Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 að útgefandi væri „Fjelag eitt í Reykjavík." En ekki munu stifts- yfirvöldin hafa haft neitt upp úr þessari eftirgrenslan. Þegar það drógst að „Baldur" kæmi út, fóru ýmsir kaupendur hans að gerast óþolinmóðir. En hinn 10. maí birtist stutt greinar- gerð frá Jóni í „Þjóðólfi". Segir hann þar að hann hafi eigi getað fengið blaðið prentað í Lands- prentsmiðjunni, nema með afar- kostum, og sjái útgefandi sig þvi neyddan til að flýa með blaðið til einhverrar annarar prentsmiðju. En þá var ekki um aðra prent- smiðju að ræða en amtsprentsmiðj -una á Akureyri. Ekki veit jeg hvort til hennar hefur verið leitað. Jón gerði þó ráð fyrir að næsta blað „Baldurs" gæti komið út 1. júlí, en úr því varð ekki, og þetta næsta tölublað hefur aldrei komið út. Meðan þessu fór fram stóð yfir rannsókn sakamálsins fyrir undir- rjetti. Jón varði þar mál sitt sjálf- ur og hafnaði því að sjer yrði skipaður talsmaður. Hann helt því fram í vörn sinni, að greinarmun yrði að gera milli konungsins og stjórnar hans annarsvegar, og hinnar dönsku þjóðar hins vegar. í kvæðinu sje ekki minst á frv. sem lögð voru fyrir Alþingi, svo að ekki sje vikið að þeim nje kon- ungi í kvæðinu. Og þótt þess sje getið hvenær kvæðið var orkt, þá sje það sitt hvað að yrkja kvæði á sama tíma og atburðurinn fer fram, eða að yrkja um atburðinn sjálfan, en hann ætti upptök sin í ríkis- þingi Dana og þannig hjá hinni dönsku þjóð, og það sje tilefni kvæðisins. Dómarinn komst að þeirri niður- stöðu, að Jón yrði ekki sakfeldur fyrir það að hafa eggjað til upp- reistar. En þar sem höf. hafi sett kvæðið í samband við það að stjórn -lagafrumvarpið var lagt fyrir Al- þingi „þá hafi hann ekki látið sjer nægja að beina niðrandi og ótil- hlýðilegum orðum að hinni dönsku þjóð, heldur og vikið allmörgum atriðum í kvæðinu beinlínis að konunginum, sem þeim, er hefur æðstu stjórn Danaveldis, og sem einvaldur konungur að því leyti íslandi viðvíkur, hefur gert þá stjórnarathöfn út af hverri kvæðið er orkt. Og með því allur blærinn á því umrædda kvæði, niðurlagið í næstu grein á undan, sem og hin tilvitnuðu orðatiltæki (í kærunni) verða að skoðast sem næsta ótil- hlýðileg og sem brot á móti þeirri lotningu, er ber að sýna hinum einvalda konungi vorum, þá getur hinn ákærði ekki komist hjá að sæta hegningu." Ekki vildi dómarinn þó sakfella hann samkvæmt refsiákvæðum 6. gr. tilskipunarinnar, heldur sam- kvæmt anda hennar og með hlið- sjón af 11. kap. hegningarlaganna. Dæmdi hann Jón svo í 50 ríkisdala sekt til fátækrasjóðs Reykjavíkur og til að greiða allan málskostnað. DÓMI þessum áfrýaði Jón þegar til landsyfirrjettarins og stiftamt- maður einnig. Var Páli Melsted falið að sækja málið af rjettvís- innar hálfu, en eftir ósk hins kærða var Jóni Guðmundssyni falið að halda uppi vörn fyrir hann. Sjest á því hve mikið traust Jón Ólafs- son hefur haft á drengskap nafna síns, því að oft hafði „Baldur" ráð- ist fruntalega á „Þjóðólf". En Jón Ólafsson hefur vitað það, sem margir aðrir, að Jón Guðmundsson var hinn raunbesti drengur. Málið var fyrst tekið fyrir í lands -yfirrjetti hinn 7. júní (þriðja í Hvítasunnu). Lagði Þórður Jónas- son háyfirdómari þar fram brjef frá sakborningnum. stílað til hans og Jóns Pjeturssonar yfirdómara. Lýsir það brjef Jóni Ólafssyni nokkuð vel, því að hann skýtur því til þeirra að athuga hvort ekki vœti nú rjett að þeir viki báðir úr dónv arasæti i þessu máli, vegna þess að þeir væri báðir konungkjörnir þingmenn og hefði átt sæti á sein- asta Alþingi, en nærri mundi liggja, að með orðum þeim og um- mælum (í íslendingabrag og for- mála kvæðisins) er nú væri hanu kærður og sakfeldur fyrir, þætti eigi síst höggvið nærri hinum kon-- ungkjörnu á Alþingi! Ekki tóku dómararnir þessa málaleitan til greina og dæmdu þeir í málinu ásamt Magnúsi Step- hensen, sem þá tók við af Benedikt Sveinssyni. Jón Ólafsson skrifaði sjálfur varnarskjöl i málinu, en ljet nafna sinn mæta fyrir sig. — Þóttu varnarskjöl hans nokkuð stórorð í garð sækjandans Páls Melsted, eins og t. d. þetta: „Bósi geltu, Bósi minn, en bíttu ekki hundur." — — „Það, að maður svíkur frelsi ættjarðar sinnar, er eitt fyrir sig nóg til þess að.vera. af umboðsmanni rjettarins, herra prókú-rator Melsted, álitinn og kall- aður heiðvirður"--------og „Þó að rjettvísin hefði falið hinum forna óvini mannkynsins að tala máli hjer fyrir dómgrindunum, sannar- lega hefði hann eigi getað tekið neina setningu nær frá hjartarót- um sínum, en actor hefur hitt hjer upp á." Það mun og hafa verið um þetta leyti að Jón kvað hina al- kunnu vísu: Aldrei hljóta af argi fnð, enga bót fá meina heimska þrjóta að þreyta við — það er ljóta gamanið. Svo fell dómur landsyíirrjettar hinn 19. september. Dómararnir töldu að það næði ekki neinni átt að Jón hefði hvatt til uppreistar gegn kónginum. Orðið „uppreisn" í kvæðinu þýddi ekki „Revolution", heldur viðreisn, eins og haan hefð:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.