Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 12
c LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 296 ^ marga litla gullmola. \ Morguninn eftir urðu menn auð- \ vitað varir við þjófnaðinn og nú skyldi maður ætla að allt hefði komizt 1 uppnám þegar þessir dýr- gripir voru horfnir. En lögreglan •( var þá seinni á sér heldur en hún er nú á dögum. Það var ekki fyr en eftir nokkra daga að hún fór að rannsaka málið, og svo liðu enn margir dagar áður en tilkynnt var að hornin væri horfin og heit- ið var verðlaunum hverjum þeim, er gæti fundið þau eða bent á þjóf- inn. En þetta bar auðvitað engan árangur, því að enginn var í vit- orði með Heidenreich, enda hafði hann þá brætt gullhornin fyrir iöngu. Heidenreich var svo varkár, að ( hann notaði ekki gullið fyrst um ^ sinn. En þegar frá leið, og hann t helt að sér væri óhætt, fór hann ^ að smíða úr því, og það varð til ^ þess að upp um hann komst. Gullið ^ úr hornunum var sérstaklega ( hreint og ólíkt öðru gulli. Skart- , gripasali nokkur, er keypt hafði smíðisgripi af Heidenreich í apríl- \ mánuði 1803, tók eftir því að gullið í þeim var öðru vísi en annað gull. Fór hann þá að gruna margt og gerði lögreglunni aðvart. Heiden- reich var tekinn fastur og hann játaði sekt sína. Þá átti hann enn ( eftir nokkra gullmola úr hornun- k um. Það var hægt að refsa honum, en það gagnaði lítið. Hin dýrmætu k gullhorn voru horfin, og það tjón L var óbætanlegt. j Það var engu líkara en að „guð- irnir“ viidu ekki að þessi horn væri undir manna höndum og að þau ( skyldi að fullu og öllu hverfa. — Nokkrum árum áður en þeim var •( stolið, höfðu verið gerðar tvær af- steypur af þeim. Önnur þeirra var send Borgia kardínála í Róm, en skipið, sem flutti hana iórst með v öllu. Hin afsteypan var send þýzk- iun vísindamanni, en þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur ekki tekizt að hafa upp á henni og er engu líkara en að hún hafi gufað upp. En hvað varð þá um steypu- mótin? munu menn spyrja. Var ekki hægt að nota þau aftur og gera nýar afsteypur af hornunum? Ónei. Þeim hafði verið fleygt eftir notkunina. Það þótti svo sem engin þörf á að geyma þau, þar sem gull- hornin sjálf voru geymd í „Kong- ens Kunstkammer“. Ekki voru heldur til svo góðar teikningar af gullhornunum að hægt væri að gera fullkomnar eft- irlíkingar af þeim. Friðrik 7. lét að vísu gera eftirmyndir þeirra úr gylltu silfri og eru þau horn nú geymd í Þjóðminjasafni Dana. Og þegar Suður-Jótland sameinaðist ÆVILOK í 17. TBL. af Lesbók Morgunblaðsins er grein um séra Pál í Þingmúia, og þar meðal annars getið æviloka Arn- finns Jónssonar, en kvartað um að dán- ardagur hans sé óþekktur. Um ævilok Arnfinns scgir í sendibréfi skrifuðu nokkrum dögum eftir andlát hans: Áreyjum á l.a vetrardag1) 1890. .... „Arnfinnur sál. fór að heiman glaður og heilbrigður 9unda þessa m., með rúm 700 af markaðsfje, og 3 aðrir með- honum; þeir voru hjer nóttina eftir, það var skjaldhólfrað fyrir fjeð lijer framí gilinu með trjám og grind- um. Daginn eftir lOunda lögðu þeir héðan til Stuðlaheiðar í góðu veðri, og fengu 3 menn með sjer, því snjór var kominn á heiðina. JóhannJ) hjer var með þeim. Þegar kom upp í ferða- mannabotnana, fór ófærðin að byrja, svo Arnfinnur bað Jóhann að ganga fyrir sig upp í skarðið og vita hvort það mundi vera fært. Jóh. gerði það, og sagði honum að það væri ófært, nema að troða undan fjenu og taldi hann mikið frá því að halda áfram, enn Arnf. fell það ekki ljettara en svo, að hann sagði grátandi J) Fyrsti vetrardagur 1890 er 25. okt. s) Þá bóndi í Áreyum. Danmörk eítir fyrra heimsstríðið og Kristján 10. konungur kom þang að í heimsókn, þá færðu Suður- Jótar honum eftirmynd úr gulli af hinum frægu hornum. Eru þær eins vel gerðar og föng voru á. En þó eru þau ekki annað en ófull- komnar eftirlíkingar af hinum upp- runalegu hornum. „Evig forsvandt Helligdommen“, segir Oehlen- schláger í hinu fræga kvæði sínu um gullhornin. Þessi þjóðardýr- gripur er týndur um alla eilífð, og þess er von að Danir megi ekki óklökkvandi á það minnast. En þegar þeir hugsa um það tjón sitt, ætti þeir að skilja betur, að öðrum þjóðum er líka sárt um þjóðardýrgripi sína. ARNFIIMIMS að Guð hefði leitt sig fram úr öllu því, sem hann hefði byrjað á, og eins mundi fara enn. Svo tóku þeir til að troða undan Jóh. og Arnf. Af þessu erfiði svitnuðu þeir svo gróft, og Arnf. mikið meira sem von var svo gamall maður. Um dagsetur vóru þeir komnir suður úr skarðinu, ofan á svokallaðan „Langa hrygg“, þar skildu Reyðfirðingar við þá. Arnf. helt áfram með rekstar- menn sína um nóttina og kom um fóta- ferðartíma að Dölum. Veður var að sönnu gott, en loftkalt og hafði Arnf. fundið til köldukasta og stundum hita, drukkið þó gróft kalt vatn. Ilann hvíldi sig lítið í Dölum og helt út á Wathnes- hús. Þennan dag llta var hann lasinn, af og til með kölduhrolli. “Nóttina til 12ta tók hann grófa lungnabólgu; hann lá þann dag kyrr; þann 13da tók hann sig svona veikur upp og fór yfir Örnólfsskarð að Þernunesi; þann 14. þaðan og komst að Sljettu, með því móti að hann var fluttur á sjó frá Eyri inní Sljettukrók- inn, og gengið undir honum heim að Sljettu; þar lá hann þann 15 og nóttina til þess 16da dó hann kl. 4 f. m. dag. Nú hef jeg rakið dauðaferil Arnf. svo rjettan sem unt er, hann sótti hann karlmannlega eins og alt lífið, það er ekki hægt að segja annað....“ (H.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.