Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 2
. 192
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hver handverksmaður hafi fullan
rétt til að stunda handverk sitt og
kenna, sé hann útlærður. En svo
kemur hið merkilegasta ákvæðið:
„Aldrei má stifta nokkurt hand-
verksfélag á íslandi“.
í 18. gr. segir svo: „Hlutaðeigandi
sýslumenn megu fyrst um sinn
halda lagastjórn yfir þessum stöð-
um, sem þó vona megu að fá sín
eigin staðaryfirvöld, þegar stift-
amtmaðurinn og amtmaðurinn
ávísa, að þeir magnist svo, að þess
gerist þörf.“
REYKJAVÍK STÆKKAR
Svo leið og beið fram yfir alda-
mót. Reykjavík var eini kaupstað-
urinn sem stækkaði að nokkru ráði.
Aldamótaárið voru íbúar Reykja-
vikui orðnir 307 og hafði þeim
fjölgað um 140 síðan bærinn fekk
kaupstaðarréttindi. Fannst sumum
þá tími til þess kominn að bærinn
yrði gerður að sérstöku lögsagnar-
umdæmi, eins og fyrirheit hafði
verið gefið um- Þó drógst þetta enn
nokkuð.
En um miðjan janúarmánuð 1803
skrifar Rentukammer fjármála-
ráðuneytinu eftirfarandi bréf og
uppástungu:
„í 18. gr. tilskipunar 1786 um
kaupstaði á íslandi er svo ákveðið
að þeír skuli gerðir að scrstöku
lögsagnar umdæmi undir eins og
þeir hefði stækkað svo að þess
gerðist þórf.
Nú hefur Reykjavík stækkað svo,
að bæði vegna stærðar sinnar og
til þess að haldið sé þar uppi góðri
reglu, verður hún nú að fá sinn
eigin bæarfógeta, búsettan þar og
auk þess tvo lögregluþjóna til þess
að framkvæma fyrirmæli hans.
Til þess að spara þau útgjöld,
sem þessu eru samfara, teljum vér
að embætti þctta mætti sameina
sýslumannsembættinu í Kjósar-
sýslu og cmbætti héraðsdómara í
Guilbringusyslu, sem hmgaö til
hefur verið dómari í kaupstaðnum
en þó ekki búsettur þar. Nú er
embætti þetta laust, og þess vegna
hentugasti tími til þess að hugsa
um þetta mál. Það hefur af ásettu
ráði verið dregið að skipa mann í
þetta embætti þangað til fengist
duglegur danskur eða norskur
maður, er gæti tekið að sér fleiri
nauðsynlegar skyldur, heldur en
hægt er að vænta af innfæddum
íslendingi, sem heima á þar í land-
inu. Og nú hefur slíkur maður gef-
ið sig fram og sótt um að taka við
slíku embætti.
Vér teljum þessa skipan mála
mjög nauðsynlega og leyfum oss að
stinga upp á að hún verði gerð, en
áður verðum vér þó að leita álits
fjármálaráðuneytisins vegna þeirra
útgjalda, sem þetta hefur í for með
sér. Slíkur maður getur ekki kom-
izt af með minna en 300 ríkisdala
árslaun, auk teknanna af sýslu-
manns embættinu, og lögregluþjón-
arnir komast varla af með minna
en 300 rd. eða 150 hvor í árslaun.
Þetta verða því 600 rd. árleg út-
gjöld fyrir konungssjóð, og auk
þess þarf svo í eitt skifti fyrir öll
að veita þeim gjafir til að búa sig
út, bæarfógetanum 200 rd. og hvor-
um lögregluþjóni 100 rd.
Enni'remur v'erður nauðsvnlegt
að reisa hús handa bæarfógeta. og
það mun kosta 1400—1600 rd. sam-
kvæmt áætlun.
Þetta virðist í fljótu bragði verða
nýr baggi á konungssjóði. eða fórn
fyrir það land, sem nú fást engar
tekjur af. En um það leyfum vcr
oss að benda á, að það eru likur
til þess að hægt sé að vinna jjetta
upp að loknum þeim 20 ára tíma
sem kaupstaðarbúar eru skatt-
frjálsir, og þegar eignir konungs
verða seldar eins og ráðgert er, þá
munu fást af því meiri tekjur en
þær gefa nú af sér.“
Þetta leiddi til þess, að 15- apríl
1803 var gefiu ut konungleg tilskxp-
an um að Reykjavík skyldi vera
sjálfstætt bæarfélag.
FYRSTI BÆARFÓGETI
Þar sem Rentukammer minnist á
það, að sýslumannsembættið í Gull-
bringusýslu sé óveitt og það hafi
verið dregið af ásettu ráði að skipa
í það, þá stendur þannig á því, að
Sigurður sýslumaður og skáld Pét-
ursson hafði sagt af sér embætti
1801, en ekki verið veitt lausn. Páll
Jónsson spítalahaldari á Elliðavatni
hafði þó verið settur til þess að
gegna embættinu. Og með hinni
fyrirhuguðu samsteypu var það
verk nú talið svo vandasamt að eng
um íslendingi væri trúandi fyrir
því. En hæfileikamanninn hafði
Rentukammer fundið. Það var 25
ára gamall danskur piltur, Rasmus
Frydensberg að nafni. Hafði hann
að vísu lögfræðipróf og hafði verið
skrifari hjá Rentukammeri, en
skorti auðvitað alla reynslu og
þekkingu á embættisstörfum og
kunni ekki stakt orð í íslenzku. —
Annars má geta þess, að stjórnin
var ekki alltaf að hugsa um það
að skipa reynda og ráðsetta menn
í æðstu embætti á íslandi. Friðrik
Trampe var ekki nema 25 ára er
hann var gerður að stiftamtmanni,
og Castcnskiöld aðeins 23 ára er
hann var gerður amtmaður og síð-
an stiftamtmaður.
í tilskj-pan konungs 15. april er
alveg fallizt á tillögur Rentu-
kammers og svo ákveðið, að sý'slu-
maðurinn í Kjósarsýslu og héraðs-
dómarinn í Cíullbringusýslu, Ras-
mus Frydensberg, skuli jafnframt
skipaður bæarfógeti í Reykjavík.
Er honum leyft að bera sama ein-
kennisbúning og bæarfógetar í
Danmörk báru.
Það var mikið í fang færzt af
svo ungum manni og Frydensberg
var að taka við jafn umfangsmiklu
embætti og vera algjörlega ókunu-