Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 1
13. tbl- XXVIII. árg. Sunnudagur 12. apríl 1953 150 ár síðan Reykjavík fékk sjálfstjórn Reykjavík Á miðvikudaginn kemur, 15. apríl, eru liðin rétt 150 ár síðan Reykjavik var gerð að sérstöku lögsagnarum- dæmi og fekk sinn eigin bæarfógeta og lögregluþjóna. Þvkir rétt að minn- ast þessa merkisafmælis að nokkru, en fyrst verður þó að rekja aðdrag- anda þess. í TILSKIPUN um afnám einokun- arverslunar og frjálsa verslun, sem gefin var út 18. ágúst 1786, er 12. grein svohljóðandi: „Til þess. að uppörva og styrkja því meir kauphöndlun, og svo hún því fyr mætti frá íslandi með dugn- aði framkvæmd verða, viljum Vér allra náðarsamlegast veita þessum sex höfnum á íslandi, nefnilega: Reykjavík, Grundarfirði, Skutuls- firði eða ísafirði, Akureyri eða Eyafirði, Eskifirði og Vestmann- eyum, kaupstaðarrétt og þvílíkt frelsi, sem vér með annarri allra mildilegastri fyrirskipun viljum sér í lagi síðar meir kunngera, og skal þessum stöðum þar með unn- ast slík fríheit, er Vér álítum nægi- leg til þess að áfýsa bæði nokkra framandi, og eins vora eigin þegna, til að taka þar bústaði og hagnýta öll þau gæði, er íslands ágóði fram býður“. ALDREI MÁ STOFNA IÐNFÉLAG Samkvæmt þessu var svo hinn 17. nóvember 1786 gefin út „Til- skipun um fríheit kaupstaðanna á íslandi“. Helztu ákvæðin í þessari tilskipan eru þau að konungur leggur til kaupstaðarlóðirnar og kaupstaðabúar skuh hafa 20 ára um 1800 skattfrelsi, en verða þó að greiða bæargjöld. Til þess að greiða fyrir byggingum, skyldi allt byggingar- efni frá Danfnörk og Noregi vera tollfrjálst og menn gæti átt von á hjálp til að koma upp húsum yfir sig. Byggingarlóðum skyldi úthlut- að ókeypis. Borgararétt skyldi hver maður fá ókeypis, en vinna kon- ungi um leið hollustueið. — Þá komu ýmis ákvæði um iðnaðar- menn: „Þarfir handverksmenn mega vænta sér hæfilegrar náðar- veitingar, vilji þeir setjast þar að“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.