrir stafni kofans var upp- hlaðinn bálkur og á honum var nokkuð af fíngerðu, þurru hrísi. Þetta var ætlað fyrir hvílurúm. Við norðurvegg kofans rann lækur undir samföllnum bökkum. Ein- hver hugkvæmur náungi hafði fyrir löngu gert lágar dyr á vegg- inn, hlaðið upp ofurlítið útskot og reft yfir. Þarna var því auðvelt að ná í vatn. Annars gerði þetta út- skot kofann mun draugalegri en ella og margir þóttust hafa orðið varir við undarleg hljóð úr skoti þessu. Að afloknum snæðingi fór jeg upp á bálkinn, lagðist niður í hrís- ið og steinsofnaði, því að jeg var orðinn þreyttur. Svaf jeg svo í ein- um dúr þar til kl. var fimm morg- uninn eftir. Jeg brölti á fætur og leit til veðurs. Sá jeg þá að komin var blind-þreifandi stórhríð. Mjer leist satt að segja ekki á blikuna. Það var heldur ónotaleg tilhugsun og vita sig staddan upp á regin öræfum 1 blind-stórhríð, í köldum óvistlegum kofagarmi og það á sjálfan aðfangadaginn. Nú var svo komið, að það var alveg vonlaust, að jeg næði til bygða fyrir jóla- hátíðina. Hjer varð jeg auðsjáan- lega að hírast yfir sjálfa jólanótt- ina, þegar allir aðrir áttu þess kost að vera heima hjá sjer og njóta jólagleðimiar, umvafðir birtu og yl hinnar miklu hátíðar. Og mat hafði jeg ekki nema til dagsins. — Þótt útlitið væri harla íslcyggilegt, þýddi ekki að fást um það. Maður varð að taka öllu með ró. Eftir þetta sofnaði jeg ekki og beið birtunnar, en sú bið þótti mjer nokkuð löng. Þegar loks var full- bjart orðið, snaraði jeg mjer út í hríðina til að vitja kindanna. Mjer tókst að finna staðinn, þar sem jeg skildi við þær, en þar var engin kind. En innan stundar rakst jeg á þær allar með tölu. Þær stóðu í þjettum hnapp undir háu mel- barði. Það var alveg tryggt, að það -an færu þær ekki út í bylinn, svo að jeg helt aftur heim að kofan- um. Nú fór jeg að aðgæta nestisbirgð- irnar og sá að j'eg gat skift þeim í tvær máltíðir og lauk jeg annan þegar. Síðan gekk jeg um gólf í nokkrar klukkustundir og kvað rímur. Öðru hvoru leit jeg til veð- urs, en það var allt við hið sama. Um þrjú leytið um daginn veitti jeg því athygli, að veðurofsinn var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.