Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 50 kunnir menn. Þar á meðal má nefna skáldið og málsnillinjíinn Sveinbjörn Egilsson, rektor, sem einnig er fæddur í Innri-Njarðvík um 100 árum síðar eða 6. marz 1791, dáinn 17. ágúst 1852, síra Björn Halldórsson í Laufási, föður Þór- halls biskups, Runólf Magnús Ol- sen á Þingeyrum, föður Björns M. Olsen prófessors og marga fleiri þótt ekki séu þeir taldir hér, og vísast til ævisögu Jóns og ágætrar greinar um síra Odd Oddsson á Reynivöllum, eftir S. K. Steindórs í Lesbók Mbl. 17. og 24. marz 1946. Lærdómsmaðurinn Jón Þorkelsson skólameistari var, svo sem kunnugt er, hinn mesti lærdóms- og gáfumaður, einn lærð- asti maður þjóðarinnar á sinni tíð og talinn mesta latínuskáld íslend- inga bæði fyrr og síðar. Effir hann liggur mikill fjöldi rita í handrit- um, bæði í bundnu og óbundnu máh, frumsaminna og þýddraáýms um tungumálum, þó mest á latínu, enda var latínan hans eftirlætis- mál, sem hann mun hafa talið að lifa mundi um aldir. Hafa rit þessi verið lesin af fræðimönnum víða um lönd og hvarvetna þótt hin merkilegustu. Hefur hann með rit- um þessum vakið þá athygli á landi og þjóð. sem ekki verður metið að verðleikum. Munu flest handrit hans vera í erlendum söfnum, að- ailega dönskum, en afskriftir af rit- um hans allflestum í Landsbóka- safninu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að frumritin verði flutt heim, sem og önnur íslenzk handrit, sem eru í Danmörku. Tillögur Jóns Þá eru og eigi síður athyglisverð- ar tillögur hans og ábendingar í ýmsum þjóðfélagsmálum. Sýna þær oss, ef til vill, einna bezt hve mikill hugsjónamaður hann hefur verið og langt á undan sinni sam- tíð. í skrá, sem Jón samdi á árun- um 1740—1741, ef ekki 1738, og enn er til um „það sem virðist þurfa rannsóknar og brevtingar til batn- aðar á íslandi“, má rekia þessar bendingar, og get eg ekki stillt mig um að tilfæra hér nokkurar þeirra: 1. „Um opinbera barnaskóla", en þeir urðu, svo sem kunnugt er, ekki til fyrr en löngu síðar. 2. „Um afnám brennivíns eða hegning fyrir vanbrúkan þess og fvrir ofdrykkju, sem af því leiðir“. Er þetta ekki fyrirboði bindindis- starfseminnar í landinu? 3. „Um það, hversu einn maður gegnir stundum mörgum sýslun- um, sem fleiri en einn gæti haft uppeldi af“. Er þetta ekki eitt af þeim málum, sem vér nú, eftir 200 ár, erum að glíma við? 4. „Um utanfárir stúdenta vorra og hversu þeir sækja að framast í Kaupmannahöfn, bæði andlegrar og veraldlegrar stéttar“. Um þetta segja höfundar að ævisögu Jóns: „Þetta athugunarefni stendur án efa í sambandi við þá þjóðlegu skoðun Jóns, að hér á landi ætti að vera framhaldsskóli, eftir latínu- skólanámið, fyrir embættismanna- efni landsins. Svo gömul er há- skólahugmyndin á landi hér“. Jón rektor hreyfir fyrst tillögum um ýmsar breytingar á skólum og kennslufyrirkomulagi hér á landi 1733. Hafði hann í huga að halda í Hítardal nokkurs konar presta- skóla eða framhaldsskóla fyrir stúdenta. 5. „Um grasafræðing og land- lækni, af því að enginn er sá í land- inu, er beri skynbragð á þessi efni til gagnáö,, En landlæknisembættið var 'stofnað 20 árum síðar (1760). 6. „Um að stofnað sé í landinu typtunarhús fyrir ónytjunga, börn (þeirra), þjófa og flakkara“. Af þessu má glöggt sjá, að hugmyndin um drykkjumannahæli, hæli fyrir þá, sem vanrækja að gefa með börnum sínum, hæli fvrir vand- ræðabörn o. fl. er 200 ára gömul. 7. „Hvernig tök væri á að fá nýt- ar bækur fyrir bærilegra verð en hingað til, betur innbundnar og sléttaðar.“ Er þetta ekki einmitt fyrsta hugmyndin að ríkisútgáfu skólabóka? 8. „Hvort stúdentar, sem vilja verða vel hæfir, geti ekki fengið meiri styrk en hingað til af háskól- anum. svo að þeir geti orðið því færari, þegar til þarf að taka“. Af þessu má sjá að sumar af uppástungum Jóns hafa þegar ver- ið framkvæmdar og að verið er að framkvæma aðrar og skal þetta látið naégja, en þeim, sem vildu kynnast þessu nánar og fleiru um Jón Þorkelsson, skal bent á að lesa ævisögu hans, sem út var gefin í 2 bindum á kostnað Thorkilliisjóðs- ins í minningu þess, að þá voru liðin 150 ár frá því að Thorkillii- gjöfin var gerð (1909), en því mið- ur mun hún nú vera því nær upp- seld og væri því þörf á að endur- prenta hana og láta þá fylgja skýrslu um Thorkilliisjóðinn frá árinu 1909. Ætti hin endurpentaða útgáfa að koma út eigi síðar en á 200 ára afmæli Thorkilliisjóðsins og 200. ártíð Jóns 1959. , Faðir barna- og alþýðufræðslunnar Jón Þorkelsson hefur verið rétt- nefndur faðir barna- og alþýðu- fræðslunnar í landinu, og má meðal annars benda á, að hann á fyrstur manna hugmyndina að hinum svo- nefndu verknámsskólum. Vegna tillagna Jóns og langsjón- armiða var hann, eins og títt er um slíka menn, misskilinn af samtíðar- mönnum sínum, og leiddi það til þess, að hann dvaldi síðari hluta ævi sinnar langdvölum erlendis. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 5. maí 1759 og var jarðsettur þar 10.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.