Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 14
V 204
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Úr lífi alþýðunnar: f
BOSSAKOT
HANN SVEINN JÓNSSON, sá er lengi
bjó á Reykjavikurveg 13 en býr nú
á Hraunkampi 9, og mörgum Hafnfirð-
ingi er að góðu kunnur, hefur sagt mér
að hann sé alinn upp í Bossakoti, hjá
móðurömmu sinni, Sesselju Jónsdóttur,
er þar bjó ekkja fram til haustsins
1882.
Bossakot stóð I ofanverðri Bossakots-
lóð, eða Bossakotstúni, en það köllum
við Hafnfirðingar nú Grundartún. Ekk-
ert sér nú eftir af kotinu. Munu tættur
þess hafa horfið undir Austurgötuna
þegar hún var lögð.
Ég spurði Svein ýtarlega um nafnið
á kotinu, hvort hann vissi hvernig það
væri til komið, en hann kvaðst enga
hugmynd hafa um það.
Að nokkrum tíma liðnum hittumst
við Sveinn á förnum vegi, og tókum
tal saman. Þá kvað Sveinn sig reka
minni tii, að í ungdæmi sínu hafi hann
heyrt, að nafnið „Bossakot“ hafi flutzt
niður til Hafnarfjarðar með manni
nokkrum, sem búið hafði í koti upp í
Setbergslandi. Hafi það staðið sunnan
túngarðsins undir Setbergsholti. Kotið
hafði borið eitthvert nafn svipað þessu
og ekki alllangt frá hafi verið örnefnið
„Bossfell". Ekki vissi hann hvar fell
þetta hafði verið, enda hafði hugur
hans frá fyrstu tíð allur staðið til sjáv-
arins.
Sveinn tók mér vara fyrir, að leggja
um of trúnað á þessu sögu sína, því
hér gæti verið um rangminni að ræða
hjá sér. En þessu hefði hann samt vilj-
að stinga að mér, til gamans.
Er ég hafði fengið þetta að vita, fór
ég á stúfana, ef vera mætti, að ég kæm-
ist fyrir sannleikann i þessari nafn-
gift. Leitaði ég þegar til fólks, er ég
vissi að verið hafði á Setbergi, þekkti
örnefni þaí í landareigninni og var
kunnugt öllum staðháttum.
En það bar engan árangur. Enginn
kannaðist við kot í Setbergslandi með
,.Boss“ nafni eða öðru svipuðu og eins
fór með Bossíell, enginn hafði hcyrt
þess getið.
Var ég fannn að halda, að fyar
þessa nafngift yrði ekki komizt. Að
tilviljun ein hefði ráðið nafninu hér í
Firðinum, hótfyndni eða uppnefning,
sem enginn gæti gefið upplýsingar
um.
Liðu svo tvö ár, og var mér þetta
nærri úr minni liðið. Þá bar svo við
dag nokkurn fyrir skömmu, að ég var
staddur í Þjóðskjalasafninu. Var ég
þar að blaða í kirkjúbókum Garða-
prestakalls í leit að gömlum bæjanöfn-
um í Hhfnarfirði frá öldinni sem leið.
Er ég hafði blaðað nokkra stund og
kom að árinu 1858 kom ég þar niður
á Setberg, þar sem það er skráð inn
í milli kotanna í Hafnarfirði, milli
Miðfjarðar og Lækjarþorps. Þá eru tvö
kot tilheyrandi Setbergi. Vesturkot,
sem mun hafa staðið í Setbergstúni
vestan túngötunnar og kot, sem nefnt
er Bosshagakot.
— Bosshagakot, Bosshagakot, tauta
ég hálfhátt við sjálfan mig, en tek þá
eftir því, að allir hafa litið upp, sem
í salnum eru, og virðast ekkert skilja
í þessu tauti. En var það nokkur furða,
þó ég hugsaði upphátt og tautaði, er
ég rakst á þetta nafn. Var ég ekki
hér að rekast á týndum sauð, þar sem
ég fann nafnið „Bosshagakot." Og voru
þá hinir 99 sauðirnir, sem ég átti vísa
heima ekki lítils virði. Jú, sannar-
lega.
