Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 16
H LESBÖK MOBGUNBLAÐSrNS í/láaó tit vmar f THOR J. BRAND umsjóiu.rmaður á Þingvöllum hefur sent Lesbók eftirfíirandi vísur og þessa athuga- semd með: — í Lesbók 5. nóv. var sagt frá jarðskjálftunum 1789 og breyting- um þeim, sem þá urðu á Þingvöll- um og nágrenni, hvernig mikið hrun varð í Hrafnagjá svo að Gjá- bakkastígurinn varð ófær. Datt mjer þá í hug, að vísur þessar mundu hafa verið orktar um það leyti. Er talið að þær sje eftir prest inn á Þingvöllum, og hann hafi sagt svo til vegar frá Þingvöll- um suður í Flóa, að ekki verður um vilst hvar þá hefur verið farið. Símon D. Pjetursson bóndi í Vatns- koti er upp alinn hjer á Þingvöll- um og lærði hann vísur þessar í æsku, en ekki segist hann muna, eða máske aldrei hafa heyrt, hver presturinn var, sem orkti þær. — Símon er nú sjötugur að aldri og eru vísurnar ritaðar eftir minni hans. Veginn jeg vil ei spara að vísa, Jón minn, þjer. Til Vatnskots fyrst skal fara forsjállega sem ber. Hjá Vellankötlu or vef!ur, víst liggur þar í frá hallurinn hættuk^ur, Hrafna hvar endar gjá. Þá er Arnarfellsendi, áttu að gaa faarbi. Miðfell á hægri hendi, hafa skalt gát á því. í kleif hjá höfðanum kalda komast áttu með skil, beint svo til Brúar halda, báturinn er þar tiL Þá þetta er yfirunnið fyrir utan töf og bið, Grafninginn geturðu runnið, NÝSKEÐ hafa þrjár íslendingasögur komið tít á ensku i Bandaríkjunum og eru útgefendur Princeton University Press ög The American-Skandinavian Foundation. Sögurnar eru Gunnlaugs saga ormstungu, þýdd af Mr. M. H. Scargill við háskólann í Alberta (Kanada), Bandamannasaga og Droplaugar- sonasaga, þýddar a/ ungfrú Margaret Schlauch, sem er prófessor í ensku við háskólann í New York. Nokkrar myndir eru í bókinni eftir H. G. Glyde, þar af ein litmynd, er sýnir dauða Helgu hinnar fögru. Myndin hjer að ofan er af þvi er Hrafn svíkur Gunnlaug í trygðum. — Áður hafa þar komið út: Sæ- mundar Edda, þýdd af Henry Adams Bellows, Snorra Edda, þýdd af Arthur Gilchrist Brodeur, Vatnsdsela saga, þýdd af Gwyn Jones, Kormáks saga og Fóstbræðra saga, þýddar aí Lee M. Hollander. og grjótlaust ölfusið. Strax yfir stranga móðu stefnirðu heim til þín. Seg frjettir fólki góðu og færðu því kveðju mín. *& W W & Á miðöldunum þegar riddarar og hestar þeirra voru albryhjaðir, þurfti um 200 pund af stáli til að hertýgja hvern mann. í seinasta stríði þurfti 24.600 pund af stáli á hvern einstak- an amerískan hermann til jafnaðar. Hestar og fílar eiga ekki saman. Hestar fælast ef þeir sjá fíl, en á hinn bóginn getur heil fílahjörð trylst af hræðslu, ef hestur kemur nærri henni. Þó er fílum enn ver við hunda og ganga berserksgang, ef hundur kem- ur nærri þeim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.