Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 14
r 42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að vera túlkar og leiðsögumenn. \ Og svo eru flestir önnum kafnir við að fegra og laga til svo að ! hátíðagestunum lítist Sem bezt á sig í Finnlandi. Hætt var við að gestunum mundi þykja óhandtérlegir seðlarnir okk- ar, sem eru gríðarlega stórir en hafa lítinn kaupmátt. Til þess að bæta úr þessu hefir Finnlands- banki látið slá nýa silfurmynt, sem jafngildir 500 marka seðli. Hún kemur í umferð um mánaðamótin marz-apríl, og verður sennilega eftirsótt af safnendum. Helmingur- inn af Olympíu-frímerkjunum finnsku er þegar kominn á mark- aðinn, en hinn helmingurinn kem- ur í febrúar og er hærra verð á þeim, því að burðargjald hækkaði hér um nýárið. Það er eins og verð á öllu fari síhækkandi í þessu landi. Oftast er það stjórnin, sem gengur þar á undan, en skorar jafnframt á alla framleiðendur að hækka ekki vöruverð. Talsíma- og ritsímagjöld hafa hækkað og einnig fargjöld með járnbrautum. Verð á brauði og mjólk hefir hækkað. IIERNAÐAR SKAÐABÆTUR Þetta nýbyrjaða ár verður merkilegt í sögu Finnlands á marg- an hátt. Það er seinasta „hernaðar- skaða-bóta-árið“, því að í septem- ber eiga Finnar að greiða Rússum seinustu afborgun. Eins og kunn- ugt er voru Finnar skyldaðir til þess með friðarsamningnum 1944 að greiða Rússum 300 milljónir dollara í hernaðarskaðabætur, með því gengi er þá var á doll^r. Máttu þeir greiða þetta á 'sex árum. Seinna féllust Rússar á að lækka skaðabæturnar nokkuð og fram- lengja afborgunartímann svo að hann varð átta ár. Fram að þessu hafa Finnar greitt 216 milljómr dollara í allskonar vörum, og eru það 95% af hinni endanlegu upp- hæð. Komi ekkert óvænt fyrir, svo sem verkföll (sem stundum hafa orðið til þess að tefja greiðslur, svo að vér höfum orðið að greiða sekt- ir) þá verður öll upphæðin greidd á réttum gjalddaga. Nokkuð af þeim vörum, sem vér eigum að afhenda á þessu ári, höf- um vér þegar afhent og enn fleiri eru tilbúnar til afhendingar. Af vörum, sem vér afhentum árið sem leið, má nefna: 65 eimvagna, 51 almenningsvagn, 15 stóra lyftu- hegra, 60 minni hegra, 170 skála sem flytja má, 2 verksmiðjur til að smíða timburhús, 1 krossviðar- verksmiðju, 14 dráttarbáta, 9 pramma, sem bera 2000—3000 smá- lestir, 1 gufuskip 3200 smál., 1 nýtízku togara, 32 pramma 1000 smál., og 6 timburskip. Árið þar áður voru send héðan 83 skip til Rússlands upp í hernaðarskaða- bæturnar. í fyrra námu greiðslurn- ar 11,4 milljónum dollara, þar af % í skipum og í vélum. Það má nærri geta hve erfiður baggi þetta hefir verið fyrir hina finnsku þjóð, en það er henni heið- ur að hafa staðið við skuldbinding- ar sínar og geta nú losað sig við þær á þessu ári. En þá koma ný vandamál til sögunnar. Það er um að gera að verksmiðjurnar, sem framleitt hafa handa Rússum á undanförnum árum, hafi nóg að starfa áfram, en hyar fæst þá mark- aður fyrir framleiðslu þeirra? Málmiðnaður Finna, sem var til- tölulega lítill fyrir stríð, hefir vax- ið stórkostlega á þessum árum, og nú er að finna nýa markaði fyrir hann, svo að ekki aukist atvinnu- leysi í landinu. Að vísu hafa Rúss- ar boðizt til þess að kaupa fram- leiðsluvörur vorar, framvegis. Paasikivi, forseti finnska lýð- veldisins, sagði í nýársræðu sinni, að nú mætti fara að vænta þess að hagur Finna færi batnandi. Og sjálfsagt verður það, þegar öll vor störf koma oss sjálfum að gagni. EKKERT ER NYTT EKKERT er nýtt undir sólunni, ekki einu sinni hin nýa Ijóðagerð, sem þeir kalla „atom-skáldskap“. Þessi Ijóða- gerð var til í Gyðingalandi fyrir þús- undum ára, eins og sjest á þessu ljóði Jeremíasar spámanns: Æ, hversu blakt ■> er gullið orðið, umbreyttur málmurinn dýri. Æ, hversu var helgum steinum fleygt út á öllum strætamótum. ( Zion-búar \ *' hinir dýrmætu, jafnvægir skíragulli, hversu voru þeir metnir jafnt sem leirker, jafnt og smíð úr pottara höndum. Jafnve' rjakalarnir bjóð-. júgrið og gefr. hvolpum sínum að sjúga, en dóttir þjóðar minnar er orðin harðbrjósta eins og strútsfuglarnir í eyðimörkinni. Tunga brjóstmylkingsins loddi við góminn af þorsta, börnin báðu um brauð, en enginn miðlaði þeim neinu. Þeir, sem vanir hafa verið ^ að eta krásir, N , örmagnast nú á strætunum, þeir, sem bornir voru \ á purpura, ' * faðma nú , < • t ' myxjuhauga. Af þessu má sjá, að ekki er rjett að tala um „atom“-skáld. Miklu fremur mætti tala um Júðaskáld eða hreint og beint Jeremiasarskáld. 't ii,- 61 Aumingja Hanna og Elsku Rut í leikhúsinu snudda. Og Dóri fékk þar fékna hlut, ,1 svo fylltist mannsins budda. Hve gott og fagurt ætíð er ý ef Imyndunarveikin fer. f, Við giftum okkur, Gudda. íbl. Gíslason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.