Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 8
Magnús Jensson: Frá íerðum Kötlu VIII. JÖLAÖS UM MIÐJAN desember förum við síðustu ferðina í langan tíma norð- ureftir, til Baltimore, því um ára- inótin hefjast nokkurnveginn fast- ar ferðir, „rúta“, með sykur inn í Mexicoflóa, til New Orleans og síð- an allskonar vörur frá Pensacola og fleiri höfnum til baka. Á suður- leið frá Baltimore tínum við upp vöruslatta í Charleston, Savannah og Jacksonville. Jólaundirbúning- urinn er nú byrjaður í bandarísk- um borgum og í stórborginni Jack- sonville er mikill hátíðabragur. Að- al verslunargöturnar eru skreytt- ar með allavega litum ljósum. Gluggasýningar verslana eru mjög tilkomumiklar og göturnar eru fullar af fólki, hlöðnu jólabögglum. Ljósadýrðin er svo mikil að öku- menn eiga erfitt með að greina umferðarljósin, sem hanga þó í streng, yfir miðjum gatnamótum. Þar standa nú tveir lögregluþjón- ar, beint undir umferðarljósinu. þeir snúa bökum saman og stjórna umferðinni með flautum og handa- pati. Umferð gangandi fólks er ó- venju míkil.'vegna þess að strætis- vagnabílstjórar hafa gert verkfall. Þeim hafði verið lofað 12 centa kauphækkun á klukkutímann, en efndirnar hafa dregizt og eru þcir nú að herða á þeim. Leigubifrcið- ar eru dýrar í Ameríku, eins og viðar. í Jacksonsville eru þær út- búnar talstöðvum og hafa stöðugt samband við miðstöð sína, sem fylgist með ferðum þeirra og vísar þeim á staði, þar sem bifreiðar hef- ur verið óskað, sem næst þeim stað, er þær verða lausar á hverjum ^ tíma. í stórborgum, þar sem vega- 100 ára gamalt veitingahús í New Orleans lengdir eru miklar, sparar þetta fyrirkomulag mikinn tíma, bensín og gúmmí, scm kemur farþegum að góðu í ódýrari leigu, segja bil- stjórarnir. í bæum og þorpum á Kúbu er einnig orðið jólalegt, þótt með öðr- um og mun fátæklegri brag sé, heldur en hjá stóra bróður í norðr- inu. í gluggum verslana ber mest á litsterkum smáhlutum og barna- glingri. Flest er þetta auðvirðilegt skran, en vekur þó engu minni hrifningu barnanna, heldur en dýrir gripir annarsstaðar. Jólakort- in eru flest með dýrlingamyndum og hinni heilögu Guðsmóðir, en hinn norræni jólasveinn, með mikla hvíta skeggið, er þarna lika, hjá kaffenntum bjálkakofa og spor- um í snjó, eins og væra bcr, en ekki er gott að segja hvaða hug- myndir börnin og Kúbabúar yfir- leitt gera sér um það náttúrufyrir- brigði. Upp Mississippi, Um Mexicoflóa er mikil umferð skipa, eins og geta má nærri, því við hann liggja margar og stórar hafnarborgir. Þar liggja einnig að sjó 5 syðstu fylki Bandaríkjanna, eins og kunnugt er. Þegar nálgast tekur ströndina við Louisana- fylki, að nóttu til, er því mikill og skrautlegur ljósagangur. Sum þess- ara ljósa eru á skipum og ferjum, önnur á vitum og öðrum leiðar- merkjum fyrir sjófarendur, eða kunnuglegt og hversdagslegt, en svo eru þarna einnig þyrpingar ljósa, úti fyrir ströndinni, sem mað- ur á ekki að venjast við landtöku, eða á venjulegum siglingarleiðum, en þau eru á fljótandi olíuborum, sem liggja þarna fyrir föstu og bora ofan í sjávarbotninn cftir þessum dýrmæta og eftirsótta legi. Þarna lóna líka leiðsögumanna- skipin úti fyrir og bjóða skipum, sem nálgast, leiðsögumann, alveg eins og verslunarmaðurinn í landi býður vöru sína, að því undan- skildu þó, að þeir sleppa öllu „Salestalk“, eða hóli á þjónustunni, en það er víst óþarfi, því að leið- sögumaður, sem tekur að sér að leiðbeina skipi 100 mílur upp Mississippi, alia leið til New Orle- ans, stundum við erfiðar aðstæður, þoku, mistur og umferð, verður að vera hafinn yfir alla gagnrýni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.