Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 8
r 36 n r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SIGURÐUR MAGNÚSSON: ÞRIÐJA GREIN íslenzk flugvél í vöruflutning- um meðfram Grænlandsströnd Ujá kofa Norðmanna. Xtalið f. v.: Ivar, Kasper, danskur loftskeytamaður, Arvid og Kristján SriKFINGUR Dynjandi er á förum norður, en ég aetla ekki þangað. í staðinn mun ég nota tímann til þess að fara í land og rabba við norsku veiðimennina, sem bækistöð eiga hérna uppi á ströndinni .... Eg veit ekki hvað tímanum líður, því að úrið mitt gleymdist um borð, en ég ligg á klöppunum, rétt við norska veiðikofann, meðan Ivarvitj ar um laxanetin, Kristján hrýtur og Kasper skrifar móður sinni. Það er rétt að nota tímann til þess að rifja upp hið markverðasta um Norðmennina hér: Þeir eru hér þrír saman, Kristján \ gamli Yttreland frá Álasundi, Ivar sonur hans og Kasper Andresen. Fjórði maðurinn, Arvid Svoren, er hér í orlofsför. Hann er 24 ára að aldri, meðalmaður á hæð, þrek- vaxinn, góðlegur, ættaður frá Norð- k ur-Noregi. Svoren var hér í fyrra- vetur ásamt félaga sínum sem Gryten heitir. Þeir drápu 150 refi, 15 seli og 3 ísbirni. Nú ætla þeir t enn að hafa hér vetursetu og mun \ Gryten vera að hressa upp á kofa þeirra hér utar með firðinum, en ; Svoren er hér með hunda þeirra. t Hann er með hendina í fatla og að- \ spurður segir hann „spikfingur1* Y valda. Nánar aðspurður kveður \ hann spikfingur nefnast fingur- mein það, sem orðið hafi vegna þess að úldið spik kom við skinn- sprettu á hendi. Er þetta hin ill- kynjaðasta ígerð, veldur oftast ^ staurfingri en stundum aldurtila. Nú kvaðst Svoren hafa kvalir í handlegg og vera bólginn undir hendi en sagðist þó vongáður um bata. Fyrir hreina tilviljun eina átti ég í tösku minni 10 töflur af undralyíi því, sem Aueromycin heitir, en þess náttúra er einkum sú að eyða fljótt og vel bólgum öllum. Gaf ég nú Svoren töflur þessar og kvaðst vona að fingri hans væri þar með borgið. Að launum fékk hann mér litla gjöf, sem þó verður ekki nánar um rætt, þar sem það kynni að koma okk- ur báðum jafn illa, og mæltum við til vináttu að skilnaði og vona ég að spikfingur angri minn ágæta Svoren aldrei meir. LAXVEIÐAIÍ Um veiðiskap Norðmanna hér er þetta helzt að auki: Árið 1927 fær Norðmaður, sem Herman Andrea- son heitir, leyfi til þess að láta stunda veiðar við og á austurströnd Grænlands. Eftir það lætur hann reisa veiðikofa víða, ræður menn og hefir nú í félagi við aðra skip-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.