Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 4
194 LfcSBÓK' MORCUNBLAÐSINS lögregluþjóna. En fyrst í stað pætti þessarar brevtingar aðallega í lög- reglustjórn. í bæarmálefnum stóð flest við hið sama fvrst í stað, en sumt breyttist þó til hins verra svo að bærinn hefur löngum sopið seyðið af því. Svo var fyrir mælt að borgara- rétt skyldi hver maður fá ókevpis. í framkvæmdinni varð þetta á allt annan veg. Alþýðumenn fengu ekki borgararétt, heldur eingöngu verslunarmenn og iðnaðarmenn, eða „sigldir menn“. En þeir, sem borgararétt fengu, höfðu tillögu- rétt og ákvörðunarrétt um mál- efni bæarins, allt fram til þess að sérstakir bæarfulltrúar voru kosnir 1838. Með þessu móti var h'ium „sönnu“ Reykvíkingum, h'áleigu- bændum og þurrabúðarmönrum, varnað þess að hafa nokkur áh-'f á stjórn bæarins. Bæarfógeti kall- aði borgarana iðulega á fund* til þess að ræða um almenn mál^'m bæarins og meðal annars ákváðu þessir fundir um úthlutun lóða í bænum. Þær voru samkvæmt kon- ungsboði látnar ókeypis af hend', og þetta notuðu kaupmenn sér til þess að sölsa undir sig allar b^ztu lóðirnar og stærri en þeir þurftu á að halda. Varð betta bænum til stórkostlegs fjártjóns, er fram í sótti og hann. varð að kaupa þessar lóðÍT aftur dýrum dómum undir götur,.eða tih-annarra þarfa sinna. Útmælingar voru allar miög af handahófi, og þótt svo héti í orði kveðnu að bæarfógeti hefði eftirlit með byggingarmálum bæarins, þá fór það allt í handaskolum. Menn sóttu ekki -um byggingarleyfi og hver byggði eins og honum bezt þótti og var þá ekkert skeytt um beina húsaröð og beinar götur. Að vísu var þá varla nema um tvær * Á fyrsta borgarafundi, sem haldinn var í Reykjavik, var kosin sáttanefnd fyjir lögsagnarumdæmið. götur að ræða, ífovédgaden (Aðal- stræti) og Strandgaden eða Rebs- lagerbanen (Hafnarstræti). Byggð- ist nú mest við Hafnarstræti og mundi það allt hafa farið verr en þó varð raun á, ef menn hefði eigi séð sinn hag í því að setja húsin niður á sjávarkambinum. Og enn í dag ber Hafnarstræti merki þessa, því að það er í boga eins og sjávar- kamburinn lá. BÆARGJÖLD Tveir voru þeir sjóðir, er bæar- fógeti hafði undir sínum höndum, fátækrasjóður og bæarsjóður. En þrátt fyrir það, að Reykjavík var orðin sérstakt lögsagnarumdæmi, helzt enn samkvæmt lögum sam- eigir.leg fátækraframfærsla þar og í Seltiarnarneshreppi. Bæarfógeti tók þó stjórn fátækramálanna í sínar hendur og háfði sér við hlið sóknarprestinn og hreppstjórann í Seltjarnarneshreppi. Helzt sú skip- an þegjandi og hljóðalaust fram til 1806, en þá staðfesti stiftamtmaður þetta fyrirkomulag til bráðabirgða. — Lögboðnar tekjur fátækrasjóðs voru tfundir og sektir, en hrukku lítt til og varð að fá hitt með nið- urjöfnun. — Útgjöld fátækrasjóðs voru aðallega til gamalmenna og munaðarlausra barna. Var þeim komið fyrir hjá bændum og tómt- húsmönnum, eða sett niður með valdi, ef enginn vildi taka þau. Áttu víst mörg gamalmenni kalt ævi- kvöld og börnin fengu misjafnt uppeldi. Þetta fyrirkomulag helzt að miklu leyti óbreytt þangað til gerður var skilnaðúr Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps 1847. Bæarsjóðurinn átti að greiða það sem þurfti til nauðsynlegra bæar- þarfa- Má þar til telja viðhald vatnsbóla og gatna, og brunamál. Tekjur sjóðsins voru leigur af tún- um bæarins og útsvör þar sem þær tekjur hrukku ekki. Útsvörum var jafnað niður á borgara, en þurra- búðarmenn og verslunarþjónar voru skattfrjálsir. Bæarfógeti jafn- aði gjaldi þessu niður af handahófi og sjóðurinn var í vörslu hans þang að til árið 1822 að sérstakur bæar- gjaldkeri var fenginn. Var hann kallaður „Kæmner“. Þá yoru og um leið skipaðir tveir svokallaðir „Taxeborgere“ eða „eligerede Borg- ere“ til þess að aðstoða bæarfógeta við störf hans og þá sérstaklega niðurjöfnun útsvara. Er það fyrsti vísir að niðurjöfnunarnefnd og helzt þetta þangað til bæarstjórn var sett á laggirnar 1838. Um viðhald gatna og vegagerð var lítið að ræða og voru útgjöld til þess ekki þungur baggi á bæar- félaginu. Það var fyrst um 1840 að farið var að tala um vegagerð í alvöru, og þá fyrst ætlazt til þess að hún væri framkvæmd með þegnskylduvinnu. Til brunamála fór heldur ekki mikið fé. Bærinn átti eina litla dælu þegar Frydens- berg kom, og var hún þá hálfónýt, en látin duga alla hans stjórnartíð. Þá voru og ekki heldur nein út- gjöld til barnafræðslu. — Hér var enginn skóli og barnakennsla byrj- aði ekki fyr en 1830. Vikulegt bæarþing hófst hér um leið og bæarfógeti kom. Var það fyrst haldið í bústað bæarfógeta, en síðan í landsyfirréttarhúsinu eftir að Frydensberg fór. Kvaddi bæarfógeti upphaflega 4 valin- kunna menn til þess að vera þing- votta, og var það borgaraleg skylda, en eigi allþung, því að þingmálin voru fá framan af. Þessir menn voru kallaðir „Stokkemænd" og má sjá á því nafni og öðrum, er hér hafa verið nefnd, hvað allt var þá hádanskt hér. Um bæarbrag hér og þau lög- reglumál, er komu fyrir á fyrstu árum bæarfógetans, hef ég skrifað aðra grein í Lesbók 1951 og verður það því ekki endurtekið hér. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.