Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 11
GliLLHORNIN FRÆGU SEIVi STOLIÐ VAR FYRIR 150 ÁRUM ÞAÐ var árið 1639 að ung stúlka, Kirsten Svendsdóttir frá Österby, sem er milli Tönder og Höjer í Suður-Jótlandi, fann fornt drykkj- arhorn úr gulli. Hvernig þetta at- vikaðist má sjá á bréfi frá henni nokkuru síðar til Kristjáns kon- ungs 4. Þar segir hún svo: — Yðar konunglegu hátign mun þegar kunnugt um hvernig eg, fá- tæk stúlka, fyrir guðs sérstaka handleiðslu og forsjá, laugardaginn fyrir messu Jakobs postula, sem var 20. júlí síðastliðinn, fann á yðar konunglegu eign í Mögel- tönder sókn nokkra gullmola, sem tóku á sig horns eða lúður lögun, er þeir voru settir saman. Og þar sem eg er ung og fáfróð þá vissi eg ekki í fyrstu hvað eg hafði fund- ið og fór því með þetta til Tönder, en þegar það hafði verið skoðað og reynt þar af mikilsvirtum mönnum og það kom í ljós að þetta var gull, en enginn óvandaðri málmur, og að það var þuhgt, þá flýtti eg mér að fara með það til Mögeltönder-hall- ar.... ætla að láta kosningar fara fram í júní, eins og til stóð. Og hvað segir svo almenningur í lýðræðisríkinu Kúba? Ekkert. En hvað hann hugsar, er ekki gott að segja, ef hann þá hugsar um nokk- uð annað en að komast yfir nokkur centos, með sem allra minnstri fyrirhöfn. Og svo er þeim hollast, sem við einræði búa, að hafa í huga hinn gullna málshátt: „Fæst orð hafa minnsta ábyrgð“, því „oft er í holti heyrandi nær.“ Iiornið varð nú konungseign. Tæpri öld síðar, eða vorið 1734, fannst annað gullhorn á sömu slóð- um. Sá, sem fann það var fátækur bóndi frá Gallehus og hét Jerk Lassen. Hann var að gráfa upp leir svo sem 25 metra frá þeim stað, þar sem fyrra hornið fannst. Þetta horn var ekki nema nokkra þuml- unga undir yfirborði jarðar. Þessi tvö horn voru af svipaðri gerð, þó var seinna hornið þyngra en hitt, enda þótt það væri styttra. Samtals vógu þau 7 kg Innan í þeim var sléttur hólkur, en utan um hann voru breiðir samsettir hringar, skreyttir með upphleypt- um myndum og útflúri. Á seinna horninu stóð áletrun efst, gerð með rúnastöfum, og var svo lesið úr þeim: „Eg, Lægæst, sonur Holta, smíðaði hornið.“ Af þessari áletran og handbragð- inu á hornunum mátti ráða, að hornin væri norræn smíð og senni- lega frá 5. öld. Myndirnar á þeim sumar virtust vera af guðum og því var talið sennilegt, að þetta hefði verið helgigripir, notaðir sem drykkjarhorn við hátíðleg tæki- færi, en ekki verið blásturshorn. Mátti og ráða það af því hvað þykkt var í þeim. Samt þykjast menn ekki geta fullyrt neitt um til hvers þau hafi verið notuð. Og enginn getur gizkað á hvernig á því stend- ur að þau skyldi finnast á þessum stað, en sennilegast er talið að þau hafi verið fórnargjöf til guðanna, eins og svo margir aðrir dýrgripir frá fornöld, er fundizt hafa. Hornin voru fyrst geymd við hirðina, en þaðan voru þau svo flutt í „Kongens Kunstkammer“. Það var stofnun þar sem ægði sam- an forngripum og alls konar fáséð- um gripum. Var safn þetta geymt í sömu byggingu og konungs bók- hlaðan. Þar er nú ríkisskjalasafn. í þessu listaverkasafni voru margir glerskápar og í einum þeirra voru gullhornin geymd. —• Sennilega hefur skápurinn verið læstur, en frekari ráðstafanir voru ekki gerðar til þess að vernda gull- hornin. Og þess vegna fór svo að þeim var stolið á öndverðu árinu 1802. Þjófurinh var> gullsmiður og hét Niels Heidenreich. — GúUhornin freistuðu hans. Hann hafði gert sér tíðförult í bókasafnið og í þeim ferðum hafði honum tekizt að ná mótum af öllum þeim lyklum, er hann þurfti að nota til þess að kom- ast inn í listaverkasafnið. Að kvöldi hins 4. maí fór hann svo þangað og lauk upp fyrir sér sjálfur. Eng- inn maður var þar á verði og eng- inn hefti för hans. Hann komst inn í bókasafnið og þaðan var svo greiður gangur fyrir hann inn í listaverkasafnið. Þegar hann kom þangað gerði hann sér hægt um hönd, braut glerskápinn og tók gullhornin ásamt nokkrum öðrum munum úr gulli, sem þó voru lítils virði á móts við hornin. Þegar hann fór út úr húsinu skildi hann þjófa- lyklana eftir í útidyrahurð, svo að enginn skyldi væna starfsfólk þar í húsinu um að hafa rænt gripun- um. Síðan fór hann rakleitt heim til sín í Studiestræde, og áður en sólarhringur var liðinn hafði hann brætt gullhornin og gert úr þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.