Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Page 11
sjálfu sér, en magnist birtan,
slokkna ljósin. Það er því alltaf
jafn bjart í salarkynnum þessa
skóla.
Hibbing er heitin eftir þýzkætt-
uðum manni, sem lét mjög til sín
taka um framkvæmdir í þorpinu,
þegar það var að myndast. Og
stendur myndastytta af honum í
miðju bæarins. En Hibbingbær
reis fyrst, vegna mikils timbur-
iðnaðar þar, áður en farið var að
vinna í járngrýtisnámunni.
Olson ók nú með mig í attina til
námunnar, sem er norðan við aðal-
bæinn. Hann nam snöggvast stað-
ar, þar sem mikið bar á gömlum
húsgrunnum, og eru sumir alveg
á námubarminum. Þessir gömlu
húsgrunnar hafa þá merkilegu
sögu að segja, að þegar vissa var
fengin fyrir því, að á þessu svæði
væri auðug náma, kom upp úr
kafinu, að einn bezti hluti nám-
unnar var undir aðalbænum.
Ekki stóð það þó fyrir fram-
kvæmdum, því að félagið, sem rek-
ur námurnar, Oliver Iron Mining
Company, keypti umrætt svæði og
flutti Norður-Hibbing um set.
Mátti þá margan dag og einnig um
nætúr, sjá hús flutt á hjólum í
heilu lagi og komið fyrir á grunn-
um allmiklu sunnar. Sum húsin
varð þó að byggja upp að nýu. Þess
vegna er Hibbing svo nýlegur bær
að sjá. Og hver veit, nema að enn
verði að grípa til húsflutninga. En
nú var Olson kominn með mig á
brún námunnar, fyrir henni miðri
að sunnan.
Þetta er mikil kvos, enda talin
stærsta opna járnnáma í heimi, og
eru Hibbingbúar all-stoltir af.
Námukvos þessi er óregluleg að
lögun, rúman 5V2 km, þar sem hún
er lengst, en 1—1,5 km á breidd
og 150 metrar, þar sem hún er
dýpst.
Það hefur verið grafið úr námu
þessari síðan árið 1894. Ruðning-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
511!
urinn ofan að járngrýtinu er
minnst 13 metrar að þykkt. Fyrstu
árin var unnið í námunni með
hökum, rekum og hestvögnum. En
nú er unnið með stórvirkustu, ný-
tízku tækjum. Þannig er nú notuð
vélskófla, sem vegur sjálf yfir 25
smálestir, bílar, sem taka 35—50
smálestir, og færibelti, sem flytja
um langan veg tugi smálesta all-
an sólarhringinn, bæði ruðninginn
og járngrýtið sjálft.
Af ruðningnum hafa myndast
stórir hólar og hæðir í nánd við
námuna. En járngrýtinu er komið
fyrir í vögnum, sem taka 70 smá-
lestir hver. Það er ótrúlegt en samt
satt. Járngrýtið er þungt í vigtinni.
Ég tók til minja tvo mola á stærð
við eldspýtnastokk, og voru þeir
þungir sem blý.
í námu þessari er unnið frá því
í apríl ár hvert og þangað til í
nóvember. Starfræksla námunnar
miðast við það, hvenær ísa leysir
af „Vötnunum miklu“ á vorin, og
hvenær þau leggur á haustin. En
járngrýtið er flutt eftir vötnunum
í til þess gerðum, stórum flutn-
ingaprömmum.
í vor var ísinn að leysa af vötn-
unum í byrjun apríl. Og þess
vegna var dag þann, sem ég dvaldi
í Hibbing, mikill viðbúnaður til
að hefja vinnslu í námunni. Ver-
ið var að koma vélum og færi-
beltum á sinn stað, reyna tæki
o. s. frv. Náman leit út eins og all-
djúpur dalur með hallandi hlíðum,
hvömmum og klettabeltum. Eftir
brekkunum runnu smálækir, sum-
ir með fallegum fossum. En kvos-
in fyllist ekki, því að öllu vatni
er dælt upp úr henni, jafnóðum.
Járngrýtið, sem unnið er úr
námu þessari, hefur minnst 50—
64% járn. Hitt er skilið eftir, en
kann að verða unnið síðar, þegar
ganga fer á hinn góða málm.
Olson sagði, að eftir nokkra
daga, myndi allt verða í fullum
gangi í námu þessari. Það yrðl
unnið í henni allan sólarhringinn.
Járngrýtið verður að flytja jafn-
óðum til hafna við Superior-vatn,
t. d. Duluth, sem er um 100 km
suð-austur af Hibbing og er borg
með 105 þúsund íbúum. í hverri
flutningalest eru, að jafnaði, um
180 vagnar, svo að hægt er að
flytja um 13 þúsund smálestir af
járngrýti í einu. Og lestin er svo
löng, að lestarstjórinn, fremst í
lestinni, og aðstoðarmaður hans í
aftasta vagni hennar, talast við
með hjálp stuttbylgju-talstöðvar.
Frá Duluth-borg er járngrýtið svö
flutt vatnaleiðina til Pittsburgh í
Pennsylvaníu, og þar er unnið úí
því járn og stál.
Frá því að hafin var vinnsla f
námu þessari og til þessa tíma,
hafa 500 milljón smálestir af járn-
grýti verið unnar úr námunni.
Og sagði Olson mér, að hver smá-
lest af járngrýti myndi kosta um
5,6 dollara, eða rúmlega kr. 91,00
íslenzka. ■(
Frh. ;
★ ★ ★ ★
Veiztu þetta
Fyrstu skórnir sem menn notuðU
var leðurspjör, bundin undir ilj-
ina með þvengjum. Slíkir skór.
hafa fundizt í hellum þar sem'
frumstæðir menn höfðu búið. 4
Þegar Spánverjar komu til Yuka-
tan árið 1519 höfðu Indíánarnir
þar þegar lært tóbaksnotkun og
gerðu bæði að reykja og taka i
Sólargeislarnir eru 400.000 sinnum
bjartari en tunglsgeislarnir.
---o----
Á TUNGLINU er alltaf logn, þar rignir
aldrei og þar er aldrei þoka né ský
á lofti. jj