Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 BAHÁTTAIM við krabbamein ÞETTA er útdráttur úr grein eftir John Pfeiffer, fyrverandi ritstjóra „Scientific American“. Hefir hann nýlega átt tal við fjölda vísinda- manna, sem vinna að rannsóknum á krabbameini og hvernig hægt muni að lækna það. Eru þeir von- góðir um að vísindin muni hafa sigrast á krabbameininu innan 10 ára, ef heimstyröld skellur ekki á og truflar allt. Rannsóknir í líffræði eru nú reknar af svo miklum áhuga og atorku, að það jafnast á við þá ákefð sem var í kjarnorku rann- sóknum upp úr 1936. Einn þáttur- inn í þessum rannsóknum er að sigrast á krabbameininu. Nú þegar má segja að um þrjár meginaðferðir sé að ræða í barátt- unni við krabbameinið: 1) að nota til lækninga vírusa, sem voru ó- þekktir fyrir nokkrum árum, 2) að draga úr hormónaframleiðslu lík- amans, þeirra hormóna, sem valda æxlamyndun, 3) að leita að nýum efnum, sem geta drepið krabba- meinið, alveg eins og sum meðul drepa sýkla. Hér með er þó ekki allt sagt. ----o---- Ég kom í James Ewing spítalann hjá „Memorial Center for Cancer and Allied Diseases.“ Þar eru að- eins rúm fyrir tíu sjúklinga. En þetta er þó einhver merkasta stofn- unin sem tekur þátt í baráttunni við krabbameinið. Ég sá þar ósköp algenga sjón: lækni, sem var að gefa konu innspýtingu. En þetta var þó engin venjuleg innspýting. í sprautunni voru vírusar, ósýni- legir og svo litlir að 25 milljónir af þeim hefði komizt fyrir á títu- prjónshausi. Þessir vírusar áttu ekki að geta gert konunni neitt tjón, en það var vitað að þeir ráðast á krabba-frumurnar. Þetta er ein aðferðin af mörgum við lækningu krabbameins- Það eru nú fjögur ár síðan að Dr. Alice E. Moore, vírusasérfræð- ingur Memorials, fór að leita að vírusum, er kynni að geta eytt krabbameini. Hún vissi þá alls ekki hvort sh'kir vírusar væri til, en hún vissi að hinir ýmsu vírusar Ieggjast á sérstaka hluta líkamans; sumir leggjast eingöngu á lungna- vefinn, aðrir á heilann eða tauga- kerfið. Og nú kom henni til hug- ar að ske kynni að til væri vírusar, sem sæktust eftir krabba-frumum. Hún rannsakaði vírusa í lúsum kvikfénaðar, óðum hundum og flugum, sem veiddar voru í frum- skógum Brazilíu og Afríku. Sum- ir þeir vírusar, er hún fann, drógu úr krabbameini í dýrum, en voru gagnslausir við menn. Svo var það fyrir hálfu öðru ári, að læknarnir við Yale-háskólann voru að rann- saka blóð úr 250 börnum, sem heima eiga í þorpi nokkru nálægt Kairó. f blóði tveggja ára barns, sem var hið 101. í röðinni, fundu þeir nýan vírus, sem þeir nefndu , Egypt 101“, og sendu hann til Dr. Moore. Það kom þegar í Ijós, að þessi vírus eyddi krabbameini í músum, og þá var farið að reyna hann á mönnum. Rúmlega 125 sjúklingar hafa nú fengið innspýtingu af þessum vírus og öðrum svipuðum. Tilraunirnar hafa sýnt, að bráðabirgðabati fæst á krabbameini í milti, lifur og inn- ýflum. Þetta vírusmeðal hefir stöðvað vöxt krabbameins í inn- ýflum og í sumum tilfellum dreg- ið úr krabbameini svo að það hef- ir minnkað um þriðjung. En hér fylgir böggull skammrifi. Sjúkl- ingurinn verður fljótt ónæmur fyrir vírusunum — líkaminn held- ur að þeir sé til ills og byggir upp varnir gegn þeim, svo að þeir verða gagnslausir. Og nú er verið að athuga með hverjum hætti sé hægt að koma í veg fyrir þessa misskildu sjálfsvörn líkamans. ----o----- Þá hafa farið fram miklar rann- sóknir á hormónum, til lækningar krabbameini. í skýrslu frá Amer- íska krabbameinsfélaginu (Amer- ican Cancher Society) segir svo: Á seinustu fimm árum hefir opnast nýtt og vítt svið til notkunar á hormónum karla og kvenna. Þeir lækna að vísu ekki krabbamein, en stöðva vöxt þess og þjáningar. Hundruð manna og kvenna með útvortis krabbamein, hafa fengið svo mikla hjálp með hormónum, að þeir virðast nokkurn veginn heilbrigðir.----- En Dr. Charles Huggins við há- skólann í Chicago hefir fundið al- veg nýa aðferð við skurðlækningu á krabbameini. Áður hefir það verið venjan að skera burt krabba- meinið, en það gerir hann ekki, heldur nemur hann á brott nýrna- hetturnar, því að hann segir að þær hafi mjög mikil áhrif á vöxt krabbameinsins. Þetta, að nema burt nýrnahetturnar, mundi hafa riðið hverjum manni að fullu fyr- ir nokkrum árum, því að þeir hefði ekki getað verið án þeirra hormóna, sem nýrnahetturnar framleiða. En nú er hægt að bæta úr þessu með því að gefa sjúkling- unum „cortisone". — Einn af sjúkl- ingum Huggins var 47 ára gömul kona með krabbamein í brjósti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.