Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLADSINS M í holuna, raðaði þeim þar við og batt þau með kirtlasafa og vef. Þannig helt hún áfram þangað til komin var hringmynduð hurð, sem fell alveg fyrir dyrnar. Þessi vinrfu- brögð voru stórfurðuleg. Og þá vandvirknin. Rækílega var gengið frá hverju einasta korni, og þegar hurðin fór að stækka, feldi köngul- óin hana hvað eftir annað að holu- munnanum með miklum erfiðis- munum, en þetta varð til þess að hurðin fell betur að þegar verkinu var lokið. DÝR GETA LÆRT Ef þjer spyrjið mig nú um það hvort hvatúð dýranna hafi smám saman þroskast á miljónum ára, bá er ekki hægt að gefa neitt full- nægjandi svar við því. Vjer verð- um að viðurkenna hreinskilnislega að vjer skiljum þetta ekki. Fram- úrskarandi vísindamenn hafa ekki getað leyst þá gátu. En vera má að menn komist að þessu í framtíðinni með nógu miklum og nákvæmum tilraunum. Þá ætla jeg að minnast á annan hæfileika dýranna, en hann er sá, að laga sig eftir umhverfinu. Það hafa þau lært á ýmsan hátt. Barn- ið verður að læra að ganga, það verður að læra að nota hendur og fætur, það verður að læra að hand- leika óteljandi hluti. Auk þess verð -ur það að læra að tala og skilja mál, til þess að geta tileinkað sjer bekkingu og reynslu fyrri kynslóða. Dýrin verða líka að læra ýmislegt, sem þau kunna ekki frá fæðingu. Hvolpurinn verður að læra að ganga alveg eins og barnið. Hund- ur varð fyrir því slysi að missa tvær lappir af slysi, en hann lærði að ganga á tveimur og getur hlaup- ið og stokkið líkt og ferfættur hundur. Að sumu leyti er mikill munur á því hvernig menn og dýr læra Barn gæti ekki lært málið, nema það væri fyrir því haft. Til er saga um egypskan konung í fornöld, sem langaði til að vita hvernig hið frumstæðasta mál gæti verið. Þess vegna lagði hann svo fyrir að nokk- ur ungbörn skyldi alin upp með geitum. Jeg kann ekki niðurlag sögunnar, en það veit jeg með vissu, að hafi börnin tórt, þá hafa þau ekki l'ært annað mál en geita- mál, vegna þess að börn læra að- eins það mál, sem þau heyra talað. En hvernig læra þá dýrin sitt mál? Þjer hafið sjálfsagt tekið eftir því að margir fuglar virðast eiga mál og geta skilið hver annan. Hafa þeir þá lært það í æsku af full- orðnum fuglum? Til þess að fá svar við þessu skulum vjer athuga mál hænsanna. MERKILEGAR ATHUGANIR A HÆNSAMÁLI Hver sá, sem kynst hefur hæns- um, hefur eflaust tekið eftir því, að þau reka upp margskonar hljóð og sitt við hvert tækifæri. Norski vísindamaðurinn Schj elderup-Ebbe rannsakaði þetta mál hænsanna rækilega og komst að þeirri niður- stöðu, að hæns gefi frá sjer átta mismunandi hljóð. Fyrst er eggja- hljóðið, annað er viðvörunarhljóð, hið þriðja reiðihljóð og svo fram- vegis. Öll þessi breytilegu hljóð hafa mikla þýðingu í fjelagslífi hænsanna. Nú langaði Schjelderup -Ebbe til þess að vita, hvort ung- arnir læra þetta mál af hinum eldri, með því að líkja eftir þeim, eða hvort þetta mál er hænsunum eig- inlegt og alls ekki þurfi að hafa það fyrir þeim. Til þess að komast á snoðir um þetta tók hann 90 hænuunga, og skifti þeim í þrjá jafna hópa. (Hann fekk sjer líka jafn marga unga af hanakyni, en vjer skulum láta nægja að tala um tilraunir hans með hænurnar.). Fyrsti hópurinn var tekinn beint úr útungunarvjel og alinn upp fjarri ö^lum öðrum hænsum, svo að engrnn unginn gat heyrt hljóð í hænsum. Næsti ^ópu var einni j tekinn úr útunguricuvjei, en alinn upp svo nærri fullcxðnum hænsum að hann gat heyrt til þeirra. Þriðji hópurinn var látinn vera ttteð fuU- orðnum hæruurn. Srhjelríerup- Ebbe gaf nú nákvæmar gætur að hverjum einstökum unga i hverj- um hópi til þess að vita hve fljótt þeir lærðu málið. Hann l:vnst þá að raun um það að nr.gr.rr .• í fyrsta hópnum þurftu a eðaltali 241 dag til þess að tilemca sjer 911 átta hljóðin, sem áður voru nefnc1. Ung- arnir í öðrum flokki bu'-ftu ?4?. daga að meðalíali, og i.ng_rnír í þriðja hópnum 248 dar;a. Hjer er ósköp lítill munur á, en það er þó aðgætandi, að ungarnir í fyrsta hópnum, sem aldrei sáu íullorðin hæns nje heyrðu í þeim, urðu fyrst- ir altalandi. — Schjelderup-Ebbe komst því að þeirri niðurstöðu að hænsin lærðu ekki málið af því að það væri fyrir þeim haft, heMur hafi hver ungi það í sjer og það komi fram í honum án þess að hann læri að líkja eftir þeim, sern eldri eru. Á þessu má sjá hver regin- munur er á því hvernig hæns og börn verða talandi, því að börnin læra málið af öðrum. Hafi það ekki verið tilviljun ein, að ungarnir, sem aldrei heyrðu í fullorðnum hænsum, voru altalandi á undan hinum, þá gæti það ef til vill stafað af því að meðfæddir hæfileikar þeirra hafi þroskast bet- ur vegna þess að b-:ir urðu ekki fyrir neinum truflununi af eldri hænsum. Árangurinn varð hina sami með hanana hjá Sehjeic ::up- Ebbe, með einni undantekningu þó. Þeir ungarnir, sem heyrðu í full- orðnum honum, urðu fyrrí til að læra að gala.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.