Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 32 smátt eða stórt, án trúræknis iðk- ana. Reynslan hefur sýnt, að sje þess ekki gætt hefur afleiðingin orðið hrun jafnt heilla þjóða og einstakra borga. Stjórnin hefur því með tilhlýðilegum ráðstöfunum sjeð svo um að trúrækni sje út- breidd, eigi aðeins alment innan ríkisins, heldur og sjerstaklega á þeim stöðum, sem eru utan við móðurríkið (Moderstaten). Þannig ‘ hafa kirkjur verið reistar þar sem 1 Danir hafa fótfestu utan Evrópu t og þar settir danskir prestar. Einn- 1 ig er sjeð um að þeir Danir, sem 1 heima eiga í London, geti hlustað f á opinberar guðsþjónustu á sínu ' eigin máli. Þessi umhyggja fyrir guðrækni, ásamt þeim mörgu velgerðum, sem stjórnin hefur látið íslandi í tje, vona jeg að verði til þess, þegar á það er bent, að ráðstafanir verði til þess gerðar að íbúar Reykjavíkur, en þar eru nú að minsta kosti 17 danskar fjölskyldur, fái að hlusta á opinberar guðsþjónustur í dóm- kirkjunni á sínu eigin móðurmáli. Þetta verður þeim mun auðveld- r ara þar sem hinn virðulegi dóm- ! kirkjuprestur Brynjólfur Sivertsen, f er jafn leikinn í dönsku sem ís- 1 lensku og hefur fullan vilja á að ! halda opinbera guðsþjónustu á dönsku annan hvorn sunnudag, ef hann gæti fengið allranáðarsamleg- ast leyfi hans hátignar til þess. Jeg verð þess vegna fyrir eigin hönd og meðborgara minna að skora virðingarfylst á stiftamt- ! mann og biskup að þeir leggi fast- 1 lega til við hið konunglega danska ! Kanselli að það leyfi að guðsþjón- ! ustur í dómkirkjunni megi fara ! fram á dönsku annan hvorn sunnu- ! dag. Með því móti helst trúræknin ( við, og sennilega aukast tekjur f prestsins vegna þess að borgararnir ' eru eins og nú er ástatt tregir á f að greiða gjöld til prests og kirkju. . -* — - Brjef þetta er einkennilegt á margan hátt. Vera má að bæar- fógeti hafi sjálfur trúað því að danskar guðsþjónustur annan hvorn sunnudag mundu hafa betr- andi áhrif á hina dönsku borgara og efla siðgæði í bænum, og þess vegna hafi honum aðeins gengið gott til. En því miður verður af- staða hans þó nokkuð tortryggileg þegar hann fullyrðir að Brynjólfur dómkirkjuprestur sje fús til þess að messa á dönsku annan hvorn sunnudag, því að það var ekki satt. Eins er það nokkuð tortryggilegt er hann gefur í skyn, að presturinn muni græða á þeirri tilhögun. Hann vissi að sjera Brynjólfur var blá- fátækur maður og honum hefði sjálfsagt komið vel að auka óríf- legar tekjur sínar. Þetta ber óneit- anlega keim af því að hann sje að freista prestsins og um leið og þess er gætt fer mann að gruna, að eitt- hvað annað kunni nú að hafa búið undir heldur en aðeins það, að efla siðgæði í bænum. En hvað sem um það er þá er eitt víst, að hjer gengur bæarfógetinn erinda hinna dönsku kaupmanna. Og það er alveg ljóst hvað þeir hafa viljað. Tilgangur þeirra er sá að efla dönsk áhrif hjer á landi, með því að útrýma íslenskunni úr höfuðkirkju landsins, að hálfu leyti fyrst, því að þá var auðvelt að losna alveg við hana innan stundar. Það var áreiðanlega ekki af guð- ræknisþörf nje trúarlegum áhuga að kaupmennirnir fóru fram á að messað yrði á dönsku í dómkirkj- unni annan hvorn sunnudag. Þeir skildu flestir eða allir íslensku svo, að þeir gátu haft full not af ís- lenskri guðsþjónustu. En þeir sóttu ekki kirkju. Þeir voru guðlausir menn. „Þá prjedikuðu verslunar- menn í sínum búðum — mjer er það minnisstætt frá mínum yngri árum — fyrir sjómönnum og hús- mönnum, að öll kristin trú væri digtaður hjegómi, að Kristur hefði aldrei komið á þessa jörðu, og þar fram eftir götunum,“ segir Árni biskup Helgason. Og Magnús Step- hensen konferenzráð gefur Reykja- vík þennan vitnisburð eins og hún var þá: „Reykjavík apaði eftir út- lendra kaupstöðum, eftir því sem færi gafst til, í munaðarlífi, metn- aði, prakt, svallsemi, lystugheit- um.“ Þessi er dómur samtíðar- manna um menn þá, er báðu Frydenberg að auka trúarlífið í borginni. En dönsku kaupmennirnir áttu sjer eitt áhugamál, að gera ísland að aldanskri hjálendu, og fyrsta sporið í þá áttina var að útrýma íslenskri tungu. Þeim hafði orðið þar vel ágengt. Þeir höfðu fengið næturvörð í dönskum einkennis- búningi og hann gekk á milli hús- anna í bænum og hrópaði upp á dönsku hvað klukkan væri og söng danska sálma. Þeir höfðu komið því til leiðar að Reykjavík var orð- in hálfdanskt þorp, þar sem ekki var töluð íslenska heldur bjöguð danska, eða „hryllilegur hræri- grautur íslensku og dönsku“ svo að bændur skildu varla sína eigin landa þegar þeir komu hingað. „Þá var það haldið á sínum stöðum ósómi að tala íslensku, þótt íslensk- ir menn væri, það hjet næstum því hið sama að vera íslenskur og að vera villidýr“, segir Árni bisk- up. Kaupmenn komust fljótt í bæ- arstjórn og rjeðu því að umræður færi þar fram á dönsku og allar fundargerðir skrifaðar á dönsku. Og nú hugkvæmdist þeim þetta snjallræði að láta guðsþjónustur í dómkirkjunni fara fram á dönsku. Kirkjan hafði fram að þessu verið höfuðvígi íslenskunnar og þar um varð engu þokað meðan Hannesar Finnssonar biskups naut við. En nú var kominn nýr biskup, sem þeir þóttust eiga í fullu trje við vegna góðmensku hans. Og nú var hjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.