Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 2
30 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS apríl 1794 að hún skyldi leggjast niður 6. júní þá um sumarið og söfnuðurinn sameinast dómkirkju- sömuðinum, „vegna þess að söfn- uourinn mun með miklu meiri ár. egju sækja dómkirkjuna en hina, og með því vinst einnig, að þá verður hægt að messa miklu oftar í dómkirkjunni, öllum til góðs, bæði báðum söfnuðunum og skólasveinum í latínuskólanum. — En þeir, sem heima eiga í Viðey og hafa sótt kirkju að Laugarnesi 1 þegar ekki er messað í eynni, eru hinir einu, sem bíða tjón við það ' að Laugarneskirkja er lögð niður.“ Lleð tilliti til þess var því svo fyrir mælt, að hjer eftir skyldi messa 4. hvern helgidag í Viðey. í Um eignir Laugarneskirkju var svo fyrir mælt, að helmingur kú- gildanna (3) skyldu falla til dóm- 1 kirkjunnar og prestur hafa leigur af þeim. Kirkjugripir og messu- 1 klæði skyldu gefin næsta fátækum ! presti og kirkju eftir ákvörðun ' biskups. Klukkurnar skyldi selja á 1 uppboði og andvirði þeirra ganga til fátæklinga í sókninni. Sjóður kirkjunnar og andvirði fyrir timb- ; ur úr hinu rifna guðshúsi, skyldi Jeggjast í jarðabókarsjóð. Með þessari ráðstöfun bættust ' ellefu bæir við kirkjusókn Reykja- I víkur. En svo komst hin nýa dómkirkja upp og var vígð 1796, og hafði þá ' verið 8 ár í smíðurn. Hún varð 1 mörgum sinnum dýrari en ráð ‘ hafði verið fyrir gert, svo að flest- ! um blöskraði, og þá eigi síst stjórn- 1 inni. Var það því aðallega af sparn- ! aðarástæðum að árið eftir var 1 ákveðið að leggja Neskirkju niður, • enda þótt hún væri nýleg og hið [ stæðilegasta hús. í konungsboð- * skap um þetta, út gefnum 26. maí ' 1797 segir, að úr því að dómkirkjan 1 sé komin, sé Neskirkja nú jafn ! óþörf og Laugarneskirkja hafi ver- ^ jð, þar sem hún er ekki nema tvær fallbyssuskotslengdir frá dómkirkj- unni og vegurinn þar á milli góður alt árið.“ — Því ákveðst að Nes- kirkja skuli rifin, klukkurnar seld- ar á uppboði til styrktar fátækling- um í sókninni. — Kirkjuviðirnir skyldu seljast á up>pboði, skuldir hennar greiddar með því fje, en það sem afgangs væri skyldi renna til dómkirkjunnar. Kirkjugripir skyldu gefnir næstu fátækum kirkj um, eftir ákvörðun biskups. Kirkjan átti tvær jarðir á nes- inu, Bygggarð og Bakka, og var svo ákveðið að þær skyldi leggjast til dómkirkjunnar og þangað skyldu flytjast 2 kúgildin af þeim, er kirkjan fekk hjá Laugarneskirkju og setjast sitt á hvora jörð. Áttu dómkirkjupresti svo að greiðast af þeim árlegar leigur í smjöri, en af þriðja kúgildinu skyldi hann fá 1 rdl. 40 sk. af árlegum tekjum dóm- kirkjunnar. Út af þessum kúgild- um varð síðar mikið vafstur og rekistefna, því að bændur neituðu að taka við þeim, og hafði prestur því engar nytjar þeirra. Ekki var Neskirkja rifin á því ári og forsjónin sá fyrir því að menn losnuðu við slíkt umstang, og mas við að koma kirkjuviðun- um í peninga. Kirkjan fauk i „Bás- endaveðrinu" mikla í ársbyrjun 1799. —★— Þá var prestur hjer í Reykjavík sjera Brynjólfur Sivertsen. Hann hafði fengið það embætti þegar Geir Vídalín varð biskup. Sjera Brynjólfur var fæddur að Hlíðarenda í Fljótshlíð 13. des. 1767, sonur Sigurðar yngra land- þingsskrifara, Sigurðssonar eldra landþingskrifara og sýslum. í Ár- * í brjefi, sem skrifað er að Saurbæ á Kjalarnesi 3. júlj 1857 segir svo: í kirkjugarðinum hjer í Saurbæ er nú aðeins einn legsteinn. Hann hefur verið búinn til yfir landþingskrifara og sýslu- nessýslu, er dó að Saurbæ á Kjalar- nesi 1745.* Brynjólfur misti föður sinn er hann var 13 ára að aldri (hann átti mörg systkin, þar á meðal voru þær Ragnheiður miðkona sjera Mark- úsar Magnússonar í Görðum og Halldóra kona Gísla rektors Thorla cíus). Honum var komið í Skál- holtsskóla, er hann hafði þroska til, og var þar þangað til skólinn flutt- ist til Reykjavíkur, og útskrifaðist úr Hólavallaskóla 1788. Árið eftir sigldi hann til háskóians í Kaup- mannahöfn, lauk þar heimspeki- prófi og tók svo að lesa guðfræði, en neyddist til að hætta námi sök- um fátæktar. Kom hann svo til ís- lands 1795 og þá um haustið setti Hannes biskup Finnsson hann „prokonrektor“ við Hólavallaskóla. Segir Árni biskup Helgason að hann hafi sama sem verið flæmd- ur þaðan, „því hann var svo gamal- dags að hann vildi innleiða þá gömlu Disciplin.“ Árið 1797 varð Geir Vídalín bisk- up og setti hann þá Brynjólf eftir- mann sinn sem dómkirkjuprest.Var mann Sigurð Sigurðsson og konu hans Málfríði Einarsdóttur. Fyrir ekki all- mörgum árum var steinn þessi í út- norðurhorni kirkjugarðsins, en var færður þaðan af því að sjór hafði brot- ið svo framan af bakkanum, sem garð- urinn stendur á, að vesturveggur hans varð að færast ofar. Hefði steinninn því ekki verið færður úr sínum upp- haflega stað, væri hann nú mestallur innundir kirkjugarðsveggnum. Nú er steinn þessi fyrir framan kirkjudyrnar. Hann er í stærra lagi, hefur vcrið vand- aður mjög og er enn óskemdur að mestu leyti. Á öllum hornum hans eru úthöggnar myndir, sem eru sumar orðn ar svo máðar, að ekki yerður vel sjeð hvað þær eiga að merkja. Þó mun það eiga að vera: kompás, hönd sem skrif- ar, metaskálar og stundaklukka. Graf- letrið er á latínu.... Sá, sem afskrifaði það, heldur að steinninn hafi verið bú- inn til í lifanda lífi konunnar, af því að eyða stendur fyrir tölunni við dauða dag og aldursár þetutar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.