Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 10
200
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS
Þetta gerðist í marz
það kostar þó ekkert. — Hitt er svo
annað mál, hvort hann sleppur svo
auðveldlega út aftur, án þess að
kaupa eitthvað, því margt er þar
eigulegra muna, bæði austur-
lenzkra og evrópiskra, við ótrúlega
lágu verði. Gjaldmiðillinn er sér-
stök útgáfa pundsseðla, sem hvergi
gildir annars staðar.
Þeir sem um borð eru fara þó
alls ekki varhluta af gæðunum, því
strax og skipið er fest við olíu-
skipið streymir af því fjöldi smá-
báta frá landi og þarna eru komnir
ötulir farandsalar á sjó. Þeir ryðj-
ast upp í skipið, breiða vöru sína á
dekkið og lestarhlera og þar kennir
margra grasa. Litsterk og skrautleg
veggteppi, rúmteppi, borðdúkar,
glerperlur í öllum regnbogans lit-
um og fleira glansandi skran. —
„Gull“ og „stál“ armbandsúr, hlægi
-lega ódýr, sem ganga þó ekki nema
nokkra daga eða vikur, en það
stendur ekki á þeim, svo að margur
unglingurinn lætur ginnast, þrátt
fyrir aðvaranir hinna eldri og
reyndari. En svo eru einnig nyt-
samir og sjómönnum nauðsynlegir
hlutir á boðstólum, svo sem föt og
annað, en því er ekki eins otað
fram, því það gefur minni hagnað.
Hið ágæta enska sælgæti er þarna
einnig boðið við lægra verði heldur
en þekkist í sjálfu Englandi og hið
óskiljanlegasta af öllu: amerískar
sígarettur ódýrari heldur en hægt
er að fá þger tollfríar í sjálfri Ame-
ríku, þ. e. a. s. gegn greiðslu í doll-
urum, en sá gjaldeyrir er seldur á
opinberum markaði í Italíu, á leyfi-
legan hátt, en verðið er iægra held-
ur en skráð kaupverð í bönkum á
íslandi eða öðrum Norðurlöndum-
Hvernig á því stendur að braskarar
þessir geta selt hinar amerísku
sígarettur á svona lágu verði, er
ekki gott að segja, þótt líklegast
sé að þeir nái hagnaði með gjald-
eyrisbraski, en sígarettum þessum
er sennilega smyglað frá alþjóða-
MERKUSTU tiðindin, sem gerðust
í þessum mánuði, eru tilraunir
brezka kaupsýslumannsins George
Dawson til þess að brjóta á bak aft-
ur löndunarbann brezkra útgerðar-
manna og fiskkaupmanna á Lslenzk-
um fiski. Er hann svo fjársterkur
maður að hann hvggst munu geta
boðið brezkum útgerðarmönnum
byrginn, kevpt sjálfur allan fisk af
islenzkum togurum eftir samnings-
verði og dreift honum út um landið.
Snemma í mánuðinum sendi hann
hingað fulltrúa sinn, Richard A.
borginni Tangier í Afríku, hinum
megin við sundið, en vitað er að
þaðan eru gerð út ,,spekulant“-skip
með smyglvörur til landanna við
Miðjarðarhaf.
Samkeppni meðal þessara far-
andsala er afar hörð og kemur
stundum til handalögmáls milli
þeirra innbyrðis, í baráttunni um
viðskiptavinina um borð í skipinu
og stundum býður hver niður fyrir
annan, því hér er enginn annars
bróðir í leik og lífsbaráttan á þess-
um breiddargráðum er harðari og
miskunnarlausari heldur en víð^
annars staðar. Stundum er ókyrrt
á ytri höfninni í Gibraltar, en það
aftrar ekki þessum ötulu kaup-
mönnum frá því að róa hinum litlu
bátskeljum út að skipunum, stund-
um um hánótt og mikið má það
vera ef ekki verður stundum slys
af, því farkosturinn er oft smærri
og lélegri en svo, að talizt geti
sjófær.
Svo er gefið hljóðmerki með
skipsflautunni og nú eru hraðar
hendur að ná saman draslinu og
koma því niður í bátana, áður en
skipið er komið á fulla ferð inn í
Miðjarðarhaf, eða norður í Atlants-
haf.
Elliott, til þess að leita samninga við
FÍB og sjálfur kom hann svo hing-
að um miðjan mánuðinn og voru þá
gerðir bráðabirgðasamningar við
hann um sölu á öllum ísfiski ís-
lenzkra skipa. — Fjórir menn úr
Alþýðuflokknum, sem voru á ferða-
lagi í Bretlandi um þessar mundir
og höfðu tal af fjölda manna, sögðu
við heimkomuna að almenningur í
Bretlandi sé ekki ánægður með
löndunarbannið, enda hafa heyrzt
háværar raddir í brezkum blöðum
um að varla fengizt þar ætur fisk-
ur síðan íslenzki fiskurinn hvarf af
markaðinum. í lok mánaðarins
fréttist, að fiskkaupmenn í Bret-
landi hefði í hótunum um að bægja
Dawson frá fiskmarkaðinum, með
því að selja fisk lægra verði en
hann, hvert svo sem verðið yrði á
hans fiski. —
Handritamálið hefir mjög verið á
dagskrá í Danmörku og á ís-
landi bæði vegna sýningarinnar,
sem prófessorar Kaupmannahafnar-
haskóla gengust fyrir og eins vegna
þess að menn bjuggust við því á
hverri stundu, að umræður mundu
hef jast um það í danska þinginu. En
svo varð þó eigi og kom málið ekki
til umræðu né atgerða þingsins og
var tvennu borið við: að margir
þingmenn væri óánægðir með frum-
varp stjórnarinnar og vildu ganga
lengra til móts við kröfur íslend-
inga en hún hafði gert, og að þing-
ið þurfti að hraða störfum vegna
stjórnarskrármálsins. — Sigurður
Nordal sendiherra telur að máls-
horfur sé nú síst verri en áður, þrátt
fyrir sýninguna og mikinn áróður
ýmissa Dana í blöðum. — Fundur
var haldinn í danska stúdentafélag-
inu til þess að ræða þetta mál og
var andinn þar íslendingum mjög
í vil. — Stúdentafélag Reykjavikur
helt einnig fund um málið. Var
Gísli Sveinsson fyrrv. sendiherra
frummælandi, en auk hans töluðu
þar prófessorarnir Alexander Jó-
hannesson, Einar Ólafur Sveinsson
og Gylfi G. Gíslason og ýmsir aðrir.
Kom þar fram mikill áhugi og ein-