Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 33 fátækur prestur, sem þeim þótti eigi líklegur til þess að reisa rönd við vilja borgaranna. Það var sjálf- sagt nóg að gefa honum í skyn að tekjur hans mundu aukast við þessa nýbreytni. Og sem kenni- maður gat hann varla haft á móti því að prjedika yfir hinum dönsku borgurum eins og hinum íslensku. Þeir hafa máske alls ekki gert ráð fyrir því, að hann yrði spurður, hvort honum líkaði þetta betur eða ver, en þá hafa þeir getið vilt. — ★ — Stiftsyfirvöldin höfðu brjef bæ- arfógeta til athugunar í tvo mán- uði. En hinn 7. mars sendir biskup svo brjefið til dómkirkjuprests og ritar með brjef, þar sem hann segir að stiftsyfirvöldin telji nauðsynlegt að leita áhts hans áður en þau geri nokkrar tillögur í þessu máli. Biður hann dómkirkjuprest að svara sjer hið allra fyrsta og gera tillögur um hvernig hægt sje að verða við þessari beiðni án þess að í voða sje stefnt sáluhjálp þeirra safnaðarmanna, sem skilja ekki dönsku. Eftir rúman hálfan mánuð kom svar sjera Brynjólfs, dagsett 25. mars, og er ekki vitað hvers vegna hann hugsaði sig svo lengi um, en sennilega hefur hann leitað ráða hjá einhverjum góðum mönnum um hve djúpt hann ætti að taka í árinni í svari sínu. Hitt mun hon- um hafa verið fyllilega ljóst hvað- an alda þessi var runnin og hver tilgangurinn var, og verið einráð- inn í því að mótmæla breytingunni. — Honum ofbauð ósvífni hinna dönsku borgara. Hann vissi vel hvernig þeir voru innrættir. Hann svaraði biskupi því, að ekki kæmi til neinna mála að verða við tilmælum bæarfógeta. Hann benti á að sjer bæri skylda til að messa í Viðey fjórða hvern sunnu- dag, og þeir dagar drægist frá messudögum í Reykjavík. Og ef svo ætti að messa á dönsku í annað hvort sinn í Reykjavík, þá væri það óforsvaranleg ráðstöfun gagn- vart íslendingum og mundi draga mjög úr kristilegri fræðslu ung- menna. Hann benti á, að í sókninni (að undanskilinni Viðey) væri þá alls 879 sálir og af þeim væri ein- ungis 63, ungir og gamlir, af dönsku bergi brotnir, eða 14. hver maður. Margir þeirra skildu vel ís- lensku, og því hefði þeir miklu ‘ meira gagn af að hlusta á íslenska guðsþjónustu heldur en flestir sóknarmanna að hlusta á danska guðsþjónustu. Og það væri alls ekki til of mikils mælst að ætlast til þess að þeir Danir, er tæki sjer bólfestu hjer, lærðu svo mikið í tungu landsmanna, að þeir gæti skilið íslenskar guðsþjónustur og haft þeirra full not. Hann benti og á, að ef guðsþjónusta færi fram á dönsku annan hvorn sunnudag, mundi draga mjög úr kirkjusókn. En vegna þess, að hjer væri nokkr- ir Danir, sem ekki skildu íslensku og hingað kæmi á sumrin margir danskir sjómenn, þá teldi hann það skyldu sína að prjedika yfir þeim einstaka sinnum. Þegar er biskup hafði fengið svar sjera Brynjólfs, skrifaði hann Kan- sellí og sendi því jafnframt brjef bæarfógeta og umsögn prestsins. í brjefi sínu segist hann fallast á þá skoðun bæarfógeta að æskilegt sje að danskar guðsþjónustur sje haldn ar hjer fyrir búsetta Dani og sjó- menn er hingað komi, en meðan sú skipan haldist, að prestur verði að messa í Viðey fjórða hvern sunnu- dag, þá komi ekki til mála að mess- að sje oftar á dönsku í Reykjavík en 5. hvern sunnudag. Annars telur hann að óþarfi sje að messa í Viðey, því að þar sje ekki nema 40—50 manns á búinu og ekki sje nema hálf míla þaðan til Reykjavíkur. — Hann bendir á að í Reykjavík sje ekki nema 10. hver maður danskur og það sje hætt við að hinir 9/10 hlutar sóknarbarnanna muni mjög sjaldan eða máske alls ekki sækja kirkju þegar messað væri á dönsku, vegna þess að þeir skildu ekki dönsku og mundi það verða til að draga úr guðrækni þeirra, einkum unglinganna. Að lokum kveðst hann ekki efast um að Danir hjer í bænum greiði prestinum sómasam- lega fyrir það aukna ómak, sem hann geri sjer með því að prjedika á dönsku. Eins og sjá má á þessu hendir Geir biskup á lofti það sem Fry- densberg hafði gefið í skyn, að þessi breytta skipan yrði til þess að auka tekjur prestsins. En hann gengur fram hjá því að sú tekju- aukning komi fram vegna þess að Danir greiði fúslegar gjöld sín til prests og kirkju, heldur gerir hann beint ráð fyrir því að Danir greiði honum aukaþóknun fyrir hinar dönsku messur og með því er á- kveðið að þær sje aukaverk prests- ins. En til þess ætlaðist hvorki bæ- arfógeti nje hinir dönsku kaup- menn. Á hinn bóginn slær sjera Brynj- ólfur úr hendi bæarfógetans höfuð- ástæðuna, sem hann færði máli sínu til stuðnings. Bæarfógeti hafði haldið því fram að það væri til þess að auka og efla trúarlíf í land- inu, að hann færi fram á að messað væri annan hvorn sunnudag á dönsku. En sjera Brynjólfur sýnir fram á að það muni hafa þveröfug áhrif, allur þorri sóknarmanna skilji ekki dönsku og muni afrækja kirkjuna og því yrði seinni villan verri hinni fyrri. Gegn því var ekki hægt að mæla, þar sem hann tjáði sig þó fúsan til að veita hinum dönsku safnaðarmönnum nokkra úrlausn. Þótt honum hafi verið það óljúft að beygja sig fyrir kröfu hinna dönsku borgara, þá gat hann ekki sem prestur neitað þeim al- gjörlega um að prjedika einstaka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.