Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'W* 291 daga.' Hafði hann þózt sjá móður sína og elti hana, en það háfði 'þá verið álfkona. Vissi drengurinn lítið meira um burtveru sína, en aldrei varð hann jafngóður eftir það. Síðan fara engar sögur af álfa- fólki á Gufunesi. ----o---- Núverandi bóndi í Gufunesi er Þorgeir Jónsson glímukappi frá Varmadal. Hefir hann búið þar í 14 ár og gert þar miklar jarðabæt- ur, svo að túnið var orðið um 70 dagsláttur að stærð og var hægt að framfleyta þar 40 nautgripum. Er það nokkur munur og fyrrum var, þegar talið var að jörðin fram- fleytti ekki nema 9 nautgripum og 10 lömbum. En auk þessa mikla kúabús hefir Þorgeir haft þarna margt sauðfé og fjölda hesta, reið- hesta og reiðhestaefna, því að hann er hestamaður mikill og hafa hest- ar hans jafnan skarað fram úr á kappreiðum hér. Suður í nesinu, eða tanga sunnan við nesið, þar sem áður mun hafa verið sá varp- hólmi, er getið er um hér að fram- an, hefir hann gert skeiðvöll og hafa þar verið haldnar kappreiðar undanfarin sumur. En um leið og Áburðarverk- smiðjan er komin, er búskap í Gufunesi lokið. Þá verður einu sveitarsetrinu færra hér syðra. Nú eru þar tímamót og þessvegna hefi ég ritað þetta hrafl úr sögu jarðar- innar. Áður en Áburðarverksmiðjan kom hafði Gufunessland verið skert að allmiklum mun, því að stutt- bylgjustöðinni höfðu verið fengnir þar 83 hektarar til umráða. Það var þó óræktað land. En nú hefir Áburðarverksmiðjan fengið loforð fyrir 25 hektörum í túni jarðarinn- ar og hefir þegar lagt undir sig 15 hektara af norðurhluta túnsins, sem var bezt ræktað. Þannig fer nýi tíminn með hern- aði á hendur gamla tímanum. Og það er ekki ósvipað því að koma á vígstöðvar að koma að Gufunesi núna. Stórvirkar jarðýtur hafa bylt um túninu þvert og endilangt. Með stálplógum sínum hafa þær tætt og flegið af hinn grænkandi gras- svörð og bylt honum alla vega upp í hrauka og garða. Hina frjóvu gróðurmold hafa þær rifið upp og sett í hauga og auk þess hálffylt með henni stóran klettabás, þar sem bryggjan á að koma. Þetta er gróðurmold sem tugir kynslóða hafa ræktað og lifað á um 10 alda skeið. Hér hafa iðnar héndur varn- að uppblæstri og hjálpað gróand- anum öld fram af öld. Þessi gróð- urmold og þessar grænu torfur eru því nokkurs konar þjóðararfur. Og manni hlýtur að vökna um augu þegar þeir horfa á hvernig með hann er farið. Það er verið að brýna fyrir okkur að bæta fyrir syndir for- feðranna, þar sem þeir hafa fram- ið rányrkju svo að jörð er blásin og ber þar sem áður voru skógar og grænar grundir. En höfum vér þá ekki jafníarmt skyldu til þess að varðveita það sem forfeðurnir hafa vel gert, varðveita þær gróð- urlendur, sem þeir vörðu og létu okkur í arf? Manni verður á að spyrja: Er það nauðsynlegt að nýi tíminn brjóti niður og rýri gæði lands- ins? Rafveiturnar hafa kaffært fög- ur gróðurlönd. Hér í Reykjavík hafa menn eytt miklu fé og mikl- um tíma og miklu erfiði í það að rækta ber og blásin holt, en þeg- ar þetta er loksins orðið að túnum og gróðurreitum þykir sjálfsagt að rífa það allt upp til þess að byggja þar hús og gera þar götur. Þetta hafa menn daglega fyrir augum. Og nú er verið að umturna 40 kúa túni á Gufunesi. Jarðveginum er eytt og gróðurmoldinni, sem undir var, er ekið fram í sjó, svo að hún skolist burt og fari veg allr- ar veraldar. Þeir forráðamenn heimsins, sem mestar áhyggjur hafa af því hvern- ig jörðin eigi að íramfleyta hinu sí- vaxandi mannkyni, brýna nú al- varlega fyrir þjóðunum að vernda dyggilega hvern gróðurblett, hefta lanispjöll og græða upp að nýu biásin og ber lönd. Ekki eru þessar aðfarir í Gufunesi í samræmi við það. Og því verður manni á að spyrja: Var það alveg nauðsynlegt að setja Áburðarverksmiðjuna í túnið á Gufunesi. Mátti ekki finna óræktað land, sem henni hentaði? Er það nauðsynlegt aðí-hýi tíminn brjóti undir sig og mylji niður það sem forfeðurnir hafa vél gert? ----0—<’.l ,f i’l Gufunes fær brátt ílýan svip. Þar rísa upp gríðarmikil verk- smiðjuhús og milli þeirra malborin eða malbikuð stræti. Umhverfis þau rísa svo upp íbúðarhús fyrir þá, sem þarna vinna og brátt verð- ur komið þarna þorp með iðandi lífi, þar sem vélamenningin malar gull í milljónatali. Hér er verið að koma upp lyftistöng fyrir ís- lenzkan landbúnað, og það er gleðilegt. En þrátt fyrir allan sinn áburð og allar sínar milljónir, getur þessi verksmiðja aldrei borgað gróður- moldina, sem hún eyðileggur á Gufunesi. Henni mun takast að veita bændum skilyrði til þess að auka gróðurmagn lélegs jarðveg- ar, auka töðufall, færa út nýrækt. En gróðurmold getur hún ekki skapað. Þess vegna mun sumum, sem renna augum yfir Gufunes í framtíðinni, fara líkt og álfkón- unni sem kvað: Faðir minn átti fagran lund, sem margur grætur, því ber ég hrygð í hjarta mér um daga og nætur. Það geta verið eftirmæli hins gamla Gufuness.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.