Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 12
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '1 I t l I í * I I i V * \ 1 inum. Allir eru þreyttir og syfjað- ir en í bezta skapi, því að nú er lokið farsællega fyrsta íslenzka innanlandsfluginu á Grænlandi- Bráðum munum við, sem enga á- byrgð berum, halla okkur til hvíld- ar og sofa unz ísland verður aftur risið úr hafi. Það drynur í hreyfl- unum, og svo kljúfum við vatns- borðið hraðar og hraðar, unz við sjáum hvar flugvél speglast í speg- ilsléttum sjónum, og þá fljúgum við. Svo munum við bruna yfir hvítan jökul og hrikaleg háfjöll, lygna firði, lágar heiðar, þar sem sauðnautin sofa, jaka borgaríssins, sperrta eins og spjátrunga eða há- tignarfulla eins og heimspekinga, hafið, þar sem ekkert verður að sjá, nema óravíddir þess, og geim- inn, sém við brunum, skýin, þar sem birtast hinar æfintýrafyllstu kynjamyndir, en þá mun að baki eyjan mikla, þar sem hvítur jök- ull og blá f jöll endurspeglast í kyrr um fleti hafsins.... VIÐ HÉLDUM HEIM Klukkan er 2 aðfaranótt 18. á- gúst.....Við erum að leggja af stað heim. í gærkveldi kom hing- að í heimsókn Eske Brun, deildar- stjóri í því ráðuneyti Dana, sem fer með Grænlandsmál. Hann kom með Norseman flugvél frá Elínar- eyju og var Dr. Lauge Koch í íylgd með honum. Var Brun okk- ur þakklátur fyrir samvinnuna um flutningana, sem hann kvað hafa gengið betur en vonir stóðu til. Brun þessi er beljaki mikill, en alúðlegur mjög og býður af sér góðan þokka. Koch, sem er gamall 'góðvinur okkar, notaði tækifærið til þess að rabba við okkur um daginn og veginn. Mér finnst alltaf að hann sé hinn ókrýndi konungur Austur-Grænlands, einkum þegar hann ber, háan og hermannlegan í bláum foringjaskrúða við hvítan grænlenzka jökulinn. Við kveðjum áhöfnina á Sjann- öy með þökkum fyrir viðkynning- una. Allir lögðu sig fram til þess að verða okkur að liði og gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að vel færi um okkur. Samvinnan hefir einnig verið ágæt við Dan- ina. Loftskeytastöðvarnar hafa verið opnar allan tímann, frá því er við komumst fyrst í samband við Danmerkurhöfn, og áðan var lesið frá talstöðinni í Danaborg langt þakkar- og kveðjuskeyti til okkar. Veðrið er enn unaðslegt. Fjöll- in standa á höfði í kyrrum fleti hafsins og jakarnir dotta hreyf- ingarlausir hérna á firðinum. Við svömlum nú í hægðum okkar í vesturátt og könnum brautina. Ekkert liggur á. Við þurfum ekki að koma heim fyrr en með morgn- lL 5W ^W *■' l.*L_ —)hcuu-sacfíi SKÁLDKONA nokktir bauð Bernhard Shaw og ýmsum öðrum rithöfundum á frumsýningu á leikriti, sem hún hafði samið. — Þið megið alfs ekki hlaupa út í miðri sýningu, sagjði hún við þá. Svo hófst sýningin. Shaw hafði feng- ið sæti rjett aftan við skáldkonuna og hann hallaði sjeq fram til þess að sjá betur. Rjett á eftír fór konuna að kitla aftan á hálsinura. Hún þreifaði þangað og fann að loklyur hafði losnað úr hár- inu. Hún greip þá hárspennu úr tösku sinni og festi k»kkinn vandlega við hár- ið. Þegar fyrsta. þætti var lokið og tjald- ið fell, sagði S»haw stundarhátt við kon- una: — Viljið þfier nú ekki gera svo vel að losa skeg^gið á mjer úr hári yðar? Jeg skal lofgi yður því að hlaupa ekki út meðan á sýningu stendur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.