Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 1
béh 3. tbl. Sunnudagur 27. janúar 1952 XXVII. árg. ÁRNI ÖLA: Danskar guðsþjónustur í Reykjavík # FYRIR 200 árum voru fimm kirkj- ur í Seltjarnarneshreppi. Þær voru þessar: 1. Víkurkirkja (eða Reykjavíkur- kirkja) upphaflega helguð Jóhann- esi postula. Stóð sú kirkja á Aust- urvelli fram undan bænum Vík, þar sem nú er trjágarðurinn á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. 2. Laugarneskirkja. Hún stóð sunnan við íbúðarhúsið, sem nú er í Laugarnesi og sjer enn móta fyrir kirkjugarðinum. Þessi kirkja var helguð guði, heilagri Maríu mey, Pjetri postula, heilögum Nikulási, heilögum Urban og heilagri Mar- grjetu. 3. Viðeyarkirkja, upphaflega helguð Maríu mey. — Þarna var klaustur og var hún klausturkirkja á þeim árum (1226—1539). Nú var hún kölluð kapella. (Hún var end- urbygð úr steini 1776). Allar þessar kirkjur munu upp- haflega hafa verið bygðar skömmu eftir kristnitöku. 4. Neskirkja að Nesi við Seltjörn. Hún var helguð heilögum Nikulási. 5. Engeyarkirkja. Hún var nú orðin hálfkirkja og var lögð niður að konungsboði 17. maí 1765. Víkurprestur þjónaði öllum þess- um kirkjum, og var prestakallið nefnt Seltjarnarnesþing. — Fleiri kirkjur munu hafa verið þar fyrr- um, að minsta kosti var eitt sinn kirkja að Hólmi og var hún helguð Jóhannesi postula, en langt er nú síðan að hún var lögð niður. Sel- tjarnarnesþingin þóttu jafnan lje- legt prestakall, því að fólk var yfir- leitt fátækt þar. Því var það að af jörðum þeim, er Friðrik II. kon- ungur ljet fátæka presta í Skál- holtsstifti fá sjer til lífsuppihalds, lentu tvær hjá prestinum í Sel- tjarnarnesþingum. Voru það Neðri- Háls í Kjós og Breiðholt. Þess vegna bjó sjera Árni Helgason í Breiðholti þegar hann var dóm- kirkjuprestur í Reykjavík. Þegar Engeyarkirkja var lögð niður, var svo ákveðið að prestur skyldi messa 10. hvern sunnudag í Viðey, en aðra helgidaga til skiftis á hinum kirkjunum þremur. —•— Árið 1788 var byrjað á smíði dómkirkjunnar í Reykjavík, því að gamla kirkjan þar þótti ekki hæf til að vera dómkirkja og taka við af Skálholtsdómkirkju. Átti að hraða byggingunni mjög, en hún drógst á langinn. Þegar kirkjan hafði verið sex ár í smíðum taldi stjórnin líklegt að þess mundi skamt að bíða að hún yrði tekin í notkun. Þá var Laugarneskirkja orðin mesta skrifli og þess vegna gaf konungur út skipun um það 4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.