Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 10
294 ' ‘ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í Ncw Orleans og öðrum borg- um 9uð«ur fylkjanna er mikið um blökkumenn og verður varla séð hvorir eru í meirihluta, hvítir eða hinir.. svokölluðu liíuðu, þegar gengið er um hina miklu verslun- argötu Canalstreet, þar sem um- íerðin er afar mikil og hver stór- verslunin tekur við af annari. Gata þessi er mjög löng og með þeim breiðustu, sem tíðkast, jafnvel í nýtízku borg, og betra er að haida á spöðunum, ef komast skal yfir hana í einum áfanga á sama um- ferðarljósinu, en takizt það ekki, er enginn skaði skeður, því á henni miðri er upphækkun, þar sem veg- farandinn er öruggur fyrir hin- um margvíslegu ökutækjum. í dag- legri umgengni hvítra og litaðra, verður ekki vart hins marg umtal- aða kynþáttahaturs, þótt hitt sé staðreynd að yfirieitt haldi hvor aðilinn sig aðskilinn frá hinum á ýmsan hátt, sem ekki á sér stað í norðurríkjunum. T. d. hafa hvítir menn ekki aðgang að samkomu- og skemmtistöðnm litaðra og öfugt. Þá er hvorum aðila fyrir sig ætlað sérstakt rúm í almenningsvögnum, þannig að laust spjald er sett á bak eins bekksins í vagninum og á því stendur að rúmið fyrir aftan sé aðeins ætlað lituðum. Spjaldið er flutt til eftir því sem hentar, þannig að ef hvítur maður kemur inn í vagninn og ekkert autt rúm er fyrir framan spjaldið, flvtur hann það aftur um set, eins flyt- ur litaður maður spjaldið fram um set, ef öfugt stendur á. Þetta og þéssu h'kt er orðin gömul hefð, sem á sér djúpar rætur í suðurríkjun- um. En { dagblöðum og víðar eru einstök tilfelli, þar sem blökkumað- ur hefur crðið fyrir misrétti af hvítum. harðlega fordæmt. í við- skiftalífinu og á vinnustöðvum verður ekki annað séð en að báðir séu jafn réttháir. 70 míniitna stjórnnrbylting. í byrjun marzmánaðar bregðum við útaf hinni föstu rútu og skrepp- um norður til Baltimore. Slíkt hefði verið kærkcmin tilbreyting í haust og fvrripart vetrar, en nú erum við ekki lengur hrifnir af að fara norður fyrir Hatteras, r.ema þá til Nev/ York og þá eingöngu vegna þess, að líkur eru til að hitta landa af ísl. skipum með nýustu fréttir að heiman. Því þótt farið sé að vora við Chesapeakflóa og um frost sé ekki lengur að ræða, þá er enn of mikill munur á veðráttu þar og á Kúbu, en nú erum við orðnir svo kúbanskir, að ef hitinn fer niður í 15 til 18 stig, þá kveikj- um við undir miðstöðvarkatlinum. Við erum því staddir þarna norð- ur frá hinn 10. marz, þegar þeir gera stjórnarbyltingu „heima“ á Kúbu og höfum því alveg pottþétta fjarvistarsönnun (alibi), svo að ekki verðum við bendlaðir við þá atburði. Yfirliðþjálfinn Batista (Hitler var aðeins liðþjálfi), en sú var staða hans í hernum, þegar hann hrifsaði til sín völdin með vopn- um árið 1939 og var við völd til ársins 1944, fer nú aftur á kreik og nær völdum á ný með ofbeldi. Hann hefur undirbúið þetta í kyrr- þey á sveitarsetri sínu, rétt fyrir sunnan Havana; ásamt fylgismö.nn- um sínum úr landhernum og vin- um frá fyrra valdatímabili. Carlos Prio Soecarrás forseti og menn hans virðast hafa verið alveg grun- lausir um hvað til stóð, því um teljandi mótspyrnu var ekki að ræða, enda áttu forsetakosningar að fara fram í júní, að lögum og var Batista einn af frambjóðend- unum. Byltingin gekk afar fljótt fyrir sig, að nóttu til, og segir Batista, í viðtali við erl. og innl. blaðamenn, að aðgerðirnar hafi staðið yfir í að- eins 70 mínútur, en þá haíi allar opinberar byggingar og þar á með- al lögreglustöðin, þar sem bróðir Prio réði ríkjum, verið á sínu valdi. Þar munu aðalátökin hafa orðið, því allir lögreglumenn á Kúbu eru þrælvopnaðir og lögreglustjórinn hafði orð á sér fyrir að vera mikill ofstopamaður og harðjaxl, sem lét liðsmenn sína beita vopr.unum við minnsta tilefni. Þá segir Batista að í sjólfri forsetahöllinni, hafi aðeins cinu skoti verið hleypt af, en seinna kemur í Ijós að þar hafa tveir menn verið drepnir og sá þriðji særzt, svo að þarna hlýtur að hafa „borið saman“, eins og skotmenn kalla þegar þeir ná fleirum en ein- um fugli í sama skotinu. Og Batista gefur upp ástæður sínar fyrir þessu ofbeldi. Hann seg- ir Prio hafa undirbúið sýndar bylt- ingu í apríl, til þess að komast hjá kosningunum í júní, en það er ekki allt. Að sögn Batista liefur Prio og hans klíka, látið myrða á laun ýmsa andstæðinga sína og íylgis- menn Batista. Stolið 200 milljónum pesos af opinberu fé. Verndað eit- ur lyfjasölu, sem einn bróðir Prio stóð fyrir. Mútuþægni og alls kon- ar óreiða hafi átt sér stað meðal embættismanna ríkisins og margt fleira í svipuðum dúr. Nú skyldi maður ætla að Batista steíndi þessum glæpamanni fyrir rétt og fengi hann dæmdan að verðleikum, en svo er þó ekki. — Fyrstu dagana eftir byltinguna, sat Prio í stofufangelsi á búgarði sín- um nálægt Trinidad á suður Kúbu, en flutti síðan með fjölskyldu sína til Mexico og lifir þar nú, senni- lega góðu lífi, en bíður að öllum líkindum tækifæris til þess að ná völdunum aftur, að hætti baráttu- manna á þessum slóðum. Batista segist enga löngun hafa til valdastöðu og muni fara frá, þegar hann hefur hreinsað til og komið málum landsins í viðunandi horf. Aðspurður segist hann ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.