Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
193
ur öllum landsháttum og mállaus.
Að vísu kom hið síðar nefnda ekki
svo mjög að sök hér í bænum, því
að Reykjavík var þá hálfdanskur
bær. En það bjargaði Frydensberg
að hann var reglumaður og bráð-
duglegur. Auk þess var hann svo
heppinn að ná í ágæta samstarfs-
menn. Finnur Magnússon Ólafsson-
ar lögmanns hafði þá dvalizt hér
eitt ár og stundað málflutnmg, en
nú gerðist hann fulltrúi hins nýa
bæarfógeta. En Sigurður Thor-
grímsen, er síðar varð landfógeti,
gerðist skrifari hans- Með þessa
menn sér við hlið, komst Frydens-
berg yfir byrjunar örðugleikana.
Þegar á fyrsta ári Frydensberg
hér kom upp eitt hið ljótasta saka-
mál, sem komið hefur fyrir í
Reykjavík og varð það nokkúrs
konar prófsteinn á dugnað og hæfni
hans, að halda próf í því máli. —
Þetta var sakamál Gríms Ólafsson-
ar og hefur Klemenz Jónsson skrif-
að ýtarlega frásögn um það í
„Blöndu“ I (bls. 165—'201) svo að
hér skal það ekki rakið.
LANDFOGETA- OG
BÆARFÓGETAEMBÆTTIN
SAMEINUÐ
Vorið 1804 andaðist Finne land-
fógeti og var Frydensberg þá falið
að gegna því embætti ásamt em-
bættum sínum. Helzt sú skipan
fram til 1806. Þá var Frydensberg
veitt landfógetaembættið, en jafn-
framt var hann leystur frá sýslu-
mannsstörfum. Helzt það svo fram
til 1874 að sami maður var land-
fógeti og bæarfógeti.
Ýmislegt markvert bar hér við
á valdaárum Frydenbergs, en merk
-asti atburðurinn var þó sá, að Jör-
undur hundadagakóngur tók hér
völd. Hefur Frydensberg nokkuð
verið legið á hálsi fyrir framkomu
sína þá, fyrir huglevsi og dugleysi.
— Þegar Jörgensen hafði tekið
Trainpe íastan i stiftamUnaimshus-
inu (íú Haraldarbúð), stóð það
Frydensberg næst að reyna að
reisa rönd við yfirgangi Jörundar.
En hann hreyfði hvorki hönd né
fót. Jörundur tók af honum em-
bættið og fekk það í hendur Árna
Jónssyni Reynistaðarmág, en setti
Frydensberg í stofufangelsi heima
í Lóskurðarstofunni gömlu, sera þá
var landfógetabústaður. — Segir
Esphólin að Frydensberg hafi jafn-
an verið hræddur frá því að Jör-
undur hófst hér til valda.
Hitt mun sönnu nær, að Frydens-
berg hafi ekki þótzt hafa neitt bol-
magn til þess að hefta bvltingu
Jörundar, þegar fjöldi embættis-
manna brást og gekk í lið með hon-
um. Frydensberg hafði aðeins tvo
óvopnaða lögregluþjóna gegn her-
flokki Jörundar, og var auðvitað
ekkert gagn að þeim, enda þótt þeir
hefði verið meiri karlar í krapinu
en þeir voru. Sagan um hugleysi
Frydensberg styðst heldur ekki við
þann dóm er hann fekk hér sem
embættismaður. Segir Jón biskup
Helgason að hann hafi „þótt hið
röggsamlegasta yfirvald í hvívetna,
stefnufastur og einarður, hver sem
í hlut átti, en manna fastheldnastur
\öð skoðanir sínar".
Það er líka til samtíma vitnis-
burður um hann, er taka verður
mark á. Þegar Frydensberg kom
hingað var Geir Vídalín biskup og
bjó á Lambastöðum. Honum eydd-
ist mjög fé og árið 1807 fór hann
fram á það við Cansellíi, að létt
væri af sér fjárráðum í bili og
nefnd skipuð til þess að koma fjár-
málum sínum í lag. Var Frydens-
berg einn í þessari nefnd og hefur
starfið sjálfsagt mætt mest á hon-
um. En þegar hami fór héðan, gaf
Geir biskup honum þennan vitnis-
burð í bréfi: „Hygg eg hann sé
með duglegri mönnum og fáa veit
eg framandi, sem hér hafa verið,
sem betur þekkja ísland og allt
þess asigkomulag en haim, og væri
.•v; V ’
ekki onus, deus Mammon, held eg
að hann ætti fáa sína jafna....
Frydensberg á eg mikið að þakka,
þó okkur hafi stundum verið fátt
á milli“.
Ekki er heldur svo að sjá að
ríkisstjórnin danska hafi haft neitt
út á framkomu Frydensberg að
setja í Jörundarmálinu, því að þeg-
ar Trampe lét af embætti 1810 var
skipuð sérstök nefnd til þess að
fara með völd stiftamtmanns og
varð Frydensberg einn í þeirri
nefnd. Árið eftir beiddist hann
lausnar frá embætti, en lausn var
honum ekki veitt fyr en 1. ágúst
1813. Þá var nefndin leyst upp og
Castenskiöld tók við stiftamtmanns
embættinu, en Sigurður B. Thor-
grímsen tók við embætti land- og
bæarfógeta.
Frydensberg varð síðan „amts-
forvalter" í Danmörku. Dóttur átti
hann, sem Nicolina Dorothea Bar-
bara hét og var fædd hér í
Reykjavík. Hún giftist Finni pró-
fessor Magnússyni 1821 og var eld-
ursmunur mikill, því að hann hafði
verið guðfaðir hennar. Slitnaði og
seinna upp úr því hjónabandi þann-
ig að hún skildi við hann.
Son átti Frydensberg sem Christ-
ian hét og var fæddur hér. Hann
varð seinna yfirféhirðir háskólans
í Kaupmannahöfn og kvæntist ís-
lenzkri konu, ættaðri úr Skaga-
firði. Var hún frænka Gísla Sím-
onarsonar kaupmanns og hafði
flutzt með þeim hjónum til Kaup-
mannahafnar. Sonur þeirra var
Finnur Adolph Pétur Frydensberg,
sem um tíma var aðstoðarmaður í
íslenzku stjórnardeildinni í Kaup-
mannahöfn.
J
r"
TÍMAMÓT í SÖGU
BÆARINS
Með réttu mega það teljast tíma-
mót í sögu Reykjavíkur, er hún var
gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi
og fekk sinn tíigin bæaríógeta ug