Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 13
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f Maj-Lis Holmberg: Finnlandi Séra Sigurjón Guðjónsson hjá gröf Mannerheims marskálks \J Nýdrsbréf frd FYRIRLESTRAFERÐ séra Sig- urjóns Guðjónssonar um Finnland í nóvember og desember, var virðu- legur lokaþáttur í menningarvið- skiftum Finna og íslendinga árið sem leið. Séra Sigurjón ferðaðist um allt landið og flutti fyrirlestra á rúmlega 30 stöðum. Áheyrendur hans voru alls um 8000 og var hon- um hvarvetna vel fagnað. Seinasta fyrirlesturinn flutti hann í Helsing- fors fyrsta sunnudag í aðventu. Blöðin fara mjög lofsamlegum hrifningarorðum um fyrirlestrana og allur fjöldi þeirra kepptist um að hafa tal af séra Sigurjóni. Það sýnir hvað mönnum hefir þótt mik- ið til koma. Kvikmyndirnar frá ís- landi og lýsing hans á þjóðháttum vöktu hvarvetna óskifta athygli og oftast var hvert sæti skipað á fyrir- lestrunum. Með framkomu sinni allri vakti og séra Sigurjón virð- ingu og álit hvar sem hann kom. Það var félagið Pohola-Norden í Finnlandi, sem gekkst fyrir þess- ari fyrirlestraferð, og hún tókst svo vel, að maður hefir ekkert ann- að út á hana að setja en að hún var allt of stutt. GRÆN JÓL Jörð var græn og rigningarveður þegar klukkurnar í þjóðarhelgi- dómi Finna, dómkirkjunni í Ábo, hringdu inn jólahelgina. Síðan 1828 hefir það aðeins einu sinni komið fyrir (1924) að slík hlýindi hafi verið um jólin, 3—4 hitastig um land allt. Það má vera að þess vegna hafi jólatrén verið grænni, fegurri og ilmsætari en áður hefir verið. Og í görðunum voru sumar- blómin að springa út. Það var nóg að kaupa, en lítið að kaupa fyrir um þessi jól. Hinir skattpíndu Finnar hafa ekki efni á að kaupa það, sem þá lystir. Stjórn- in hefir sett hámarksverð á flesk og þess vegna vilja bændur ekki slátra svínum og afleiðingin varð sú, að aðal jólamatinn vantaði nú mjög víða. Það er siður í Finnlandi að láta ljós loga á gröfum framliðinna á jólanóttina. Hefir þetta færst mjög í vöxt eftir stríðið og nú loguðu tug- þúsundir ljósa á öllum grafreitum um allt Finnland. Og nú í fyrsta skifti var einni gröf sýndur sér- stakur sómi. Það var gröf Manner- heims marskálks í hermannagraf- reitnum í höfuðborginni. Þangað streymdu menn í stórhópum og lögðu blóm við hinn háa kross, sem stendur á leiði hans. UNDIRBÚNIN GUR OLYMPIULEIKANNA Um nýárið var enn votviðri og jörð græn yfir að líta. Það var stórrigning og hvassviðri á gaml- árskvöld er Helsingforsbúar söfn- uðust að gömlum sið á Senatstorget til þess að hlusta á klukkuna í Stor- kirkan slá 24 högg til merkis um að gamla árið væri liðið. Á nýársdag fóru fram hátíðahöld, sem aldrei hafa átt sér stað áður og langt verður að bíða að hald- in verði næst. Stjórn Olympíuleík- anna, sem fram eiga að fara í Finn- landi á þessu ári, bauð til veizlu í Olympíuborginni. Þar blöktu hlið við hlið fani Finnlands og hringa- , fáni Olympíuleikanna. Borgarstjór- < inn hélt ræðu og leikinn var , Olympíumarsinn, sem tónskáldið ( Aarre Merikanto hefir samið. ■ Það má með sanni segja að þessi merkisatburður, Olympíuleikarnir, tekur nú hug manna æ fastari tök- i um eftir því sem nær dregur. Fjöldi manna starfar líka að undirbún- ’ ingnum á ýmsan hátt. FjÖlda marg- ir hafa boðizt til að hýsa útlenda gesti meðan á leikunum stendur. Aðrir hafa gefið sig fram til þess

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.