Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 12
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS DÝRIN LÆRA ÁN ÞESS AÐ SKILJA Flestar skepnur læra nokkuð af sinni eigin reynslu. Jafn auðvirði- leg skepna og ánamaðkurinn, get- ur lært af reynslunni. Það er hægt að kenna honum að snúa til hægri eða vinstri, sje hann látinn skríða eftir göngum sem enda í þvergöng- um, með því að setja æti fyrir hann öðrum megin og hrekkja hann nokkrum sinnum ef hann ætlar að snúa á hinn bóginn. Sje hann sjálf- ráður er honum alveg sama hvort hann beygir til hægri eða vinstri, en ef hann verður var við raf- magnsstraum vinstra megin og eitt- hvað ætilegt hægra megin, þá kennir reynslan honum að betra er að snúa til hægri og svo gerir hann það altaf upp frá því. Óteljandi tilraunir hafa verið gerðar til þess að vita hvað dýrin geti lært. Hundruð svangra dýra hafa verið lokuð inni í búrum og matur settur rjett utan við búrin. En búrin voru þannig úr garði gerð að dýrin gátu opnað þau sjálf á einfaldan hátt, annað hvort með því að koma við loku eða band. Og nú átti að kenna þeim að opna búrin svo að þau gæti náð í mat- inn. Fyrst tókst þeim það af hend- ingu, en smám saman komust þau að því hvaða viðbragð hefði hjálp- að sjer til að komast út. Þannig lærðu þau af reynslunni, en alls ekki af því að þau beittu hugsun, nje hefðu hugmynd um það hvers vegna þau gátu opnað. Það sjest meðal annars á því, að þau gátu alls ekki lært að opna búrin þótt þeim væri sýnt hvernig þau áttu að fara að því, og ekki jafnvel þótt umsjónarmaðurinn tækl lappirnar á þeim og beitti þeim til þess að opna. Dýrin læra því mjög á sama hátt eins og maður lærir á skautum eða hjóli. Maðurinn veit ekki upp- haflega hvernig hann á að halda jafnvæginu og lærir það ekki fyr en hann hefur það „á tilfinning- unni", ef svo mætti segja. Þannig læra dýrin ekki að opna búr sín vegna þess að þeim skiljist hvermg á að fara að því, heldur hafa þau það á tilfinningunni að einhver hreyfing dugi til þess. Það þarf alls ekki að vera að sú hreyfing sje hin rjetta. Ketti var kent að hann skyldi sleikja sig eða klóra sjer, ef hann vildi opna búrið. Api, sem kent hefur verið að draga frá slá eða lypta loku til þess að komast út, beitir ófrávíkjanlega sömu hand -tökum þegar hann er kominn í nýtt búr og læsingin er þar öll önnur. Með því sýnir hann að hann hefur ofurlitla hugmynd um hvern- ig læsingar eru. En hundur getur ekki leikið þetta gftir. Þótt honum hafi verið kent að opna búr, þá stendur hann ráðalaus, ef önnur læsing er sett fyrir búrið, og verð- ur að læra alveg að nýu hvernig hann á að opna hana. Önnur tilraun er sú að setja mús inn í Völundarhús, þar sem eru margir blindgangar, en aðeins einn gangur liggur inn að miðju og þar er æti, sem freistar hennar. Músin villist í ótal blindganga áður en henni tekst að komast þangað sem ætið er. En undir eins og hún hefur fundið hina rjettu leið þang- að, þræðir hún hana eftir það. — Þetta sýnir þó ekki neinar sjer- stakar gáfur, heldur hitt, að mús- in hefúr minni og man hvar hún hefur áður farið. Það er nokkuð svipað og hitt að hægt er að kenna barni kvæði, sem það skilur ekk- ert í. Minnið er þar á borð við grammófónplötu, sem skilar sífelt því, sem á hana hefur verið tekið. Dýr, sem leysa þrautir á þennan hátt, hafa engan skilning á því hvað þau eru að gera. TAMNING DÝRA Þetta sannast á tilraunum, sem jeg hef gert með hana. Hann var settur í ferhyrnda hænsastíu, sem var stíuð sundur í fjögur hólf, er vjer getum nefnt a, b, c og d. Dyr voru á skilrúmunum milli hólf- an^a og allar opnar nema dyrnar milli a og d. Þar var glerrúða í staðinn fyrir hurð. Nú var haninn settur í a-hólfið, en í d-hólfi var hrúga af korni, sem hann gat sjeð í gegn um glerið. Hann gerði nú hverja tilraunina á fætur annari til þess að komast í gegn um rúð- una. Að lokum sá hann að það var býðingarlaust, en komst þá að því að hann gat komist þangað, sem kornið var, með því að hlaupa í gegn um hin hólfin. Eftir það var hann ekki lengi að velja þá leið, ef hann var settur í a-hólfið. En það kom fljótt í ljós að hann hafði engan skilning á því hvers vegna hann gat komist að korninu á þenn -an hátt. Glerið var nú tekið úr dyrunum milli a og d svo að nú gat hann komist beint inn í d. En fór hann þá leið? Ónei, hann fór hringinn eins og áður. Þótt opin leið væri milli a og d fanst honum nauðsynlegt að fara lengri leiðina til þess að ná í kornið. Jeg hygg að þetta sje ágætt dæmi um það hvað skepnunum er ósýnt um að finna lausn á viðfangsefnum. Satt er það að vísu að sumir menn vinna verk sín umhugsunarlaust, líkt og haninn, en það er undan- tekning. Venjulegast er verksvit vort meir ráðandi en venja og minni, og þess vegna komumst vjer hjá því að gera sams konar fásinnu og haninn, sem fer aðeins eftir minni sínu. Þegar dýr læra að hegða sjer eins og jeg hef nú skýrt frá, þá köllum vjer það tamning. Eígend- ur slíkra dýra þakka það því að þau sjeu vitur, en flestir vísinda- menn eru sammála um að þetta sje aðeins tamning og ekkert hyggjuvit sje þar á bak við. Hinu neitar enginn að skepnur geta haft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.