Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55 írti fyrir Godthaab, teiknmg eftir Hans Egede. kap. 32. v., er hann kvaddi sinn kærasta söfnuð, í Efesus: „Og nú fel ég yður Guði og orði náðar hans, sem máttugt er að uppbvggja yður og gefa arfleifð með öílum þeim, sem helgaðir eru“. Egede fluttist nú til Bergen ásamt fjölskyldu sinni, með fastan ásetn- ing um að undirbúa þar leiðangur til Grænlands. Hann lauk því á þremur árúm. Ilvað eftir annað var hann að því kominn að gefa upp alla von í baráttu við hleypi- dóma og skilningsleysi manna. Örugg vissa um guðlega köllun og stuðningur ágætrar eiginkonu veitti honum þrek og þolgæði. Eftir að ferðir hófust aftur til Grænlands á síðari hluta 16. ald- ar höfðu ensk, hollnezk og norsk skip siglt þangað á sumri hverju á sela- og hvalveiðar. Verslun við Eskimóa þótti og arðvænleg, en engum hvítum manni hafði kom- ið til hugar að búsetja sig á Græn- landi. Tvívegis höfðu útgerðarmenn og kaupmenn í Bergen stofnað til út- gerðar við Grænland, en samtök þeirra staðið sk^mma stund í bæði skiptin, endá máttu þau sín eink- is í samképpni víð Hollendinga. Lá því nærri að Englendingar Óg þó einkum Hollendingar yrðu þar ein- ir um hituna. Eftir þriggja ára þrotlausa bar- áttu tókst Hans Egede að stofna nýtt Grænlandsfélag í Bergen. Áhugamenn lögðu fram hlutafé, að upphæð tíu þúsund ríkisdali, til kaupa á skipi, er nefndist „Vonin“, en tvö minni skip tóku þeir á leígu. Egede hafði farið til Kaupmanna- hafnar og lagt tillögur sínar fyrir konung og kristniboðsráð. Hét konungur honum þrjú hundruð ríkisdala árslaunum og tveimur hundruðum betur til undirbúnings fararinnar. (Frjáls samtök áhuga- manna um kristniboð þekktust ekki í þann mund). „Þannig þóknaðist Guði að umbuna þolgæði mitt; og staðfast traust til hans, eftir mikl- ar þrengingar og raunir“, reit hann löngu síðar. Þriðja maí 1721 lagði Grænlands- leiðangur Hans Egede úr höfn, að viðstöddu fjölmenni. Leiðangurinn var vel undirbúinn af hyggnum ög reyndum mönnum.- Sjáífur.var hann ábyrgur foringi' én hafðí ráð sjö valinna manna sér við hlið. Áhafnir voru, að fjölskyldu Hans Egede meðtalinni, samtals 46 manns. Verður ekki annað sagt en að giftusamlega hafi tekizt til um þenna fyrsta leiðangur Norð- manna, er bjó sig undir vetursetu í heimskautalandi og val fyrsta kristniboða þeirra. Á þeim tvö hundruð og þrjátíu árum, sem lið- in eru síðan, hafa þeir gert út marga leiðangra til beggja skauta heims og sent úr landi þúsundir kristniboða, sér til ævarandi heið- urs. Eftir tveggja mánaða siglingu og mikla hrakninga náðu þeir landi við ey eina, er þeir nefndu Vonar- ey, Sunnarlega á vesturströnd Grænlands. Landnám íslendinga á Grænlandi byggðist á fjárrækt og landbúnaði, því búsettu þeir sig þar sem fegurst er og frjósamast, meðfram og inn af fjörðum. Hið nýja landnám varð með allt öðr- um hætti. Framtíð þess byggðist á veiðiskap og viðskiptum og sigl- ingum til Norðurlanda. Hans Eg- ede taldi leiðangri sínum henta vel búseta á Vonarey, en hún er skammt undarí landi þar sem er Vesturbyggð hin forna. Þeir hlóðu hús úr grjóti og torfi, um það bil 25 álna langt, klæddu innan með borðviði og hólfuðu í þrjár vistar- verur, er nægðu leiðangursmönn- um öllum. í þessu húsi átti Egede og fjölskylda hans heima næstu 7 ár. Langþráðu takmarki er náð. Hans Egede er orðinn kristniboði á Grænlandi. Framundan er fimmtán ára þrotlaus barátta und- ir erfiðustu aðstæðum. Því verð- ur ekki lýst í fáum orðum. Stutt yfirlit verður að nægja. Hann hafði tengt vonir sínar um framgang starfsins þeirri trú,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.