Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 1
3. tbl. Jfavgmifrlfito m $ Sunnudagur 21. janúar 1951. XXVT, árgangur. ÍSLEMDINGABRAGUR og málaferlin út af ðionum FYRIR Alþingi 1867 lagði stjórn- in frumvarp til stjórnlaga fyrir ís- land. Gerði þingið ýmsar breyting- artillögur við það og fekk góð orð konungsfulltrúa um að þær mundu ná fram að ganga. En þetta fór á annan veg. Eftir að frumvarpið er komið til stjórnarinnar aftur, er farið að ræða það í ríkisþinginu danska af lítilli góðgirnd og énn minni skilningi á högum íslend- inga. . „Ríkisþingið þóttist hvorki bund- ið við heit stjórnarinnar nje tillög- ur konungsfulltrúa. Allar vorar kröfur áttu að vera ástæðulausar, vjer áttum hvorki að hafa rjett til fjár- nje sjálfsforræðis nema eftir því er ríkisþingið vildi veita oss af miskunn sinni", segir í grein í „Þjóð ólfi" 1869. Og á öðrum stað segir í sama blaði: „Meðferð fjárhags- málsins í ríkisþinginu og undir- tektir þingmanna er ekki nein ráð- gáta, engi þarf að ganga gruflandi að því, að þær eru svo andstæðar oss og óvinveittar og svo rjettlaus- ar sem þær framast gátu orðið, og að ræður og ummæli lögstjórnar- herrans Nutzhorns í fólksþinginu jafnt sem í landsþinginu gefi að Jón Olaisson. vísu engar vonir um það, að stjórn- in ætli sjer að umbæta að neinu stjórnlagafrumvarpið, sem nú á að koma fyrir Alþingi í sumar, frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.