Til þess nú að fá staðfestingu á að
hér væri rétt lesið, fór ég til safnvarð-
arins, séra Jóns Guðnasonar og sýndi
honum og Guðmundi Illugasyni. Sýnd-
ist þeim eins og mér að þarna í kirkju-
bókina væri skýrum stöfum skráð:
„Bosshagakot“. Séra Jón gaf mér strax
skýringu á nafninu. Það væri komið
af orðinu Botn. En t-ið og n-ið hefði
tillíkst s-inu í eignarfallinu og orðið
í framburði fólksins Boss. Nafn kotsins
hefur því upphaflega verið Botnshaga-
kot. Staðurinn, þar sem kotið hafði
staðið, heitið Botnshagi. Og Botnsfell
hlaut þá að vera skammt undan.
Síðar hafði nafnið á kotinu orðið
Bosshagakol. Slaðurinn, þar sem það
stoð Bosshagi og leilið Bossfell. Það
gat þá ekki annáð verið en hæðin suð-
ur frá Setbergi, sú sem við nú köllum
Setbergsholt.
Það tók mig ekki langan tíma, að
finna öllu þessu stað. Lækjarbotnarnir
eru þarna skammt undan, og því hef-
ur kotið, staðurinn og fellið eða hæð-
in dregið nafn sitt þar af. Þangað átti
allt þetta ætt sína að rekja.
Ég þarf víst ekki að taka það fram,
að mér datt undir eins í hug frásögn-
in hans Sveins míns Jónssonar. Hann
hafði þá ekki rangminnt svo mjög um
örnefnin í Setbergslandi. En samt voru
ekki öll kurl til grafar komin, því enn
var sú gátan óráðin, hver nafnið hafði
flutt með sér niður til Hafnarfjarðar.
—★—
1858 býr í þessu koti maður að nafni
Jón Jónsson. Og ég fletti áfram lengi
og get hvergi fundið, að hann hafi
flutzt niður til Hafnarfjarðar. Og svo
bættist annað við, sem alveg ætlaði að
setja mig út af snúrunni. Næstu árin
er nafnið Bosshagakot hvergi að finna
í kirkjubókinni og heldur ekki í Mann-
talsbókunum. Hvergi að finna, — er
ég þá eftir allt saman enn á rangri
leið?
Ég náði mér svo í aðra Húsvitjana-
bók úr Garðaprestakalli. Bókina frá
1840 til 1858. Og þar var heldur ekki
nafnið Bosshagakot að finna. En loks
rakst ég þó á það sem ég leitaði að.
—★—
Áður en ég vík að því ætla ég að
fara lítinn út úr krók. Það herrans ár
1810 fæddust meðal annars, tvö börn
austur í Biskupstungum. Piltur í Auðs-
holti, er í skirninni hlaut nafnið Sveinn,
sonur Þorvaldar Björnssonar bónda,
og stúlka í Króki, er í skírninni hlaut
nafnið Sesselja, dóttir hjónanna Jóns
Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Þau
alast svo upp i Tungumun og. er fram
líða stundir eru þau orðin vinnuhjú
þar á bæjum í Tungunum.
1838 er Sveinn farinn að búa á Læk
i Hjallahverfi í Ölfusi. Það sama vor
ræðst Sesselja Jónsdóttir vinnukona
til Sveiná að Læk og um haustið 25.
október eru þau gcfin saman í hjóna-
band. Á Læk búa þau Sveinn og
Sesselja fram til vors 1841. í fardögum
það ár flytjast þau búferlum frá Læk
að Setbergi í Álftaneshreppi. Um
haustið eru þau skráð einu ábúend-
urnir þar. Þá eru þar með þeim tvö
börn þeirra, Sigríður, fædd 1839 og
Sveinn fæddur 1840.
A Setbergi bua þau tii orsins 1843.