Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 16
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS EINKENN’ILEGAR VEGGFLÍSAR. — Á ýmsum stöðum bér á landi, þar sem enn standa gömul verzlunarhús, sér maður byggingarlag, sem er orðið löngu úrelt. Það var þannig, að húsin voru þakin utan með tréflísum. Voru þær venjuiega langar og mjóar og gengu fram i odd og var þakið þannig að oddarnir gengu niður á samskeyti tveggja næstu flísa fyrir neðan, líkt og þakið er með leir- flísum. Hér i Reykjavik sjást nú ekki slik hús og aðeins á einum stað má líta veggflísar úr timbri. Það er á gömlum skúr efst við Brattagötu. En þar eru veggflísarnar öðru vísi en venja var. Þær eru litlar og ferhyrndar og ganga ekki á misvíxl, heldur eru þær í heinum röðum, eins og sjá má hér á myndinni. Þar má líka sjá að þessari vegghlíf hefur ekki verið vel við haldið, því að margar flísarnar eru fallnar af veggnum. En meðan eitthvað af þeim hangir gefst mönnum kostur á að sjá þar fornt byggingarlag, sem hverfur úr sögu bæjarins með þessum skúr. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) — Öðrum skotunum hefir verið hleypt af, hvorugur sár. — Guði sje lof, sagði frú Gwin með tárin í augunum. Þegar þriðji sendiboðinn kom, var frú Gwyn frammi í eldhúsi. — Þriðju skotunum hefir verið hleypt af, hvorugur sár, sagði hann. — Jæja, sagði frú Gwin. Nokkuru seinna kemur fjórði sendi- boðinn. Þá sat frú Gwin að snæðingi. — Fjórðu skotunum hefir verið hleypt af, hvorugur sár. Hvað segið þjer um það, frú Gwin? sagði hann. — Jeg" segi bara það, að þeir eru' ljelegar skyttur. íW íW 5W ‘! :' Sendingar. Meðan Norðlendingar sóttu skreið vestur undir Jökul, sló stundum í brýnu, því að Jöklarar voru ekki ætíð ánægðir með viðskiftin. En þá hefndu beir sín með því að senda Norðlend- ingum uppvakninga og aðrar sending- ar. Var því alment trúað að Jöklarar væri göldróttir. — Bessi hjet maður Sigurðsson og bjó í Öxnafellskoti í Eyafirði, lítill maður, en harðger og illvígur ef því var að skifta, flasmáll og tvítók oft orðin, en annars góður drengur í mörgu. Hann fór einu sinnl vestur undir Jökul með fleirum til fiskkaupa. Varð þá ágreiningur milli hans og einhvers Jöklarans út af fiski- kaupum og vildi Bessi ekki láta sinn hlut. Þá fór Jöklarinn að nöldra um það, að hann kynni að senda honum sendingu seinna fyrir viðskiftin. Þá reiddist Bessi, barði saman hnefunum, hvesti á hann augun og sagði: , Ó, jeg hræðist það ekki — hræðist það ekki, jeg skal senda þjer þúsund djöfla — þúsund djöfla, sem skulu rifa þig atl- an í sundur — allan í sundur." Varð Jöklarirn þá svo hræddur að hann varð að láta alt vera sem Bessi vildi. Fornt íslenskt mál var miðað við líkamsstærð meðal- manns. í Járnsíðu segir: „Það er lög- garður er er 5 fóta þykkur við jörð, en þriggja ofan, axlhár af þrepi meðal- manni.“ En í Jónsbók segir um löggarð „að hann skal taka í öxl þeim manni af þrepi, er hann er hálfrar fjórðu aln- ar hár.“ Meðalmannshæð hefur því verið talin 3% íslensk alin. En alin var lengdin á framhandlegg meðal- manns, frá alnboga á miðfingurgóm. Alinin skiftist í 2 fet eða tvær spannir meðalmanns. Alin var einnig skift í þumlunga og var hver þumlungur breidd þumalfingurs meðalmanns í naglrótum. — Björn M. Ólsen hefur skrifað um þetta og kemst að þeirri niðurstöðu að hin elsta íslenska alin hafi verið 47 sentimetrar, eða um 18 þumlunga danska. En lögalin hafi ver- ið hjer um bil þumlungi lengri, eða sem næst 49.143 sentimetrar, og hefur þá meðalmaður verið talinn 172 senti- metra á hæð um það leyti er Jónsbók var færð í letur (um 1280). Nú er hæð á meðalmanni líklega um 180 senti- metrar. Ólafur E. Johnsen prófastur á Stað i Reykhólasveit lét af prestskap vorið 1884, þá hátt á átt- ræðisaldri. Um sumarið kom hann hingað til Reykjavíkur og var honum þá haldið samsæti á Hótel Alexandra (nú Hafnarstræti 16). Þar var honum flutt kvæði, er Matthías hafði orkt, og í því er þessi vísa, sem margir kannast við: Á Stað er foss sem fellur með fjöri haust og vor, hann syngur Ólafs sögu þá sól er bak við Skor. Gömul vísa. Þar sem aflið rétti ræður og réttarfarið lamað er, engir framar eru bræður og allt til skrattans loksins fer. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.