Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 honum síðan veitt embættið og vígði Geir biskup hann 12. sunnu- dag eftir trinitatis. Brynjólfur settist fyrst að í Berg- mannsstofu við Aðalstræti (nú nr. 9), en mun hafa gert ráð fyrir því að hann fengi Lambastaði til ábúð- ar. Þar höfðu búið fyrirrennarar hans, Guðmundur Þorgrímsson, Árni Þórarinsson (er varð biskup á Hólum) og nú síðast Geir Vída- lín. En þegar á átti að herða var Geir ófús á að standa upp fyrir honum. Og ástæðurnar, sem Geir færði fram fyrir því að hann vildi vera þarna kyr, voru þær, að enda þótt Lambastaðir væri ekki neitt höfuðból, þá væri þó gott þar undir búhokur og „Seltirningar siðugri menn en þeir í Vík.“ Það varð því úr að sjera Brynjólfur fekk Sel til ábúðar, fluttist þangað í næstu far- dögum og fekk sjer ráðskonu, sem Halldóra Hjaltadóttir hjet. Hann vildi ekki búa í Breiðholti, því að hann taldi það vera altof langt í burtu. -★- Sel hafði jafnan verið talin góð jörð, eftir því sem gerðist um jarðir hjer í nágrenninu. Hafði Þorfinnur lögrjettumaður Þorbjarnarson hins ríka frá Skildinganesi búið þar rausnarbúi á undan sjera Brynjólfi og stundað þar bæði landbúnað og útgerð. Nú fluttist hann til Reykja- víkur og bygði bæ þann er lengi var við hann kendur, rjett hjá Sjó- búð. í Jarðabók Árna Magnússonar er talið að á Seli megi hafa 4 kýr, en eitthvað hefur túnið stækkað eftir það, því að sjera Brynjólfur telur að þar megi hafa 5 kýr. En ekki búnaðist honum þar vel, enda voru tekjurnar af embættinu litlar og guldust misjafnlega. — Húsakynni voru þar svo bágborin þá, að nú þætti engum daglauna- manni sæmandi að búa í þeim, hvað þá heldur dómkirkjuprestin- um sjálfum. Sir G. W. Mackenzie heimsótti hann þar og lýsir húsa- kynnum svo, að þar hafi verið kofaræfill, sem prestur hafi leitt sig inn í. Fóru þeir þar um löng og óþrifaleg göng og var einhver maður þar að berja fisk. Síðan komu þeir inn í dimt herbergi, sem var svefnherbergi og hið besta á bænum, en þar var svo lágt undir mæni, að fullorðinn maður gat varla staðið upprjettur. Inni í þess- ari kytru voru svo húsgögn prests- ins og heldur fátækleg, ekki annað en rúm, klukka, kommóða og gler- skápur. Eftir 7 ára búskap á Seli fekk sjera Brynjólfur Steinunnar Helga- dóttur Guðmundssonar frá Ökrum. Hafði hún áður verið gift Guð- mundi Þórðarsyni, er eitt sinn var tugthúsráðsmaður, höfðu þau átt mörg börn og var eitt þeirra Helgi G. Thordersen er seinna varð bisk- up. Þau Steinunn og Brynjólfur giftust 17. júní 1805 að Görðum á Álftanesi og var Ólafur stiftamt- maður Stefánsson svaramaður hans, en Geir biskup Vídalín svara- maður hennar. (Morgungjöf til hennar var 100 rdl. Spec). Tók Steinunn síðan við búsforráðum á Seli, en Halldóra ráðskona fór. — Eftir það mun hagur Brynjólfs hafa farið að batna. Sjera Brynjólfi er svo lýst (í prestaævum Sighv. Gr. Borgfirð- ings) að hann hafi verið áhtlegur að sjá, sæmilega gáfaður, góður raddmaður og prjedikari og snotur í öllum prestverkum, vel liðinn, snögglyndur mjög, þó raungóður og manna hreinskilnastur, gestris- inn og veitingasamur, fróðleiks- maður að mörgu og ættfróður. Aftur á móti segir Klemens Jóns- son að hann væri „enginn skörung- ur, og lítt fær að ganga í mót stór- mennum,“ og á öðrum stað segir hann: „Sjera Brynjólfur var eng- inn sjerlegur lærdómsmaður, nje skörungur að öðru leyti. Var hann því í heldur litlu áliti hjá hinum danska kaupmannalýð, er þá stjórn aði bænum.“ Ekki veit jeg á hverju hann byggir þessa dóma sína. Það sem Árni biskup Helgason segir um Brynjólf í frásögn sinni um Hóla- vallaskóla (Safn IV) bendir frem- ur til þess að hann hafi verið ein- arður drengskaparmaður og hafi ekki skort skörungskap. Og að Brynjólfur hafi ekki verði í miklu áliti meðal hinna dönsku kaup- manna í bænum, verður síður en svo rakið til þess að hann hafi eng- inn skörungur verið, heldúr miklu fremur til hins, að hann hafi ekki látið sinn hlut fyrir kaupmönnum, eins og enn mun sagt verða. — ★ — Fyrsti bæarfógeti hjer í Reykja- vík var danskur maður, Frydens- berg að nafni, dugandi embættis- maður að mörgu leyti, en þó fyrst og fremst danskur. Hann tók við embætti 1803 og hafði hingað með sjer tvo danska lögregluþjóna. Samkvæmt skýrslu dómkirkju- prests voru þetta ár (1803) hjer í Reykjavík 8 embættismenn, 7 kaup menn, 9 verslunarstjórar, 9 hand- verksmenn, en grashúsmenn 14 og tómthúsmenn 107. En á jörðum í sókninni, talið frá Gróttu að Hólmi (og þar með Sel, Hlíðarhús, Engey, Rauðará og Arnarhóll) voru 28 ábúendur, 15 hjáleigubændur, 20 húsmenn með grasnyt og 28 tómt- húsmenn. Alls verða þetta 245 heimili og þar aí er um tíundi hlut^ inn heimili kaupmanna, íaktora og handverksmanna. /( — ★ — Nú víkur sögunni til ársins 1805. Rjett eftir áramótin (4. jan.) sendir Frydensberg bæarfógeti stiftsyfir- völdunum brjef; og er það auðvitað ritað á dönsku, en er svo í lauslegri þýðingu: — Það er alment viðurkendur sannleikur, að ekkert þjóðfjelag getur þrifist, hvort sem það er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.