Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Page 6
316
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þekktasti maður heimsins
yfir dýrin og orðið þeim öllum vfir-
sterkari þótt veikur sé að líkams-
kröftum. Og frumkjarni þessa stór-
brotna leiks á sér rætur aftur í
þeim tímum, er maðurinn fór fyrst
að verða var þeirra vfirburða, sem
hugsunin veitti honum. Á háslétt-
um Spánar voru miklar hjarðir
villtra nauta fvrir ísöld. Þá áttu þar
einnig heima hellisbúar, sem lærðu
smám saman að veiða þessi hættu-
legu og grimmu dýr til matar sér
með því að ginna þau í gildrur.
Seinna lærðist þeim svo að fara
með boga og örvar og skjóta þessi
dýr. Og enn síðar, er þeir höfðu
tamið hestinn og gert sér spjót, riðu
þeir að dýrunum á víðavangi og
lögðu þau að velli.
Þetta var hættulegt og margan
manninn og hestinn hafa villinaut-
in drepið. En afreksverkin geymd-
ust í munnlegri frásögn og bárust
frá manni til manns, kynslóð eftir
kynslóð. Nautaatið er nokkurs kon-
ar kvikmynd af þessari sögu. Hér
koma fram í einu lagi allir kaflar
hennar, allt frá manninum sem
ginnir nautið í gildru, bogmannin-
um og reiðmanninum með lensu
sína. Og svo klykkir út með tíma
riddaraskaparins, þar sem kjörorðið
var hið sama og hjá Karli 12.:
„Ekki nema einn á móti einum“, og
aldrei að vega að þeim, sem ekki
reynir að verja sig.
Að baki nautaatsins liggur stór-
kostleg saga, sagan um það hvernig
hugsunin breikkar alltaf bilið milli
mannsins og dýranna, og að hún
er sterkasta aflið í þessari veröld-
Árni Óla.
ir Úr brúnkolum vinna Bandaríkja-
menn nú rottueitur, sem er mikið
notað. Hið alkunna skordýraeitur,
DDT, er einnig unnið úr brúnkolum.
+ Sauðfjárræktin í Ástralíu byrjaði
1793. Þá voru fluttar þangað 30
kindur frá Indlandi og fáeinar frá
írlandi.
ÞAÐ þarf varla að fara í grafgötur um,
hver sé þekktasti maður heimsins. Það
er litli maðurinn með nasaskeggið, staf*
prikið og stóru skóna — Charlie Chap-
lin. Betur en nokkur annar hefir hann
skemmt fólki, jafnt í stórborgum og
smáþorpum, jafnt meðal menningar-
þjóða og frumstæðra þióða. En yfir íor-
tíð hans hefir iafnan grúft nokkur hula
þangað til nú nvlega að komin er út
ævisaga hans eftir ameríska rithöfund-
inn Theodore Huffs.
Hann er fæddur í London 16. april
1889. Faðir hans var af frönskum Júða-
ættum, en hafði flutzt til Englands og
var kunnur söngvari á fjölleikahúsum
um 1880. Móðir hans hét Hannah og'var
einnig af Júðaættum. en þó rann
sDánskt og írskt blóð í æðum hennar.
Er talið að hún hafi verið all gjálíf í
æsku og 16 ára gömul strauk hún að
heiman og lenti hjá fjölleikahúsi í
London. Hún giftist snemma, en skildi
við mann sinn. Áttu þau éinn son,
Sidney, sem er kunnur kvikmynda-
leikari.
I æsku Charlie lifðu foreldrar hans
við þröngan kost og ailtaf hallaði meir
og meir undan fæti fyrir þeim. Konan
var heilsulaus og maðurinn drykkfeld-
ur. svo að sorglegt ástand var á heim-
itinu. En það kom fljótt í ljós að
Charlie litli var leikara hæfileikum
gæddur og þriggja ára gamall var hann
orðinn leikinn í allskonar listum og
söng. Kom þá oft fyrir að hann var
rifinn upp um miðja nótt, þegar sukk-
samt var hjá foreldrum hans, til þess
að sýna gestum þeirra hvað hann gæti.
Hann var ekki nema fimm ára gamall
þegar hann kom fram opinberlega. Þá
var móðir hans veik og hann varð að
koma í staðinn fyrir hana í fjölleika-
húsinu. Lét faðir hans hann syngja
gamlan grænmetissala-söng, sem kall-
aður er „Jack Jones“. Fólkið hyllti
hann ákaflega og smápeningum rigndi
yfir hann að söngnum loknum. Þetta
kveikti í honum og nú langaði hann
mest til þess að verða leikari.
Skömmu eftir þetta andaðist faðir
hans á drykkjumannahæli. Móðir hans
var þá orðin svo heilsulaus að hún gat
ekki sýnt sig á leiksviði, en hún reyndi
að hafa ofan af fyrir sér og drengjunum
með saumaskap. En það blessaðist ekki
Charlie Chaplin
og hún neyddist til að senda drengina
í munaðarleysingjahæli, sem gekk und-
ir hinu glæsilega nafni „Hanwell Resi-
dental School“. En hún tók þá þaðan
aftur eins fljótt og hún sá sér fært. Það
fór þó á sömu leið og áður, að hún gat
ekki séð fyrir þeim. Og nú var Sidney
sendur „til sjós“, en Charlie átti að
reyna að hafa ofan af fyrir sér í fjöl-
leikahúsum. Hann var þá sjö ára
gamall.
Fyrsta hlutverk hans var að dansa
á tréskóm i sýningu, sem nefnd var
„Lancashirestrákarnir átta“. — Þessi
flokkur sýndi síðar látbragðsleik og
þar lék Charlie litli hvolp og gelti og
skrækti svo hlægilega að fólk hafði
stórgaman að. í þessu var hann í hálft
annað ár, en þá var hann sendur í
Hern Boys College utan við London.
Þetta var skóli, en lítið lærði Charlie
þar. Að skólavistinni lokinni hvarf
hann aftur heim til sin, en sótti þá svo
að, að móðir hans var komin í sjúkra-
hús.
Nú varð hann að sjá um sig sjálfur
og átti þá illa ævi. Hann söng á götun-
um, seldi pappírsskip og þvoði þvott
fyrir rakara nokkurn. En á hverri nóttu
lá hann úti í einhverjum lystigarðinum.
Þá bar svo við að Sidney hálfbróðir
hans kom heim úr sjóferð til Ástralíu
og átti dálitla peninga. Hann hjálpaði
bróður sínum og kom honum að hjá