Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSXNS yrði hafnað, þá mundu Danir ger- ast enn verri viðfangs. Segir „Þjóð- ólfur" svo um það á eftir: „Og jafnt sem þeim herrum kon- ungkjörnu og þingmanni Rangæ- inga var ekki hægt að mæla stjórn- arfrv. bót með nokkrum skynsam- legum rökum, því engum manni er hægt að verja helbert ranglætið, svo voru þeir og sannarlega ekki öfundsverðir af því, og verða ekki, hvorki lífs nje liðnir, á meðan ræð- ur þeirra um þetta mál eru til sýnis í Alþingistíðindunum, hvern- ig þeim tókst að halda uppi vörn- um fyrir stjórnina." Málinu lauk svo, að þingið beidd- ist þess með 15:11 atkvæðum „að hans hátign láti frumvarp það, sem fyrir þingið var lagt um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu, ekki há lagagiídi." Eh í ágreiningsáliti sínu til kon- ungs komst minni hlutinn (hinir 6 konungkjörnu og þm. Rangæ- inga) svo að orði: „Minni hlutinn álítur ákvarðanir frv., er einskorða hina stjórnar- legu stöðu íslands í ríkinu, yfir höíuð eðlilega og í góðri samhljóð* an við stjórnarfyrírkomulag ríkis- ins, eins og minni hlutinn eigi heldur fær betur sjeð, en að sú staða, sem landinu er þannig ætl- að að fá í ríkisheildinni í engu skerði hin sjerkennilegu lands- rjettindi þess" ATBURÐIR þessir urðu síður er. svo til þess að mýkja hug íslehd- inga í garð Dana, ög mátti víst með sanni segja áð Öll alþýða fylgdi Jóní Sigurðssyni að málum óg for- dæmdi þessa ínnlimunartilraun. Þá voru aðeins tvö blöð hjer, „Þjóðólfur" og „Baldur". Um af- etöðu „Þjóðólís" rr.á sjá á bví cerr. á ur.4s.tt er íarið, ehda var Jór. Cjfuðaiundsson rit&tjóri $2táf fylg» ismáður f©rsetah6 og hihh skelegg- asti í sjátfst^ðismáluíh þjóðanaa- ar. „Baldur" var yngra blað, að- eins tveggja ára gamalt. Var talið að útgefandi þess væri „Fjelag eitt í Reykjavík". Ábyrgðarmaður að fyrsta árgangi var Friðrik Guð- mundsson, en ritstjóri annars ár- gangs var talinn J. P. H. Guðjohn- sen, Tjarnargötu 3. Með þriðja ár- inu, sem hófst 1870, tekur svo Jón Ólafsson við ritstjórn blaðsins, þá tæplega tvítugur að aldri. En af Öllum var talið að hann hefði verið stofnandi þess og aðaldriffjöðrin í því ellan tímann. Sjest það og á ávarpsorðum hans er hann tekur við ritstjórn: „Um sjálfan mig skal jeg vera fáorður. Flestir lesendur mínir þekkja mig að nafni, en þeir, sem vilja þekkja mig nákvæmar, verða að þekkja mig af því hversu jeg kem eftirleiðis frahi í bíagi þessu. Jeg hef reyndar átt eigi lít- inn þátt í „Baldri" frá upphafi (jeg hef meðal annars ritað alt það, sem merkt var stöfunum „í-S-n" og margt fleira í honum) eins og uppruni blaðsins á ef til vill eitt- hvað skylt við mig." Hann valdi blaðinu þessi eínk- unnarorð undir sinni ritstjórn: „Sest ryk á sannleikann, ef sóp- ara vantar," og hann ætlaði sjer að vera slíkur sópari. Og ekki vant- aði það að hann yrði þegar nógu aðsópsmikill. Hinn 19. mars, daginn fyrir tví- tugsafmæli ritstjórans, kom út 4. tölublað undir ritstjórn hans. í því birtist kvæðið íslendingabragur og á uhdan því grein, sera nefndist: „Stjórnarmenn m> „Danskir ísléná- ingar" — Danir". Ög Vegha þess, sem á eftir fór, er ftauðsyhlegt að birta hjer útdrátt úr greininni: „Vjer heyrum oft talað um „stjórnax'menn", „danska íslend ínga" o. s. frv. Hvað skiljum vjer við bessi höfn? Hvernig eru þau ?jett skilih?— ^ess ber vél að g«pta, að p&tát étu ekki stjórhéhd- ur vorií, iieldur konunguriorx. Bn þeir, sem kallaðir eru „stjórnar- menn" fylgja ekki konunginum ... nei, þeir eru oss sjaldnast eins velviljaðir og hans hátign er; en þeir fylgja ríkisþingi Dana og skoð- unum hinnar dönsku þjóðar; en Danir eru, eins og alment er við- urkent, fæddir fjandmenn vorir, svo að það er gamalt í landi voru og meðfætt oss íslendingum, að hata böðla vora (Dani) eigi síður en vjer virðum og elskum konung vorn. Þessa menn, er þannig berj- ast í liði fjandmanna vorra á móti ættjörð sinni, er rjett að nefna „danska íslendinga".... Eigi má setja þá alla á eitt band, er fylgja líkri skoðun, því að það gelur verið stór munur á hvernig menn fara að því. Vjer getum því virt menn, hverri skoðun sem menn fylgja, þegar þeir gera það af sannfær- ingu, eri fýrirlitið hina, hverri skoðun sem þeir fylgja, sem gera það augljóslega af óhreinum hvöt- um; þá skuíum vjer einu nafni kalla „danska íslendinga", þvl áð vjer höfum ástæðu til að hata þá eins og þeir væru danskir; en Dani höfum vjer ástæðu til að hata fyrir það, að þeir gera oss alt til mót- gangs___Um kvæðið, sem á eftir fer, skal jeg fátt tala. Það ber með sjer við hvert tækifæri það sje kveðið, og mun þá flestum auð- skihð. Vjer höfum sett lagið við það á nótur, þar eð það er bæðí fagurt og frægt, svo að menn.geti numið það___" . '^> í^lendingabragur ; orktur sumarið 1869, þá er stjóm- arbótarmálsfrumvörpih lágu fyrir alþingi. Lag sem við Massiliu-brag (Le Marseillaise.) Vakið, vakið: Verka tíl kveður váleg yður nú skelfinga tíð; VakniS ódeigurn ýmishug roeður: Ánauð búin er frjálsbornum lýð! Þjóðin hih arma> hamingju norlna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.