Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 7
LESfcÓK MORGUNBLAÐSINS 51 dag sama mánaðar. Jón var barn- laus og haíði aldrei kvænzt. Jón gefur eigur sínar Þrátt fyrir dvöl sína erlendis, og ef til vill ekki sízt hennar vegna unni hann jafnan íslandi og ís- lenzkum málum, en þá sérstaklega fæðingarhéraði sínu. Allt þótti hon- um fegurst og bezt í Gullbringu- sýslu, og stúlkurnar líka, það sanna hin fögru Gullbringuljóð hans, sem ort eru á latínu. „Sjálfur tók hann sér nafn af Gullbringusýslu og kall- aði sig oftast „Chrysorinus“, þ. e. úr Gullbringum.... Chrysoris eða Gullbringuljóð er lofkvæði um Gullbringusýslu og nafnkunnustu staði í sýslunni, og inn í það spunn- in saga héraðsins og héraðsmanna og sagnir ýmsar á marga vegu“ (I. bindi). Ræktarsemi sína til fæðingarhéraðs síns, Kjalarness- þings (þ. e. Gullbringú og Kjósar- sýslu) sýndi hann einna bezt með því, að gefa því allar eigur sínar eftir sinn dag til uppeldisstofnun- ar. Þessi stórmyndarlega gjöf lá í jarðeignum, bókum og reiðu fé. Gjafabréfið Gjafabréfið var gert í Kaup- mannahöfn 3. apríl 1759 og stað- _ fest af konungi 20. s. m., og er aðal- efni þess þetta: 1. „Bækur sínar allar íslenzkar, guðrækilegs efnis, bæði prentaðar og handrit, gaf Jón rektor uppeldis- stofnun þeirri, sem allar eigur hans áttu að ganga til, þó þannig, að þær skyldu geymast við kirkjuna í Innri-Njarðvík“. 2. „Allar aðrar eigur sínar bæði í Danmörku og á íslandi gaf hann í því skyni“: 3. „Að árlegur arður af þeim skyldi ganga til stofnunar, þar sem allra aumustu og fátækustu börn í Kjalarnesþingi skyldu fá kristi- legt uppeldi, þar með talið hús- næði, klæði og fæði, þangað til þau gætu séð íyrir sér sjálf“. 4. „Til þess að framkvæma erfða- skrána í öllum greinum, tilnefndi hann þá: stiptamtmanninn yfir ís- landi og biskupinn yfir Sjálands- stipti“. Thorkilliisjóðurinn Sá sjóður, sem þannig var mynd- aður, hefur alltaf verið nefndur Thorkilliisjóður. Til er og skrá yfir allar þær bækur, sem um getur í tölulið 1. Það er enginn vafi á því að það hefur verið hjartansmál Jóns Þor- kelssonar, að þessi stofnun kæmist á fót og að fylgt yrði að öðru leyti fyrirmælum erfðaskrárinnar. Ætla mætti að þeir, sem við tóku hefðu ekki látið sitt eftir liggja, að fram- kvæma það, sem eríðaskráin mælir fyrir um. En því miður rekum vér oss á þá beizku staðreynd, að þetta hefur farið mjög á annan veg. Bent skal á að þeir Finnur biskup og Magnús amtmaður Gísla- son sömdu reglugjörð 1761 fyrir væntanlegan skóla í Njarðvík, er stofna skyldi og starfrækja á veg- um sjóðsins og í anda erfðaskrár- innar, sjá ævisögu J. Þ. II, bls. 225—233. Þessi skóli komst aldrei á. Hins vegar var löngu síðar (1792) komið á fót vísi að uppeldisskóla að Hausastöðum á Álftanesi á kostnað sjóðsins. Skóli þessi starf- aði aðeins um 18 ára skeið og valt á ýmsu með hann og síðan ekki söguna meir. „Hann flosnaði upp og virtist þó nóg fé eiga að vera fyrir hendi til skólahaldsins“, svo sem segir í skýrslu um skólann, II. bindi. Saga Thorkilliisjóðsins er sú, að í stað þess, eins og vera bar, að varðveita hann á tryggum stað og ávaxta hann vel, hefur oltið á ýmsu um velferð hans. Má segja að öll saga sjóðsins fram til ársins 1909 sé samfelld raunasaga, svo sem um getur í II. bindi ævisögu Jóns, en síðan hefur verið hljótt um sjóð- inn. „Síðan 1855 hefur sjóðnum ver- ið stjórnað hér á landi, fyrst undir umsjón stiptyfirvalda og frá 1904 af Stjórnarráðinu. Síðan hefur Sjóðurinn aukizt fram að 1870, en lítið úr því. Árið 1860 var sjóðurinn 24,779 rdl. 88 sk.; .... 1870 32,179 rdl. 4 sk.; 1880 66,537 kr. 98 aur.; 1890 68,025 kr. 32 aur.; 1900 68,843 kr. 41 eyrir, og 1909 eða 150 árum eftir lát gefandans 68,595 kr. 28 aur.“ (II. bindi). Fyrsta jan. 1952 var sjóðurinn 240,068 kr. 97 aur. Um bækur þær, sem um var getið og áttu að varðveitast í Njarð- víkurkirkju er það að segja, að þær hafa aldrei þangað komið og má telja víst, að þær séu fyrir löngu með öllu glataðar. Þann veg hefur farið um framkvæmd á þessu hug- sjónamáli Jóns Þorkelssonar. Eigi skal sakast um orðinn hlut, en við svo búið má eigi standa lengur. Og núlifandi kynslóð verð- ur að gera sér það ljóst, að það verður að falla í hennar hlut að bæta úr því, sem vanrækt hefur verið í þessum efnum svo sem verða má, og beini ég þar máli mínu til þjóðarinnar allrar, sem er í mikilli þakkarskuld við Jón Þor- kelsson, en þó einkum til íbúa Gullbringu- og Kjósarsýslu og Kjalarnesþings hins forna um að ganga hér fram fyrir skjöldu. Menntastofnun í Innri-Njarðvík Nú er þess að gæta, að ríkisvald- ið hefur tekið að sér það hlutverk, sem Thorkilliisjóðnum var ætlað, það er skólauppeldi æskunnar í landinu. Það sem gera ber nú er að gangast fyrir því, að stofnað verði veglegt menntasetur, þar sem mál- vísindi og náttúruvísindi skipa önd- vegi, en auk þess yrði þar fyrir- Frh. á bls. 58

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.