Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 smálest, -eða meira. Og þegar þess er nú gætt, að sólin er 330.000 sinnum stærri en jörðin, þá fer mönnum að skiljast að hún sé nokkuð þung. ORKIMIÐSTÖÐ Frá sólinni stafar eigi aðeins ljósi og hita, heldur er hún eins og vellandi rafmagnshver. Orkan, sem frá sólinni stafar á jörðina, er talin nema einu hcstafli á hvern fcrmeter á yfirborði hennar til jafnaðar á sólarhring. Nú er talið, að öll sú orka, sem mannkynið hcfur tekið í þjónustu sína muni á einu ári jafngilda þeirri orku, sem fæst úr 500 millj. smál. af kolum. En væri nú hægt að nota alla þá orku, sem sólin sendir oss, þá væri hún 400.000 sinnum meiri en öll sú orka, sem nú er notuð. Til þcss að gera sér grein fyrir hita sólar, skulum vér hugsa oss jökulkefli, scm væri 72 km í þvermál og 320.000 km á lengd, og svo hefðum vér ein- hver tæki til þess að skjóta þessum litla flein á sólina, þá mundi hann bráðna á einni sekúndu um leið og hann snerti sólina. Þegar þess er nú gætt, að sólin hefur brunnið stöðugt frá örófi alda og er enn síbrennandi, þá verður ljóst að þar er ekki um venjulegan bruna að ræða. Var mönn- um þetta hin mesta ráðgáta þangað til þcirn tókst að leysa kjarnorkuna úr læðingi. Siðan hafa menn skilið betur hvernig á þessari óþrotlegu hitaupp- sprettu stendur, en það er of flókið mál til að ræðast hér, enda óvíst að þcssi ráðgáta sé enn leyst. SÓLBLETTIR Margs hafa raenn orðið vísari um sólina vegna hinna svokölluðu „sól- blctta“. Þeir hafa sýnt mönnum að sólin snýst um möndul sinn og þeir hafa sýnt hvernig hún snýst. Og nrargt fleira hafa rnenn af þeim lært, t. d. víðvíkjandi norðurljósum, segulskaut- um jarðar o. m. fl. Frá upphafi stjarn- fræðinnar hafa vísindamenn athugað sólblettina, mælt þá, fundið tímatak- mörk þeirra, ljósmyndað þá. Og þeir hafa kornizt að þeirri niðurstöðu að sól- blettirnir eru mjög brcytilegir, þeir skifta stöðugt um stærð og lag, þeir eru ekki alltaf á sama stað, þeir koma og hverfa með vissu millibili. Þeir eru og ýmist fleiri eða færri, svo hægt væri að tala þar um nokkurs konar f jöru og flóð og standa þau „föll“ yfir í hérum- bil 11 ár. Aldrei sjást sólblettir um miðbik sóiar, né heldur við skautin, heldur þar á milli. Þegar mest er um þá, eru þeir næst skautum sólar, en færast inn eftir nær miðbaug smátt og smátt á ellefu árum, og eru flestir nærri miðbaug í lok tímabilsins. — Þannig gengur þetta koll af kolli, það er eins og blettirnir myndist næst skautunum og færist smám saman í áttina að miðju, líkt og tréspónn, sem fleygt er í hringiðu færist smátt og smátt nær miðbiki hennar. Með því að athuga sólblettina hafa menn kom- izt að því, að sólin snýst um möndul sinn frá vestri til austurs, eins og jörð- in, og að hún er 27 daga að snúast einu sinni. HVAÐ ERU SÓLBLETTIR Upphaflega heldu menn að sólblett- irnir væri nokkurs konar vakir í geislaútflæði sólar, og að þarna sæist í hana bera. En þeirri kenningu hefur nú verið hafnað fyrir löngu. Þá var því haldið fram, að þarna mundi vera um að ræða kalda bletti á yfirborði sólar, en þeirri kenningu