Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 1
I 19. tbl. Laugardagur 31. maí. 1952 XXVII. árg. ARNI OLA: MÆU GUFUNESS FYRIR skömmu var hafinn undir- búningur að byggingu stærstu verksmiðju hér á landi, Áburðar- verksmiðju ríkisins. Höfðu áður verið miklar bollaleggingar um það hvar þessari verksmiðju skyldi valinn staður, en seinast varð það úr, að hún skyldi reist á Gufunesi í Mosfellssveit. Reykjavíkurbær á þessa jörð og lét hann verksmiðj- una fá land þar með góðum kjör- um. Hefir Gufunes marga kosti til að bera, er gera það heppilegt fyrir slíkan verksmiðjurekstur. Þar er landrými nóg og út af fyrir sig. Þaðan er skamt í háspennulínu raf- magnsins frá Soginu, en verk- smiðjan þarf mjög mikið rafmagn. Þangað er skipaleið inn sundin og þar má gera hafskipabryggju fram undan verksmiðjunni, en hún verður svo að segja á sjávarbakk- anum. Getur verksmiðjan því kom- ið afurðunum frá sér bæði á sjó og landi. Þá má og telja það kost, að Gufunes er skammt frá Reykja- vík, en þó svo fjarri, að engin hætta er á að byggðin þrengi að henni. ------o------ Elliðavogur er syðstur af vogum Bærinn á Gufunesi þeim og sundum, er skerast inn úr Kollafirði. Austur úr honum skerst Grafarvogur inn á milli tveggja höfða. Heitir hinn syðri Ártúnshöfði, en hinn nyrðri Gufu- neshöfði. Allhár háls gengur norð- ur úr Gufuneshöfða út undir botn- inn á Eiðisvík. Vestan undir þess- um höfða er Gufunes, sléttur smá- skagi og sér ekki þangað þegar landleiðin er farin, fyr en komið er upp á hálsinn. Er það þar í skjóli fyrir suðaustan og sunnanátt. Allt þetta nes hafði nú verið gert að túni. Sunnan að því gengur dá- lítil vík inn með Gufuneshöfðan- um, að vestan er mjótt sund milli þess og Viðeyar. Að norðan og austan er Eiðisvík. Háir bakkar eru víðast meðfram sjónum. Að norðan og austan eru þar brimsorfnir blá- grýtisklettar með básum og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.