Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
199
Gibraltar
ey, en hún varð fræg í siðasta stríði
fyrir hetjulega vörn, eins og al-
kunna er.
Viðbúnaðurinn á Gibraltar er svo
auðvitað í samræmi við mikilvægi
staðarins, þótt fáir eða engir óvið-
komandi þekki hann að nokkru
ráði, því fæst af því sést utan frá.
Það sem séð verður, eru ramgerð
hafnarmannvirki og fjöldi steýptra
fallbyssustæða með mörgum gerð-
um fallbyssa, sem ávallt eru þarna
tiltækar. Stór flugvöllur er á eið-
inu, sem tengir klettinn við megin-
landið Spán. Annars er engin byggð
á eiði þessu, en Spánar megin er
smábærinn La Linea. Austurhlið
fjallsins, sem snýr að Miðjarðar-
hafinu, er ein sementssteypa. Mörg
þúsund fermetra steyptur flötur,
sem gerður er til þess að safna
regnvatni, sem rennur síðan í þar
til gerðar þrær inni í klettinum.
Þetta er mikið mannvirki og senni-
lega alveg sérstætt, en í löndunum
við Miðjarðarhaf eru oft langvar-
andi þurrkar og h'tið um vatn. —
Sagt er að í fjallinu sé ýmislegt
fleira heldur en þessir vatnsgeym-
ar, t. d. birgðaskemmur, loftvarna-
byrgi o. fl., og auk þess svo auð-
vitað samgönguæðar.
Borgin Gibraltar stendur á hinu
takmarkaða undirlendi að vestan-
verðu við klettinn og er einnig
byggð nokkuð upp eftir fjallshh'ð-
inni á þar til gerðum stöllum. En
þegar ofar dregur, er engin bvggð
önnur en fyrir herinn og tæki hans,
sem nær alla leið upp á fjallsbrún
og þaðan er meðal annars fvlgzt
með umferðinni um sundið og
morsað til skipianna og spurt um
deili á þeim.
Engum blandast hugur um að
Gibraltarkletturinn er spænskt
land, erda hafa Spánverjar oft
'hreyft því máli, þótt þeir hafi ekki
treyst sér til að ná honum af Bret-
um. Til gamans má geta þess í því
sambandi, að í endurminningum
Churchills, sem birtar eru í ame-
ríska stórblaðinu Life, er sagt frá
því, að eitt sinn er hann var á
heimleið frá vígstöðvunum í Af-
ríku, ásamt fylgdarliði sínu og kom
við í Gibraltar, hafi yfirhershöfð-
íngi virkisins sýnt honum og nokkr
-um hersérfræðingum nýtt og
rammgert fallbyssuvirki, sem kom-
ið var fyrir í klettum til varn3r
árásum frá Spáni. Hershöfðinginn
taldi virki þetta ovinnandi og var
mjog hreykinn af, en heldur lækk-
aði á honum risið, er einn foringi
í fylgdarliði Churchills, benti hon-
um á að virki McArthurs í Corre-
gidor á Filippseyum hefði verið
svipað að ramleik og japanskar
flugvélar hefðu þó jafnafi það við
jörðu á skömmum tíma.
Fá erlend skip eiga erindi inn á
innri höfnina í Gibraltar, en á ytri
höfnina eru tíðar skipakomur- —
Ástæðan til þess er sú, að þar liggja
skip olíufélaganna og afgreiða
brennsluolíu við skipshlið. Olíuna
sækja þau til olíustöðvanna fyrir
botni Miðjarðarhafs. — Aígreiðsla
þessi er mjög greið og fer fram á
hvaða tíma sólarhringsins sem þess
er óskað og viðstaðan því afar stutt,
eða oftast aðeins 2 til 4 klukku-
tímar, hvað okkur snertir. Þetta
veldur svo því, að fáir erlendir far-
menn hafa komið á land í Gibraltar,
þótt þeir hafi komið á ytri
höfnina, undantekning er þó
hvað skipstjórann snertir, sem
fer í land í embættiserindum og
stundum einnig farþegar, ef ein-
hverjir eru og verið er þarna á ferð
að degi til.
Annars er bæði fróðlegt og
skemmtilegt að koma í land á
Gibraltar, því sagt er að þar megi
hitta einstaklinga frá flestum eða
öllum nýlendum og samveldislönd-
um Breta. Má því nærri geta að
fjölskrúðugt sé á götum borgarinn-
ar, en fclærinn yfir öllu skiptir
stundum svo í tvö horn, að í eitt
skiptið er eins og maður sé staddur
í Asíu eða Afríku, en í hitt í ensk-
um smábæ.
Margar verslanir í borginni eru
á höndum litaðra manna, Indverja,
Ceylonbúa, Armena og slíkra, enda
fær Norðurlandabúinn hér for-
smekk af verslunarmáta, sem ó-
þekktur er í hans heimalandi.
Verslunarmaður stendur fyrir
dyrum úti, er hávær mjög og skor-
ar á vegfarendur að koma inn í
búðina og skoða vörur og verð, —