Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLADSINS
203
1 hingað snöggva ferð til að kynna sér
störf Gagnkvæmu öryggisstofnunarinn-
ar hér á landi (4.)
Þorsteinn Bernharðsson var skipaður
formaður íþróttanefndar ríkisins (4.)
Benjamín Eiríksson dr. var ráðinn
forstjóri Framkvæmdabankans (5.)
Magnús Jónsson alþingismaður var
ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins (7.)
Alfreð Gíslason bæarfógeti í Kefla-
vík var útnefndur forstjóri islenzka
Rotary-umdæmisins (8.)
Tíu hjúkrunarkonur voru braut-
skráðar frá Hjúkrunarskóla íslands
(11.)
Snoddas, sænskur dægurlagasöngv-
ari, kom hingað á vegum SÍBS og söng
nokkrum sinnum opinberlega til ágóða
fyrir sambandið (17.)
Fjórir Aiþýðuflokksmenn, Helgi
Hannesson, Magnús Ástmarsson, Sig-
fús Bjarnason og Sigurjón Jónsson fóru
í kynnisför til Bretlands í boði brezku
utanríkisstjórnarinnar (14.)
Karl Þorsteinsson var kjörinn for-
maður Félags ísl. stórkaupmanna (18.)
Páll Aðalgeir Sigurðsson, Vestur-ís-
lendingur, hefir í vetur flutt fræðslu-
erindi við skólana á Hólum og Laug-
um (27.)
Sverrir Fougner Johansen kom í 5000.
skipti í Sundhöll Reykjavíkur. í til-
efni af því heiðraði bæarráð hann með
því að veita honum ókeypis aðgang
að Sundhöllinni ævilangt (20.)
Stofnað var í Reykjavík Félagið ír-
land og á að vinna að menningartengsl-
um frændþjóðanna írsku og íslenzkú
(18.)
Skúli Helgason læknir á Akureyri
fór norður til Meistaravíkur í Græn-
landi og verður þar um hríð í for-
föllum læknisins, sem þar var og nú
var veikur. Flugfélag íslands sótti hinn
veika lækni og flutti Skúla lækni norð1
ur (10.)
Greta Björnsson hafði sýningu á
málverkum og listmunum í Reykjavik
(19.)
Samkvæmt seinasta manntali eru ís-
lendingar nú um 144 þús. og eru karl-
menn fleiri en konur (1000:992). Um
30 af hundraði eru börn innan 15 ára
aldurs.
SÍLDARÚTVEGSNEFND
Alþingi kaus í nefndina þá Jón L.
Þórðarson, Reykjavík, Jónas Rafnar,
alþingismann og Björn Kristjánsson,
fyrrv. alþingismann. Síðan kusu út-
gerðarmenn Guðmund Jörundsson út-
gerðarmann á Akureyri og Alþýðusam-
bandið Erlend Þorsteinsson, Siglu-
firði (25.)
ÍSLENZK LEIKRIT
í þessum mánuði virtust íslenzk
leikrit eiga upp á pallborðið hjá fólki.
Á Eyrarbakka var sýndur „Hreppstjór-
inn á Hraunhamri“ eftir Loft Guð-
mundsson, Leikfélag Sauðárkróks
sýndi „Pilt óg stúlku“ eftir Jón Thor-
oddsen, Leikfélag Akureyrar sýndi
„Dóma“ eítir Andrés Þormar, Húsvík-
ingar sýndu „Skugga Svein“ eftir
Matthías Jochumsson og Þjóðleikhúsið
sýndi „Skugga Svein“ og „Landið
horfna“ eftir Davíð Stefánsson.
ÝMSAR FRAMKVÆMDIR
Skógræktarfélag Eyfirðinga gróður-
setti 57.000 trjáplöntur árið sem leið
(10.) Félag Suðurnesja hefir gróíjursett
26.000 trjáplöntur hjá Háabjalla (31.)
Lokið var byggingavinnu við nýu
Laxárvirkjunina (29.)
Tuttugu býli í Gaulverjabæarhreppi
hafa fengið rafmagn frá Sogávirkjun-
inni (28.)
Myndarlegt félagsheimili var vígt á
Sauðárkróki (12.)
LJÓTT BRAGÐ
Ölvaður maður, sem var farþegi á
vb. Sigurfara til Akraness, komst í
talstöð skipsins og sendi út neyðarkall
og kvað skipið vera að farast í Faxa-
flóa. Flugvélar og skip voru þegar
send að leita, en eftir nokkurn tíma
komst hið sanna upp '20.)
SKEMMTIFERÐ
„Gullfoss" fór til Miðjarðarhafslanda
með Karlakór Reykjavíkur, er fer
þangað í söngför. En auk þess hafði
fjöldi manns tekið sér far með skip-
inu til þess að eyða sumarleyfi sínu
undir suðrænni sól, á meðan hér er
enn vetur. Alls voru farþegarnir
212 (25.)
NÝR SENDIHF.RRA
Leif Öhrvall hefir vcrið skipaður
sendiherra Svía á íslandi (31.)
Belgiskur togari var tekinn að veið-
um í landhelgi við Ingólfshöfða (4.)
íslenzk verklýðsfélög veittu styrk
handa færeyskum sjómönnum, sem eru
í verkfalli (27.)
íslenzk tónlist var kynnt í útvarpinu
í Belgrad, lög eftir fimm íslenzk tón-
skáld (27.)
Bridge-þraut
A 543
V 3
♦ K D G 7 5
* 8 7 6 5
A K 10 8
V Á 4 2
♦ Á 6 4 3
* K9 3
N
V A
S
A
¥
♦
♦
Á D G 9 2
K D 6 5
8
Á 10 2
A 7 6
¥ G 10 9 8 7
♦ 10 9 2
* D G 4
Sagnir voru þessar:
A s V N
1 S pass 3 grönd pass
4 grönd pass 5 hjörtu pass
5 grönd pass 6 hjörtu pass
6 spaðar pass pass pass
Suður sló út HG. Hvernig viljið þér
nú láta A spila? Getur hann unnið
sögnina, eða getur hann ef til vill gert
alslemm?
Allur er
varinn QÓður
TVEIR menn urðu samferða í járn-
brautarvagni. Annar þeirra var ungur
og snyrtilegur, hinn var nokkuð við
aldur og ekki ásjálegur.
Ungi maðurinn spurði hvort hann
gæti gert svo vel og sagt sér hvað
klukkan væri. Þá svaraði sá eldri á
þessa leið:
— Ojæja, karlinn, þú átt þá ekki
einu sinni úr. En ef ég segi þér nú
hvað klukkan er, þá notarðu það sem
ástæðu til þess að spjalla meira við
mig. Og þegar við komum til borgar-
innar, þá muntu sjálfsagt -bjóða mér
upp á glas af öli, og svo neyðist ég til
þess að bjóða þér upp á annað glas.
Og svo verðurðu æ blíðmálli og- vin-
gjarnlegri, svo að ég verð að bjóða þér
heim til kvöldmatar. Þar hi-ttif þú-svo
dóttur mina, sem er bæði ung og fögur,
og það endar með því að þú biður
hennar. En hvernig ætti ég -að .geta
verið þekktur fyrir að gefa þeim
manni dóttur mína sem ekki getur
einu sinni keypt sér úr. - -- • 5 —