Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 10
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
{ S8
Danskur loftskevtamaður frá Danmerkurhöfn og tvar
gagns. Faðir hans er bankastjóri
í Þrándheimi og mun vel fjáður,
en Kasper, sem er sjálfboðaliði í
' brezka flughernum, er hér í orlofi
' sínu. Hann segir mér að afi sinn
hafi verið Sundför, kaupsýslu- og
útgerðarmaður, telur hann hafa átt
hús og verstöð einhvers staðar á
Austfjörðum, en kann þó ekki nán-
ar frá að greina. Allir taka þeir
mér af hinum mesta ljúfleik, bjóða
mér kaffi og brauð, gefa mér stærð-
ar lax, sem ég ætla að senda til
Kaupmannahafnar með Gullfossi
á morgun, og áðan færði Ivar mér
horn af sauðnauti til minja um
komuna.
F -—----------
RABBAÐ í VEIÐIKOFA
Við sátum áðan, allir fimm, inni
í kofa og röbbuðum saman. Þeir
spurðu mig frétta af íslandi og
endurguldu með veiðisögum héðan
frá Grænlandi. Þeir sögðu mér um
Alpagondólinn og söguna af
kammerherranum, sem kom í sínu
fínasta stássi hingað í heimsókn til
dönsku veiðimannanna. Þeim þótti
hann full vel til fara og urðu sam-
mála um að buxurnar hans væru
full vel pressaðar. Refaskyttan,
sem bar hann í land úr bátnum,
hrasaði, svo að þeir duttu báðir
kylliflatir, kammerherrann og
hann. Hverjum getur ekki orðið
fótaskortur? En þar sem sá gler-
fíni herra og hofðingsmaður stóð
þarna holdvotur í flæðarmálinu,
þá vék burðarmaður sér að honum
og sagði: „Þér hafið þó ekki vökn-
að herra minn?“ Hér þýðir nefni-
lega ekki að vera með neitt tildur
eða fínheit. Sá, sem ekki vill vera
hér skítugur og skeggjaður, á ekk-
ert erindi til veiðimanna austur-
strandarinnar. Hér stoðar enginn
kammerherradómur. Hér geta
menn líka orðið hálfgerðir harð-
jaxlar, eins og gamli veiðimaður-
inn, sem búinn var að vera hér öll
sín manndómsár og vildi helzt vera
einn, en var neyddur til að taka til
sambýlis vesalings húsgagnasmið,
sem ætlaði að verða hér einn vetr-
artíma og afla fjár, svo að hann
gæti gift sig. Gamli þrjóturinn
kvaldi félaga sinn, unz hann hljóp
írá honum um hánótt, aleinn út í
myrkrið, hljóp og hljóp, þangað til
hann kom að lokum til næstu
veiðistöðvar, en þá var hann orð-
inn geðveikur, aldrei beinlínis óð-
ur, en haldinn hinum undarleg-
ustu firrum, svo sem þeirri, að
hann gæti mokað nóttinni í sjóinn,
og þess vegna stökk hann stund-
um út og jós snjó, unz hann var
orðinn úrvinda af þreytu. Vesa-
lingurinn. Hann kvað alltaf verða
eitthvað undarlegur, ef einhver tal-
ar við hann um grænlenzku skamm
degisnóttina. En hinn? Hann hló
bara, þessi bölvaði ruddi, sagði
kjölturökkum hæfilegast að halda
sig heima. Var það ekki hann, sem
lagðist svo í fyllirí? Jú. Þeir leggj-
ast sumir í drykkjuskap, brugga og
drekka allan veturinn, og eru orðn-
ir vesalingar þegar vorar. Þeir
eru margir, sem' þöla ekki þetta
langa myrkur, verða einrænir og
viðskotaillir. Það er ekki heiglum
hent að vera hér á veturna. Þið
munið eftir piltinum, sem helfraus
hérna fram í firðinum í fyrra?
Ilann kunni ekki að búa sig að
heiman, og þess vegna lét hann
lífið. Og svo koma sögur um bar-
daga við birni, langferðir yfir jökla
og fannbreiður. Ótal ævintýri eru
sögð meðan við sitjum, sötrum kaff-
ið og reykjum í kofanum, unz Ivar
segir að mál sé komið til að huga
að netunum hérna innar í firðin-
um, en þá ætlar Kasper að skrifa
bréf, sem ég flyt til íslands í nótt,
Arvid þarf að gefa hundunum,
sem eru bundnir úti, Kristján
gamli, sem búinn er að fá alloft út
í bollann úr pela Arvids, leggur
sig, en ég labba út til þess að skrifa
í minnisbókina mína.
Tjöldin þeirra Ivars og Kaspers