hefur einnig verið hafnað. Hallast nú vísindameun að því, að sólblettirnir sé ógurlegir gosstaðir, þar sem ofhituð gasefni brjótast út í gosum cr ná tugþúsundir kílómetra út frá yfirborði sólar. Sumir gosstaðirnir eru svo stórir, að nokkrar jarðir á stærð við jörð vora, gæti kom- izt þar fyrir. Sólblettirnir hafa mikil áhrif á jar-5- lífið. Um sumt er oss kunnugt, en margt er þar eflaust á huldu .enn. Þeir valda útvarpstruflunum meðan þeir eru í algleymingi, en þá dansa líka norðurljósin allra fegurst um himin- hvolfið. Og segulmagn jarðar breytist mjög eftir því hvernig sólblettirnir eru. Danskur rithöfundur kom inn í bóka- búð. Þar lá nýasta bókin hans á borði. Án þess að nokkur sæi, skrifaði hann nafnið sitt framan á hana. Siðan kall- aði hann á afgreiðslumanninn og spurði hvað þessi bók kostaði. — Þetta er ein af tíu-króna bókun- um, svaraði hann. — Það getur ekki verið, hrópaði rit- höfundurinn, hún er með eiginhandar nafni höfundarins. — Nú, það er þá gallað eintak — þá getið þér fengið það fyrir 1.50 kr. Stiganwnn á Sikiley SALVATORE GIULIANO, hinn al- ræmdi stigamannaforingi á Sikiley, var lagður að velli fyrir hálfu þriðja ári. Og nú nýlega voru 31 af flokks- mönnum hans dæmdir í Palermo í samtals 600 ára fangelsi, svo að nú ( ætti ekki að þurfa að óttast þann óaldarflokk framar. En lögreglan þarna veit mætavel, að það er ekki nóg að brjóta einn óaldarflokk á bak aftur, því að margir aðrir óaldarflokk- ar eru þar á sveimi. Þess vegna er það algeng sjón að sjá alvopnaða lögreglu- menn á þjóðvegunum á Sikiley. Og þeir ráða mönnum til þess að vera ekki á ferð á fjallvegunum eítir að skyggja tekur, enda hefir talsvert kveðið þar að ránum upp á siðkast- ið. — Og svo er Mafian þarna, hinn al- kunni óaldarflokkur, sem stofnaður var fyrir einni öld. Þetta er ekki reglu- legur félagsskapur og lýtur ekki neinni yfirstjórn. Það eru smáfélög í ýmsum stöðum og starfsemi þeirra er talsvert mismunandi eftir landshlutum. Sums staðar er þeim stjórnað af glæpamönnum, sem leggja mest kapp á að hafa fé út úr mönnum með hót- unum. En annars staðar eru þetta nokkurs konar tryggingarfélög, sem taka að sér fyrir vist gjald, að verja menn fyrir árásum. Ýmsir brezkir þegnar, sem búsett- ir eru á Sikiley, greiða þessum félög- um ákveðið gjald til þess að þau haldi hlífiskildi yfir sér. Þegar einn af þess- um mönnum greiddi iðgjald sitt, var honum fengið pappirsblað og á það rit- að símanúmer; var honum sagt að hringja í þennan síma ef hann þyrfti á einhverri hjálp að halda. Skömmu seinna hvarf hundurinn hans, sem honum þótti vont að missa. Til reynslu hringdi hann þá í þetta símanúmer, sagði frá hvarfi hundsins og lýsti honum. Fáum klukkustundum seinna var scnt til hans með hundinn frá þorpi nokkru langt í burtu. Frá öðrum Breta, sem hafði keypt sér vernd, var stolið 6 dunkum af bensíni. Hann kærði þegar, og innan stundar hafði hann fengið fimm af dunkunum aftur. En honum var sagt, að sjötta dunkinn gæti hann ekki fengið fyrr en brezkt herskip kæmi næst til eyarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.