Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGITNBLAÐSINS 197 Á hæðinni umhverfis evangel- isku kirkjuna er hermannagrafreit- ur, hetjugrafir frá frelsisstríðinu 1917—13 og stríðinu 1939—1944. Er hann hirtur af mikilli prýði sem aðrir slíkir reitir í Finnlandi, hvort heldur sem minnismerkin eru af rauðum granít eða einfaldir tré- krossar. Nýlega hafa Kotkabúar reist á þessari sömu hæð voldugan bauta- stein úr svörtum granít, áristan táknVnyndum úr stríðinu. — Að lokum ókum við í bíl að útsýnis- turni bæarins. Bílstjórinn, fremur ungur maður, varð allfrægur í bænum fyrir það, að hann hafði skotið niður þrjár flugvélar í loft- árás á borgina; þar af tvær sama daginn. — Útsýn af hæðinni var hin fegursta, enda bjart í lofti. Úti í, Kyrjálabotni, hjúpuð nokkurri blámóðu, reis eyan Hogland. Er hún nú í höndum Rússa. Þegar friðarsamningur var gerður, voru þar þýzkar hersveitir, og voru Finnar sjálfir neyddir til að reka þær þaðan- Kostaði það þá allmikl- ar fórnir, því að Þjóðverjar vörðust af mikilli harðfengi. Hogland ligg- ur i miðjum Kyrjálabotni, og er þar öflugt vígi frá náttúrunnar hendi. — Skammt frá Kotkaströnd er Svínasund, þar sem Svíar og Finnar unnu forðum sigur á rúss- neska flotanum undir stjórn Gúst- afs konungs þriðja. — í Kotka varð ég í fyrsta sinn að hafa túlk að erindi mínu, þar eð þorri áheyrend- anna var finnskumælandi. — Yfir Kotka og íbúum hans var sérstak- ur glæsibragur. — Nú lá næsti áfangi inn í landið. — Ég kvaddi Kotka og hafið. INN í TAVASTLAND Járnbrautarlestin brunar til norð- urs. Ég hef engan til að tala við. Allir mæla á finnsku. Fröjd kon- súll, sem fylgdi mér á stöðina, fann þó einn, er skyldi fáein orð í sænsku, og var hann á leið til Lahti. Við urðum sessunautar. Fyrir þann sem er mállaus í framandi landi eru tíð lestaskipti harla óþægileg, þó að ég slyppi vandræðalaust frá því. Það feru lestaskipti í Kovola og Lahti og töluverð bið á báðum stöðum. Ég er kominn til Tavastlands, sem oft er kallað hjarta Finnlands. Það er mörg þúsund vatna land, land hinna miklu skóga. Suðurhluti þess er vel fallinn til kornræktar. Þar eru víða blómleg og vel upp byggð bændabýli. Nautgripabú- skapurinn stendur þar á háu stigi. Hafa Tavastar lengi ræktað sér- stakt kúakyn, vestfinnsku kúna- Þær eru rauðkollóttar og þykja afbragðs mjólkurkýr. Um Tavastana sjálfa og útlit þeirra hafði ég gert mér allrangar hugmyndir. Ég hafði haldið, að þeir væru svarthærðir og dökkir yfirlitum. En raunin er önnur. All- ur þorri þeirra er ljóshærður og bláeygur. Á ferðum mínum mætti ég oft börnum, sem voru ýmist á leið í skóla eða að koma úr skól- anum. Þau voru mjög lík börnun- um á Fróni. Þó var tvennt, sem sannfærði mig um að þau væru ekki íslenzk. Annað var það, að ég sá aldrei rauðhært barn, hitt að þau voru flest glóhærð. Tavastarn- ir eru yfirleitt lægri vexti en ís- lendingar, en þeir eru breiðvaxnir og kraftalegir. Mér virtist þeir þög- ulir, hlédrægir og alvarlegir. Sá þá sjaldan hlæa eða heyrði þá syngja, en þeir voru sílesandi á ferðum sínum. Tavastinn er seinn til framkvæmda, en því einbeittari, er hann hefur tekið ákvörðun. Hið fræga finnska „sisu“ einkennir hann fremur öðrum Finnlending- um. íhaldssamur er hann nokkuð og heldur fast við forna siði og venjur, og metur og virðir verk feðra sinna. — Böðin eru honum næstum því jafn lífsnauðsyn og matur og drykkur. — Mikið er af trjáverksmiðjum og öðrum verk- smiðjum í Tavastlandi, og hafa vaxið þar upp stórir bæir og þorp í seinni tíð. Skilyrði eru næg fyrir vexti þeirra, skógaauður og fossa- afl Kymenefljóts og annarra fall- vatna. Hvergi er meiri pappírsiðn- aður í Evrópu en á þessum slóð- um- Ég kom til Heinola kl. sjö um kvöldið 6. nóv. Það er dánardagur Gústafs Adolfs við Liitzen, og er haldinn hátíðlegur meðal allra Finn-Svía. Gestgjafi minn, H. Zilliacus, skógverkfræðingur, minntist dags- ins heima hjá sér og bauð nokkr- um bæjarbúum. „Eiginlega eru ekki nema tveir sænskumælandi í Heinola, ég og konan mín“, sagði hann. Og mun það hafa verið rétt, því að mikill hluti samræðanna varð að fara fram á finnsku. Heinola er ört vaxandi bær. Stendur hann við Kymene. Utan við hann byrjar eitt víðlendasta skógasvæði Finnlands. Á Kymene- hlutafélagið það því nær allt, og er það litlu minna en Danmörk. Eins og ætla má er þarna geysi mikið skógarhögg, og trjánum fleytt niður fljótið, er vorar. Um 14 milljón trjábolir fara fram hjá Heinola á hverju ári, meiri timbur- flutningar en á nokkrum öðrum stað í Finnlandi. Nokkuð á annað hundrað bátar eru notaðir við dráttinn. Geta lengstu timburflot- arnir orðið allt að því 400 metra langir. Þessir timburflutningar krefjast gífurlegs starfs og verður stundum manntjón í sambandi við þá. Flotarnir hafna í Kotka, þar sem sögunarmyllurnar bíða þeirra- Ég hafði nær því heilan dag í Heinola til að skoða mig um. Það sem mér er einna minnisstæðast þaðan er hið stórfenglega, nýja gigtveikrahæli á hæð utan við bæ- inn, og vígt var sumarið 1951. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.