Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 293 Ós þessarar miklu elíu er mjög breiður og þarna eru mikil sand- rif og grynningar, því framburður fljótsins er geisilegur og er land- aukning út í Mexicoflóa talin 300 fet á ári. Til þess að komast inn á fljótið sjálft eru grafnir skurðir í gegnum eyrarnar við ósinn. Skurðir þessir eru margir og mik- il mannvirki, en þó eru aðeins tveir þeirra ætlaðir stærri skipum: Suðvestur skurðurinn fyrir skip, sem koma úr vestri og suðri og Suðurskurðurinn fyrir þau, sem koma innan úr flóa. Svo tekur fljótið við. Það er víð- ast hvar Vt. míla á breidd og veltur þarna fram til sjávar með 3ja mílna hraða. Það ber með sér ó- grynnin öll af trjábolum, greinum og rótum, sem það hefur hertekið á hinni rúmlega 4000 mílna löngu leið sinni, frá nyrztu fylkjum Bandaríkjanna. Það er kolmórautt og svo þykkt að varla freyðir fyrir stafni skipsins á fullri ferð, og þetta er neyzluvatnið þeirra í Louisanafylki, en þeir hafa senni- lega einhver ráð með að hreinsa það, í þessu landi tækninnar. Þá þykir manni ótrúlegt að fiskur skuli lifa í fljótinu, en svo mun þó samt vera. Grisinn trjágróður er á báðum bökkum fljótsins, alla leið frá ósum og þegar farið er þarna að degi til, má sjá í gegn- um hann, inn á landið. Þar eru margir búgarðar og stórar hjarð- ir nautgripa á beit, því kjötfram- leiðsla er mikil við Mexicoflóa. í New Orleans Þegar leiðsögumaðurinn hefur skil skilað skipi og áhöfn heilu og höldnu upp að eftirlitsstöð (Quar- antine) New Orieansborgar, hefur hann lokið sínu hlutverki og fer, en fram á fljótið rennur snekkja fuil af öðrum embættismönnum og nú skulu skipverjar í gegnum hreins- unareld „Sams frænda", því enga Gamalt hús með svalagrindum úr járnvíravirki vilja þeir næma sjúkdóma inn í landið og vei þeim, sem ekki hafa heilsufarið í lagi. Allt gengúr þetta þó fljótt, og brátt hefur hafnsögu- maðurinn lagt skipinu að einhverri hinna stóru uppfyllinga í höfninni. New Orleans er með elztu borg- um Bandaríkjanna, stofnsett ánð 1718, en hét þá Crescent City. Hún er talinn þriðji stærsti sigiingar- bærinn og stærsta borgin við Mexicoflóa. Borgin er fræg fyrir sögu sína og minningar frá 18. öld og var 100 ára gömul þegar hún innlimaðist í sambandsríkin. Marg- ar byggingar og mannvirki frá dög- um Frakka og Spánverja haía varðveitzt og draga nú að sér ferða- menn. Þar á meðal er Jackson torgið, en við það standa hinar skrautlegu hallir spænsku og frönsku landstjóranna. St. Louis kirkjan, lítil en afar skrautleg, öid- ungaráðshöllin og fieiri gamlar og frægar byggingar. Þá er The French Quarter, eða franska hverf- ið, elzti hluti borgarinnar, þar sem allt er látið halda sér, eins og það var þegar borgin hét Crescent City. Gömul hús og þröngar götur. Sum húsanna eru skreytt allskonar út- flúri og svölum, girtum handriðum úr járnvíravirki, sem þykja mikil listaverk. Þá er hverfi þetta frægt fyrir mikið og fjörugt næturlíf. Skemmtistaðirnir eru þarna hlið við hlið og dyraverðirnir kalla til vegfarenda og lýsa af miklum fjálgleik, þeim lystisemdum, sem þar eru á boðstólum, en sumar eru á þann hátt, eftir lýsingu dyravarð- anna, að lögreglusamþykkt borgar- innar virðist vera mjög frjálslynd. Þó keyrir stundum svo úr hófi, að lögreglan neyðist til þess að loka sumum þessara næturklúbba, í lengri eða skemmri tíma, í refs- ingarskyni fyrir brot á frumstæð- ustu kröfum um velsæmi. í lýsingu á Franska hverfinu í pésum fyrir ferðamenn, er bent á að vert sé að skoða innvið þessara gömlu og einkennilegu húsa, því þar geti að líta íburð og skraut, sem ekki tíðkist lengur í einkahúsum og er gefið í skyn að þetta verði bezt gert með því að gægjast inn um dyragættir og glugga. En al- gengt er að ferðamenn, stundum í stórum hópum, gangi inn í hin starfandi gömlu veitingahús og skoði sig þar um, án alls tillits til þeirra, sem sitja þar inni og njóta veitinga, og starfsfólksins, sem er í vandræðum með að komast að borðunum til viðskiptavinanna með matinn. Þá þykir það mark- vert að í hverfinu er markaður, þar sem allskonar matvæli eru seld undir beru lofti, en slíkt er óvenju- leg sjón í Ameríku, þar sem heil- brigðiseftirlit og þrifnaður í með- ferð matvæla er á háu stigi. En markaður þessi er kallaður Franski markaðurinn og er eitt af því, sem ekki verður séð í öðrum borgum Bandaríkjanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.