Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 6
196
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
setti Rúnar litli þegar hann var
sex ára. Á bol hennar hefur verið
fest smá silfurplata með áletrun:
Runar Schildt gróðursetti þessa
björk 1894.----Þennan blett verð
ég að sýna þér. Hér stóð reynirinn.
— Þú manst eftir sögunni hans,
Reynibrúðurin. Já. Það var hér,
sem Ardi vígði Gústövu við reyn-
inn með svarta galdri sínum, þegar
hún hafnaði ástum hans. Því varð
hún að' deya, þegar öxin var felld
að rótum reynisins. Líttu þangað,
segir hann og bendir. Þú sérð stórt,
hrörlegt hús. Sögnin segir, að þar
hafi búið endur fyrir löngu ofursti
í her rússneska keisarans. Eftir
þessari óljósu sögu skóp Runar
frægasta rit sitt, Gálgamanninn. í
húsinu bjó Toll, sem haldinn var
af gálgamanninum og það hafði í
för með sér eilífa fordæmingu fyrir
eigandann ef ekki var unnt að
losna við hann fyrir dauðann. Ást
hinnar ungu, fögru og saklausu
Maríu, losaði hann við hann, og í
höndum hennar varð gálgamaður-
inn að dusti. Jafnvel ofurvald hins
illa og myrka fær ekki staðizt
brunabirtu kærleikans“.
Að lokum segir gamli maðurinn:
„Nú er dagur minn senn á enda,
og ég fæ að sjá Runar litla aftur.“
— Hlýa aftanskin! Heilaga trú!
Við kveðjum öldunginn og þökk-
um honum fræðsluna. Herðalotinn
hverfur hann inn í húsið. Ógleym-
anleg stund. Það er að byrja að
rökkva. Við göngum inn í kirkju-
garðinn. Nemum staðar andartak
við leiði skáldsins. Hann kaus sér
hér leg, en ekki í Helsingfors, enda
þótt hann væri búsettur þar. Ég
drúpi höfði andartak, og mér koma
í hug orðin, sem hann leggur Toll
ofursta í munn, er hann finnur ná-
lægð dauðans: „Hér lýkur öllum
leiðum.“
KOTKA
Dvölin er skömm í Lovisa, sem
víðast annars staðar. — Ég held
ferð minni áfram austur á bóginn
til Kotka Það er finnskt orð og
þýðir örn.* Kotka er sá bær í Finn-
landi er íslenzk skip sigla oftast til.
Hann er ungur, 70 ára, en hefur
vaxið mjög ört á síðari tímum,
einkum síðan Finnar misstu Viborg.
Bærinn hefur nú 30 þús. íbúa, og
er mesta útflutningsborg landsins.
Hann er alþjóðlegur á sinn máta.
í höfnunum hggja skip frá öllum
álfum heims. Þau eru þangað kom-
in til þess að sækja trjávið og trjá-
iðnaðarvörur. Bærinn stendur að
verulegu leyti á eyu við sjóinn.
Tvær kvíslar Kymene-elfar mynda
eyuna ásamt hafinu. Fljótið er líf-
æð borgarinnar. Eftir því er fleytt
firnum öllum af trjábolum norðan
úr Tavastlandi. Við ósa fljótsins
standa stærstu sögunarmyllurnar í
Finnlandi. Þar vinna mörg þúsund
manns. — Borgin er yfirgnæfandi
finn-finnsk. Virðist þar almenn
velmegun. Fólkið myndarlegt og
vel klætt. — í borginni er íslenzkur
konsúll, er tók mér tveim höndum
Er hann glæsimenni og rækir starf
sitt af alúð. Býst ég við, að íslend-
ingar eigi góðan hauk í homi þar
sem hann er.
I Kotka hef ég hálfan dag til
eigin umráða. Nota því tækifærið
til að skoða bæinn við leiðsögn
konsúlsins og tveggja annarra
ágætra manna. Bærinn er ungur
sem áður gat, og fátt fornra minja.
En yfir honum svífur andi fram-
taks og dugnaðar, og þætti mér
sennilegt, að þarna rísi brátt upp
einn af stærstu bæum Finnlands.
Auk hinna voldugu sögunarmylla
er þar hin mikla Karhula glergerð,
og margar smærri verksmiðjur. —
Glæsilegar stórbyggingar þjóta
upp, og er fegurst og frægust ráð-
* Kotka er byggð á stórurn kletta-
hólma. Þar sem hann er hæstur verpti
örn til forna. Færðist nafnið yfir um
á hólmann og borgina.
húsið, sem nýlokið er smíði á. —
Munu fáir bæir á Norðurlöndum
af svipaðri stærð eiga jafn glæsi-
legt ráðhús. Er það byggt úr svört-
um granít, en gangar og tröppur
lagðar marmarahellum. — Kirkjur
skoðaði ég í Kotka. Minnisstæðust
er mér grísk-kaþólska kirkjan. Hún
er mjög skrautleg, eins og grísk-
kaþólskar kirkjur eru vanar að
vera. I Finnlandi er margt grisk-
kaþólskra manna. Berst kirkju-
deild þeirra mjög í bökkum fjár-
hagslega, þar eð hún missti meg-
inið af eignum sínum í stríðinu, en
þær voru einkum í Kyrjálahéruð-
unum, sem Rússar tóku. — Eftir
stríðið dreifðust grísk-kaþólskir
menn víðsvegar um Finnland, og
er þeim víða ofviða sakir mann-
fæðar að halda uppi safnaðarstarfi,
þar sem kirkjan í Finnlandi er að-
eins að litlu leyti studd af ríkinu.
Um grísk-kaþólska kirkjuhúsið í
Kotka var mér sögð þessi saga:
Fáar borgir í Finnlandi urðu fyrir
harðari loftárásum í stríðinu en
hún, enda mikil siglingaborg. — í
hörðustu árásinni hæfðu sprengjur
öll hús, er nærri lágu kirkjunni-
Gömul kona settist á kirkjutröpp-
urnar meðan sprengjurnar féllu og
bað Guð að þyrma henni. Bæn
hennar var heyrð. Kirkjan stóð
ein. — Kraftaverkin gerast á vor-
um dögum.
Ég skoðaði evangelisku kirkjuna,
sem byggð er úr tígulsteini og er
mikið hús, er stendur á hárri hæð
og sér þaðan yfir alla borgina. —
Kirkjan skemmdist mikið í stríð-
inu, en nú er viðgerð á henni lokið.
í kirkjunni er afburða falleg altar-
istafla: Vitringarnir frá Austur-
löndum, eftir hinn fræga finnska
málara Pekka Halonen. Er kona
málarans fyrirmyndin að Maríu
Guðsmóður. Marga afburða fallega
hökla er og þar að sjá, sem bjargað
var frá eyðileggingu austan úr
Kyrjálahéruðum.