Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 4
r 288 r LESBÓK MORGUNBLADSINS Hér brýtur sjórinn bakkana. Torfan, fremst á mvndinni svnir hvað jarð'"",riir er djúpur sums staðar. ** MjJ Þarna hefir því verið kaupstað- ur áður en nokkur verslun var í Reykjavík. Höfn er þarna góð, eins og allir vita, því að þarna hafa skip jafnan verið höfð í vetrarlægi, síðan íslendingar fóru sjálfir að eignast skip. Innsiglingin hefir þó altaf verið viðsjál, en þó hafa stór skip farið um sundið milli Viðey- ar og Geldinganess og smáskipum hefir verið þar óhætt þegar leiði var gott. Þegar Miljónafélagið lét gera haískipabryggjur í Viðey, reisti það einnig dálítinn innsiglingavita á Geldinganesi. Sá viti er nú ónýt- ur fyrir löngu, en nú koma þarna sennilega ný innsiglingaljós, því að aftur kemur höfn í Gufunesi þeg- ar hinn mikli verksmiðjurekstur er byrjaður þar. Skúla Magnússonar landfógeta (1782—84) segir að þar sé kirkja „eingöngu úr timbri“. Enn er þess getið 1857 að kirkjan í Gufunesi sé „nýlegt timburhús, snoturt í bezta standi“. Með landshöfðingjabréfi 21. sept. 1886 var kirkjan aflögð og sóknin lögð til Lágafells. En kirkj- an stóð í Gufunesi enn um nokk- ur ár og var notuð sem skemma, en var að lokum rifin og heíur nú verið sléttað yfir kirkjugarðinn, svo engin merki sjást þess lengur, að Gufunes hafi verið kirkjustaður. Gufunes var kaupstaður. Bygðarlögin við sunnanverðan Faxaflóa voru fyrrum nefnd Sund og Sundamenn þeir, sem þar áttu heima. Var þetta nafn dregið af hinum mörgu eyasundum hér og segir Óiafur prófessor Lárusson að svo virðist sem um eitt skeið hafi það ekki aðeins náð til bæanna við sundin, heldur einnig yfir Mos- fellssveit, Seltjarnarnes og Álfta- neshrepp hinn forna. Hann segir einnig, að á miðöldum virðist svo sem mikill kaupstaðar hafi verið inni í sundunum, fyrst við Þern- eyarsund og síðan í Gufunesi. í bréfi frá 1496 er talað um „kaup- rein í Gufunesi“ og að þar skuli fara fram greiðsla „í kauptíð á sumarið“. Gufunesspítali. Um 1518 stofnaði Kristján kon- ungur II. svonefndan spítala í Viðey, en eftir nútíma skilningi mundi sú stofnun fremur hafa átt að heita fátækraheimili eða elli- Fram af bökkunum, þar sem móberg er undir, hanga grastorfur og halda sér dauðahaldi í grassvörðinn fyrir ofan eins og þær vilji ekki skilja við hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.