Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 4
i2 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS heillum og frelsi vill stela oss frá og níðingsvaldi hygst oss hrjá, hyggur okkur til þrælkunar borna. Án vopna viðnám enn þó veitum, frjálsir menn! Og ristum Dönum naprast níð sem nokkur þekkir tíð. En þeir i'ólar sem frelsi vort svíkja og flýja í lið með níðingafans, sem af útlendum upphefð sjer sníkja. eru svívirða' og pest föðurlands. Bölvi þeim ættjörð á deyanda degi, daprasta formæling ýli þeim strá, en brimrót, fossar, f jöllin há, veiti frið stundar-langan þeim eigi; frjáls því að íslands þjóð hún þekkir heims um slóð ei djöfullegra dáðlaust þing* en danskan íslending. Lúta hljótum vjer lægra í haldi, lýtur gott mál, því ofbeldi' er ramt! En þótt lútum vjer lyddanna valdi, lútum aðeins nauðugir samt! Frelsisins sjálfir ei flettum oss klæðum, frjálsir vjer samþykkjum aldregi rangt! Því víst oss hefnt þess verður strangt! von um uppreisn** oss heitt brenni' í æðum! Það þussa þjóð er geymt, sem þeygi oss er gleymt! Því ristum Dönum naprast níð æm nokkur þekki tíð. * þing = hlutur. Höf. ** uppreisn. = viðreisn (málavorra). Höf. Aftast í þessu blaði stóð svolát- andi klausa: „Næsta blað kemur út 1—2 dögum eftir komu póstskips." Það blað kom aldrei. íslendinga- bragur varð banabiti „Baldurs", og segir nú næst frá því með hverjum hætti það varð. RITGERÐ um J6n Ólafsson sem skáld, birtist í „Iðunni" og er eftir tengdason hans dr. Á. H. Bjarna- son prófessor. í þeirri grein segir svo: „Sjaldan hefur meiri skruggu slegið niður á voru landi en þegar íslendingabragur kom á prent. Fyrst urðu menn alveg orðlausir, klumsa. Að nokkur skyldi þora að yrkja og tala svona! En svo hljóp kvæðið eins og eldur í sinu um endilangt ísland og vakti mönnum hug og djörfung. Það var því kvæði að þakka, segja kunnugir menn, að stjórnarbótin varð að áhugamáli almennings og jafnvel höfðingj- arnir sjálfir brostu í kampinn yfir því. En auðvitað vildi enginn styrkja Jón opinberlega í stríðinu er valdhafarnir veittust að honum. Og þó átti kvæði þetta fullkomið erindi í heiminn. íslendingabrag- ur fór um landið eins og eldibrand- ur, og Jón var ofsóttur fyrir. Aldr- ei hefur hann líklega átt sökóttara á ævi sinni". Eins og fyr segir kom blaðið með íslendingabrag hinn 19. mars, en það var ekki fyr en tveimur dög- um seinna að yfirvöldin áttuðu sig á því hvílíkur háski hjer var á ferðum. Þá skipaði Hílmar Finsen stiptamtmaður svo fyrir að bæjar- fógetinn í Reykjavík, Árni Thor- steinsson, skyldi höfða opinbert sakamál á hendur Jóni Ólafssyni, vegna þess að greinin og kvæðið í „Baldri" „innihaldi orðatiltæki, sem álíta verði mjög svo ótilhlýði- leg og stríðandi á móti 5. og 6. grein tilskipunar 5. maí 1855" — (prentf relsistilskipunar). Báðar hinar tilvitnuðu greinar f jalla um drottinssvik, hin fyrri um það, ef einhver eggjar á prenti til uppreistar gegn kónginum, en hin um það ef maður drótti því á prenti að kónginum að hann hafi framið ranglátar eða svívirðilegar athafnir, eða leyfir sjer smánandi dóma eður orðatiltæki um kóng- inn sjálfan, eða fari um hann meið* andi orðatiltækjum o. s. frv. En um alt þetta taldi stiptamtmaður að Jón hefði gert sig sekan. Rannsóknardómarinn byrjaði á því að athuga hvort blaðið skyldi gert upptækt, til þess að hefta út- breiðslu þess og lestur. En sá varð úrskurður hans, að þetta skyldi ekki gert, „því að þótt innihald þessa númers af „Baldri" að vísu sje mjög ótilhlýðilegt, þá muni rit- gerðin tæplega hafa þau áhrif á almenning, að hætta sje af búin, enda hafi svo miklu af þessu núm- eri blaðsins þegar verið út býtt og út sent áður en skipunin um sak- arhöfðum kom fram, að útbreiðsla og lestur blaðsins ekki mundi geta stöðvast nema að litlu leyti." DAGINN eftir að þetta gerðist kölluðu stiftsyfirvöldin fyrir sig Einar Þórðarson forstjóra eða ráðs- mann Landprentsmiðjunnar, en yfirstjórn prentsmiðjunnar var í höndum stiftsyfirvaldanna. Er svo að sjá, sem þau hafi grunað Einar um það að hann væri eitthvað rið- inn við útgáfu „Baldurs". Yfir- heyrslum þeirra svaraði Einar þannig, að ekki væri hann útgef- andi blaðsins og ekki hefði hann útgáfu þess á hendi fyrir aðra. En hann viðurkendi að hann væri um- boðsmaður ritstjórans (sem þá var enn ófullveðja). Þá er mælt að stiftsyfirvöldin hafi harðbannað honum að hafa nokkur afskifti af útgáfu blaðsins framvegis. Enn- fremur bönnuðu þau honum að prenta blaðið, nema samningur um það væri gerður við rjettan útgefanda, og skyldi í þeim samn- ingi engin tilslökun eða vægð sýnd af prentsmiðjunnar hálfu. Bendir þetta til þess, að stifts- yfirvöldin muni hafa viljað kom- ast að því hverjir það væri, er styrktu Jón til útgáfunnar, en um það stóð ekki annað í blaðinu en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.